Raunverulegir hagsmunir nemenda? Sigþór Ási Þórðarson skrifar 16. mars 2016 12:58 Ljóst er að í skipulagsumræðu um hvar reisa skuli nýjan Landspítala þarf að taka til greina mörg mikilvæg sjónarmið. Meðal hagsmunaaðila eru nemendur Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands en á heilbrigðisvísindasviði fer meðal annars fram fagmenntun framtíðarstarfsfólks nýs spítala. Nýverið lét forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þau ummæli falla að Hringbraut sé ekki ákjósanlegasta staðsetningin fyrir byggingu nýs spítala og benti á Vífilstaðartún sem nýjan möguleika í því samhengi. Fyrir það fyrsta hafa skýrslur og mat margra fagaðila ítrekað leitt í ljós að Hringbraut er hagkvæmasti og öruggasti kosturinn, nú síðast í skýrslu KPMG. Ef reisa á spítala annars staðar en við Hringbraut er nokkuð ljóst að hugmyndir um kennslusjúkrahús muni ekki standast. Náin tenging spítala við háskólasamfélag leiðir af sér ríkari fagþekkingu nemenda sem þangað sækja sitt nám. Fagþekking þessi hefur mikil verðmæti. Fyrirkomulag við flutning á Vífilstaðartún mun óhjákvæmilega eftir að koma niður á gæðum kennslu við Heilbrigðisvísindasvið. Starfsemi sviðsins er þegar mjög dreifð um borgina og myndi nýr spítali fjarri háskólasvæðinu fyrir hluta nemenda sviðsins splundra henni enn frekar og auka á byggingaflakk sem nemendur Heilbrigðisvísindasviðs þurfa nú þegar að leggja á sig. Sú dreifing sem þegar er til staðar er er talin kosta landsmenn háar upphæðir vegna hærri rekstrarkostnaðar og myndi tilfærsla hluta sviðsins á nýjan stað auka enn frekar á þessa óhagkvæmi. Tækifæri til náms á formi þverfaglegrar kennslu, sameiginlegra rannsókna, nýsköpunar og fleira glatast enn frekar við slíka splundrun. Spyrja má hvaða deildir Heilbrigðisvísindasviðs eigi að flytja fjær háskólasvæðinu, hvaða rök liggi þar að baki og hvort þeir nemendur sem eiga í hlut hafi verið eða verði nokkurn tímann spurðir álits á því. Sigmundur Davíð leyfir sér að fullyrða á Alþingi á mánudaginn síðastliðinn að „óþarfi sé að nemendur á heilbrigðissviði séu í nálægð við allar aðrar háskólabyggingar á hverjum degi“. Ummæli þessi eru óábyrg og illa ígrunduð. Stoðþjónusta Háskóla Íslands er mikilvæg háskólanemum og má þar nefna leikskóla FS, náms- og starfsráðgjöf, bóksölu og fjölmargt annað. Það skal vera öllum ljóst að stoðþjónusta sem þessi mun ekki flytja með á Vífilstaðatún eða í Garðabæ og ylli það hluta stúdenta á Heilbrigðisvísindasviði miklu raski ef flytja ætti sviðið þangað. Þegar manneskja á borð við forsætisráðherra setur fram fullyrðingar þvert á allar samþykktir verður maður að velta fyrir sér hvort slíkar fullyrðingar séu eingöngu til þess ætlaðar að skapa óeiningu og eitra umræðuna eða jafnvel hvort einhverjir sérhagsmunir liggi að baki. Flutningur hluta Heilbrigðisvísindasviðs á Vífilsstaði, í Efstaleiti eða Garðabæ er í það minnsta ekki til þess fallið að bæta stöðu nemenda við Heilbrigðisvísindasvið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ljóst er að í skipulagsumræðu um hvar reisa skuli nýjan Landspítala þarf að taka til greina mörg mikilvæg sjónarmið. Meðal hagsmunaaðila eru nemendur Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands en á heilbrigðisvísindasviði fer meðal annars fram fagmenntun framtíðarstarfsfólks nýs spítala. Nýverið lét forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þau ummæli falla að Hringbraut sé ekki ákjósanlegasta staðsetningin fyrir byggingu nýs spítala og benti á Vífilstaðartún sem nýjan möguleika í því samhengi. Fyrir það fyrsta hafa skýrslur og mat margra fagaðila ítrekað leitt í ljós að Hringbraut er hagkvæmasti og öruggasti kosturinn, nú síðast í skýrslu KPMG. Ef reisa á spítala annars staðar en við Hringbraut er nokkuð ljóst að hugmyndir um kennslusjúkrahús muni ekki standast. Náin tenging spítala við háskólasamfélag leiðir af sér ríkari fagþekkingu nemenda sem þangað sækja sitt nám. Fagþekking þessi hefur mikil verðmæti. Fyrirkomulag við flutning á Vífilstaðartún mun óhjákvæmilega eftir að koma niður á gæðum kennslu við Heilbrigðisvísindasvið. Starfsemi sviðsins er þegar mjög dreifð um borgina og myndi nýr spítali fjarri háskólasvæðinu fyrir hluta nemenda sviðsins splundra henni enn frekar og auka á byggingaflakk sem nemendur Heilbrigðisvísindasviðs þurfa nú þegar að leggja á sig. Sú dreifing sem þegar er til staðar er er talin kosta landsmenn háar upphæðir vegna hærri rekstrarkostnaðar og myndi tilfærsla hluta sviðsins á nýjan stað auka enn frekar á þessa óhagkvæmi. Tækifæri til náms á formi þverfaglegrar kennslu, sameiginlegra rannsókna, nýsköpunar og fleira glatast enn frekar við slíka splundrun. Spyrja má hvaða deildir Heilbrigðisvísindasviðs eigi að flytja fjær háskólasvæðinu, hvaða rök liggi þar að baki og hvort þeir nemendur sem eiga í hlut hafi verið eða verði nokkurn tímann spurðir álits á því. Sigmundur Davíð leyfir sér að fullyrða á Alþingi á mánudaginn síðastliðinn að „óþarfi sé að nemendur á heilbrigðissviði séu í nálægð við allar aðrar háskólabyggingar á hverjum degi“. Ummæli þessi eru óábyrg og illa ígrunduð. Stoðþjónusta Háskóla Íslands er mikilvæg háskólanemum og má þar nefna leikskóla FS, náms- og starfsráðgjöf, bóksölu og fjölmargt annað. Það skal vera öllum ljóst að stoðþjónusta sem þessi mun ekki flytja með á Vífilstaðatún eða í Garðabæ og ylli það hluta stúdenta á Heilbrigðisvísindasviði miklu raski ef flytja ætti sviðið þangað. Þegar manneskja á borð við forsætisráðherra setur fram fullyrðingar þvert á allar samþykktir verður maður að velta fyrir sér hvort slíkar fullyrðingar séu eingöngu til þess ætlaðar að skapa óeiningu og eitra umræðuna eða jafnvel hvort einhverjir sérhagsmunir liggi að baki. Flutningur hluta Heilbrigðisvísindasviðs á Vífilsstaði, í Efstaleiti eða Garðabæ er í það minnsta ekki til þess fallið að bæta stöðu nemenda við Heilbrigðisvísindasvið.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun