Segir það sjálfstætt og sérstakt vandamál að forsætisráðherra virðist vera kominn með Photoshop Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 14:17 Guðmundur Steingrímsson kallar eftir því að fólk láti af hvötum sínum að vera besserwisserar varðandi nýjan Landspítala. Vísir/Valli Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallar eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og aðrir hætti að vera besserwisserar um staðsetningu Landspítalans og að uppbyggingu hans við Hringbraut verði haldið áfram. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Það virðist vera orðið sjálfstætt vandamál og æði sérstakt vandamál að hæstvirtur forsætisráðherra virðist vera kominn með Photoshop í tölvuna sína og virðist verja dálítið miklum tíma í það að hanna upp á eigin spýtur allskonar byggingar og hús og reyna selja okkur hinum það að þetta séu skynsamlegar teikningar og skynsamleg skipulagning,“ sagði hann.Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar.vísir„Ég er líka með Photoshop í minni tölvu og get vel brokkað hér fram með allskonar teikningar þar sem að ég lýsi því yfir að skynsamlegt væri að byggingarnar væru á Bessastaðatúninu, eða í Elliðaárdal, eða í Hvassahrauni eða hvar sem er. Þetta er ekkert mál en ég kem hér upp til að vekja athygli á því að blessunarlega þá störfum við ekki svona í pólitík. Þá tökum við ekki veigamiklar ákvarðanir svona í pólitík.“ Sigmundur Davíð lýsti í vikunni hugmyndum sínum um uppbyggingu spítalans við Vífilsstaði frekar en Hringbraut. Guðmundur sagði að niðurstöðu endurtekinna úttekta síðustu fimmtán ár að Hringbraut væri besti staðurinn til að byggja upp spítalann. „Það er búið að gefa út að minnsta kosti fjórar mjög vandaðar greiningar á því hvar spítalinn er best byggður og allar þær skýrslur hafa komist að þeirri niðurstöðu – út frá svo fjölmörgum þáttum – að spítalinn sé best hafður og uppbyggður við Hringbraut,“ sagði hann. „Nú verða stjórnmálamenn og aðrir að láta af hvötum sínum að vera besserwisserar í þessu ferli og einfaldlega viðurkenna það að greiningarnar hafa farið fram vegna þess að hagsmunamálið er stórt,“ sagði hann „Það ríkir neyðarástand á spítalanum í húsnæðismálum og það þarf að drífa í þessu.“ Guðmundur kallaði að lokum eftir því að uppbyggingin við Hringbraut héldi áfram og að Sigmundur Davíð fengið annað forrit í tölvuna sína. Alþingi Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallar eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og aðrir hætti að vera besserwisserar um staðsetningu Landspítalans og að uppbyggingu hans við Hringbraut verði haldið áfram. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Það virðist vera orðið sjálfstætt vandamál og æði sérstakt vandamál að hæstvirtur forsætisráðherra virðist vera kominn með Photoshop í tölvuna sína og virðist verja dálítið miklum tíma í það að hanna upp á eigin spýtur allskonar byggingar og hús og reyna selja okkur hinum það að þetta séu skynsamlegar teikningar og skynsamleg skipulagning,“ sagði hann.Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar.vísir„Ég er líka með Photoshop í minni tölvu og get vel brokkað hér fram með allskonar teikningar þar sem að ég lýsi því yfir að skynsamlegt væri að byggingarnar væru á Bessastaðatúninu, eða í Elliðaárdal, eða í Hvassahrauni eða hvar sem er. Þetta er ekkert mál en ég kem hér upp til að vekja athygli á því að blessunarlega þá störfum við ekki svona í pólitík. Þá tökum við ekki veigamiklar ákvarðanir svona í pólitík.“ Sigmundur Davíð lýsti í vikunni hugmyndum sínum um uppbyggingu spítalans við Vífilsstaði frekar en Hringbraut. Guðmundur sagði að niðurstöðu endurtekinna úttekta síðustu fimmtán ár að Hringbraut væri besti staðurinn til að byggja upp spítalann. „Það er búið að gefa út að minnsta kosti fjórar mjög vandaðar greiningar á því hvar spítalinn er best byggður og allar þær skýrslur hafa komist að þeirri niðurstöðu – út frá svo fjölmörgum þáttum – að spítalinn sé best hafður og uppbyggður við Hringbraut,“ sagði hann. „Nú verða stjórnmálamenn og aðrir að láta af hvötum sínum að vera besserwisserar í þessu ferli og einfaldlega viðurkenna það að greiningarnar hafa farið fram vegna þess að hagsmunamálið er stórt,“ sagði hann „Það ríkir neyðarástand á spítalanum í húsnæðismálum og það þarf að drífa í þessu.“ Guðmundur kallaði að lokum eftir því að uppbyggingin við Hringbraut héldi áfram og að Sigmundur Davíð fengið annað forrit í tölvuna sína.
Alþingi Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39
„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26