FIFA: Suður-Afríka greiddi rúman milljarð fyrir HM 2010 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2016 12:15 Jack Warner er talinn einn sá allra spilltasti í heimsknattspyrnunni. Vísir/Getty Alþjóðaknattpsyrnusambandið, FIFA, hefur lagt fram kærur í New York á hendur fyrrum embættismanna sambandsins fyrir að þiggja mútur og stela pening frá sambandinu. Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti heildarupphæðin sem FIFA vill fá í skaðabætur um 190 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 24 milljarða króna. Meðal þeirra sem FIFA kærði eru Jack Warner, fyrrum varaforseti og forseti CONCACAF [Knattspyrnusamband Norður- og miðameríku], Jeffrey Webb, sem gegndi sömu embættum, og Chuck Blazer, fyrrum framkvæmdastjóri CONCACAF. Sjá einnig: Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Fram kemur í sömu skjölum að FIFA telur að Knattspyrnusamband Suður-Afríku hafi greitt tíu milljónir Bandaríkjadala, rúman milljarð króna, í mútur til að tryggja sér HM 2010. Sá peningur mun hafa skilað sér til Warner, Blazer og þriðja meðlims framkvæmdastjórnar FIFA. Peningurinn fór í gegnum FIFA, dulbúinn sem fjárhagsaðstoð fyrir knattspyrnuna í karabíska hafinu. „Það er nú ljóst að margir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar misnotuðu aðstöðu sína og seldu atkvæði sín margsinnis,“ sagði í kærunni frá FIFA. Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Ljóst er að það var einnig spilling í tengslum við kosninguna á HM 2018 og 2022, sem fara fram í Rússlandi og Katar, en FIFA hefur samt sem áður sagt að þeim keppnum verði ekki breytt úr þessu. Gianni Infantino, nýkjörinn forseti FIFA, segir að málið verði sótt fram af hörku og að hann sé þess fullviss um að réttlætinu verði fullnægt, enda hafi þessar fjárhæðir verið ætlaðar uppbyggingu knattspyrnunnar á heimsvísu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta. 12. febrúar 2016 22:00 Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00 Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Alþjóðaknattpsyrnusambandið, FIFA, hefur lagt fram kærur í New York á hendur fyrrum embættismanna sambandsins fyrir að þiggja mútur og stela pening frá sambandinu. Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti heildarupphæðin sem FIFA vill fá í skaðabætur um 190 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 24 milljarða króna. Meðal þeirra sem FIFA kærði eru Jack Warner, fyrrum varaforseti og forseti CONCACAF [Knattspyrnusamband Norður- og miðameríku], Jeffrey Webb, sem gegndi sömu embættum, og Chuck Blazer, fyrrum framkvæmdastjóri CONCACAF. Sjá einnig: Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Fram kemur í sömu skjölum að FIFA telur að Knattspyrnusamband Suður-Afríku hafi greitt tíu milljónir Bandaríkjadala, rúman milljarð króna, í mútur til að tryggja sér HM 2010. Sá peningur mun hafa skilað sér til Warner, Blazer og þriðja meðlims framkvæmdastjórnar FIFA. Peningurinn fór í gegnum FIFA, dulbúinn sem fjárhagsaðstoð fyrir knattspyrnuna í karabíska hafinu. „Það er nú ljóst að margir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar misnotuðu aðstöðu sína og seldu atkvæði sín margsinnis,“ sagði í kærunni frá FIFA. Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Ljóst er að það var einnig spilling í tengslum við kosninguna á HM 2018 og 2022, sem fara fram í Rússlandi og Katar, en FIFA hefur samt sem áður sagt að þeim keppnum verði ekki breytt úr þessu. Gianni Infantino, nýkjörinn forseti FIFA, segir að málið verði sótt fram af hörku og að hann sé þess fullviss um að réttlætinu verði fullnægt, enda hafi þessar fjárhæðir verið ætlaðar uppbyggingu knattspyrnunnar á heimsvísu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta. 12. febrúar 2016 22:00 Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00 Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45
Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta. 12. febrúar 2016 22:00
Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00
Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00