Ofbeldi í nánum samböndum: Heimilisfriður, meðferðarúrræði fyrir gerendur Andrés Proppé Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið starfrækt fyrst frá 1998 til 2002 og síðan óslitið frá 2006 undir nafninu „Karlar til ábyrgðar“. Undanfarin misseri hefur konum sem gerendum og körlum sem þolendum einnig verið boðið upp á aðstoð. Hefur sú þjónusta farið vaxandi, þó hægt fari. Þessar útvíkkuðu forsendur hafa leitt til þess að nafnið, sem átti svo ágætlega við í upphafi, er nú orðið villandi. Því hefur verið ákveðið að leggja til hliðar hið upprunalega nafn og velja annað sem hefur breiðari skírskotun: Heimilisfriður, með undirtitlinum „Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum“. Með þessum undirtitli er vísað til þess að auk þess að bjóða gerendum og þolendum ofbeldis í nánum samböndum upp á meðferð er Heimilisfriði ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings. 8. mars sl. var undirritaður þjónustusamningur velferðarráðuneytisins við Heimilisfrið þar sem kveðið er á um að ráðuneytið greiði niður meðferð fyrir gerendur af báðum kynjum auk áhættumatsviðtala við maka. Auk þessa mun Heimilisfriður bjóða þolendum meðferð í samvinnu við félagsþjónustur sveitarfélaga.Vel varðveitt leyndarmál Til skamms tíma var ofbeldi í nánum samböndum vel varðveitt leyndarmál. Þó vitað væri að slíkt ætti sér stað var hið ríkjandi viðhorf að ofbeldi milli karls og konu í nánu sambandi félli undir friðhelgi einkalífsins. Það voru kvennahreyfingar 7. og 8. áratugarins sem opnuðu umræðuna og beittu sér fyrir aðstoð við konur sem bjuggu við ofbeldi af hendi maka síns: kvennaathvörfum var komið á fót og aukinn þrýstingur var á lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk að gefa þessu vandamáli gaum: þróa viðeigandi viðbrögð og spyrja viðeigandi spurninga. Frá byrjun var ofbeldi í nánum samböndum skilgreint sem kynbundið, þ.e. gerendurnir væru í langflestum tilvikum karlar og þolendurnir í langflestum tilvikum konur. Ofbeldið var talið eiga sér rætur í gildum feðraveldisins: hin kynbundna félagsmótun, stofnanir og formgerð samfélagsins, viðhorf og venjur, eignarréttur karla og ábyrgðarleysi samfélagsins gagnvart því sem ætti sér stað innan veggja heimilisins. Sálfræðilegum skýringum á hegðun gerandans var hafnað. Á þessu hefur orðið breyting. Undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að rannsóknir sýni að það er sáralítill munur á ofbeldisbeitingu kynjanna í nánum samböndum, þ.e. að það sé álíka algengt að konur og karlar beiti líkamlegu ofbeldi. Þetta eru ekki nýjar fréttir, rannsóknir allt aftur til 1975 hafa staðfest þetta. Þannig að það er löngu ljóst að heimilisofbeldi er ekki kynbundið í þeim skilningi að það séu einungis karlar sem eru gerendur og einungis konur sem eru þolendur.Tímabær skref Hins vegar er ofbeldi í nánum samböndum kynbundið í þeim skilningi að í þorra alvarlegustu tilvikanna eru karlar gerendur og konur þolendur og það er einnig kynbundið í þeim skilningi að rannsóknir sýna að konur sem eru þolendur upplifa ofbeldi af hendi maka miklu frekar sem ógnun en karlar sem eru þolendur. Þessi munur verður auðveldlega skýrður með líkamsburðum, en einnig er líklegt að félagslegar og fjárhagslegar ástæður hafi veruleg áhrif, þ.e. konur eru líklegri til að vera félagslega og fjárhagslega háðari sambandinu en karlar. Þess vegna er rökrétt að þróunin hafi verið sú að fyrst er athyglinni beint að heimilisofbeldi þar sem karlar eru gerendur og konur þolendur og meðferðar- og stuðningsúrræði þróuð út frá þörfum þeirra, en síðan sé athyglinni beint að stuðningi við karla sem eru þolendur og meðferð fyrir konur sem eru gerendur. Sé athyglinni og úrræðunum eingöngu beint að hinu kynbundna ofbeldi er ljóst að hópur gerenda og þolenda og börn þeirra fá litla athygli í umræðunni og þ.a.l. litla hvatningu til að leita sér hjálpar til að rjúfa vítahring ofbeldisins. Að mati greinarhöfunda var orðið tímabært að stíga þau skref hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið starfrækt fyrst frá 1998 til 2002 og síðan óslitið frá 2006 undir nafninu „Karlar til ábyrgðar“. Undanfarin misseri hefur konum sem gerendum og körlum sem þolendum einnig verið boðið upp á aðstoð. Hefur sú þjónusta farið vaxandi, þó hægt fari. Þessar útvíkkuðu forsendur hafa leitt til þess að nafnið, sem átti svo ágætlega við í upphafi, er nú orðið villandi. Því hefur verið ákveðið að leggja til hliðar hið upprunalega nafn og velja annað sem hefur breiðari skírskotun: Heimilisfriður, með undirtitlinum „Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum“. Með þessum undirtitli er vísað til þess að auk þess að bjóða gerendum og þolendum ofbeldis í nánum samböndum upp á meðferð er Heimilisfriði ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings. 8. mars sl. var undirritaður þjónustusamningur velferðarráðuneytisins við Heimilisfrið þar sem kveðið er á um að ráðuneytið greiði niður meðferð fyrir gerendur af báðum kynjum auk áhættumatsviðtala við maka. Auk þessa mun Heimilisfriður bjóða þolendum meðferð í samvinnu við félagsþjónustur sveitarfélaga.Vel varðveitt leyndarmál Til skamms tíma var ofbeldi í nánum samböndum vel varðveitt leyndarmál. Þó vitað væri að slíkt ætti sér stað var hið ríkjandi viðhorf að ofbeldi milli karls og konu í nánu sambandi félli undir friðhelgi einkalífsins. Það voru kvennahreyfingar 7. og 8. áratugarins sem opnuðu umræðuna og beittu sér fyrir aðstoð við konur sem bjuggu við ofbeldi af hendi maka síns: kvennaathvörfum var komið á fót og aukinn þrýstingur var á lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk að gefa þessu vandamáli gaum: þróa viðeigandi viðbrögð og spyrja viðeigandi spurninga. Frá byrjun var ofbeldi í nánum samböndum skilgreint sem kynbundið, þ.e. gerendurnir væru í langflestum tilvikum karlar og þolendurnir í langflestum tilvikum konur. Ofbeldið var talið eiga sér rætur í gildum feðraveldisins: hin kynbundna félagsmótun, stofnanir og formgerð samfélagsins, viðhorf og venjur, eignarréttur karla og ábyrgðarleysi samfélagsins gagnvart því sem ætti sér stað innan veggja heimilisins. Sálfræðilegum skýringum á hegðun gerandans var hafnað. Á þessu hefur orðið breyting. Undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að rannsóknir sýni að það er sáralítill munur á ofbeldisbeitingu kynjanna í nánum samböndum, þ.e. að það sé álíka algengt að konur og karlar beiti líkamlegu ofbeldi. Þetta eru ekki nýjar fréttir, rannsóknir allt aftur til 1975 hafa staðfest þetta. Þannig að það er löngu ljóst að heimilisofbeldi er ekki kynbundið í þeim skilningi að það séu einungis karlar sem eru gerendur og einungis konur sem eru þolendur.Tímabær skref Hins vegar er ofbeldi í nánum samböndum kynbundið í þeim skilningi að í þorra alvarlegustu tilvikanna eru karlar gerendur og konur þolendur og það er einnig kynbundið í þeim skilningi að rannsóknir sýna að konur sem eru þolendur upplifa ofbeldi af hendi maka miklu frekar sem ógnun en karlar sem eru þolendur. Þessi munur verður auðveldlega skýrður með líkamsburðum, en einnig er líklegt að félagslegar og fjárhagslegar ástæður hafi veruleg áhrif, þ.e. konur eru líklegri til að vera félagslega og fjárhagslega háðari sambandinu en karlar. Þess vegna er rökrétt að þróunin hafi verið sú að fyrst er athyglinni beint að heimilisofbeldi þar sem karlar eru gerendur og konur þolendur og meðferðar- og stuðningsúrræði þróuð út frá þörfum þeirra, en síðan sé athyglinni beint að stuðningi við karla sem eru þolendur og meðferð fyrir konur sem eru gerendur. Sé athyglinni og úrræðunum eingöngu beint að hinu kynbundna ofbeldi er ljóst að hópur gerenda og þolenda og börn þeirra fá litla athygli í umræðunni og þ.a.l. litla hvatningu til að leita sér hjálpar til að rjúfa vítahring ofbeldisins. Að mati greinarhöfunda var orðið tímabært að stíga þau skref hér á landi.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun