Nýr valkostur á húsnæðismarkaði - merkum áfanga náð Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 14. mars 2016 10:00 Um helgina hélt ASÍ upp á aldarafmæli sitt. Við það tækifæri var kynnt nýtt samkomulag um uppbyggingu 1000 leiguíbúða á næstu árum. Á þessu ári hafa borgaryfirvöld skuldbundið sig til að úthluta lóðum fyrir 150 íbúðir, 250 árið 2017, og svo 300 íbúðir á hvoru ári fyrir sig 2018 og 2019. Það er skemmtilegt frá því að segja að verkefnið er komið svo langt að þegar liggja fyrir tillögur um eftirfarandi: • Urðarbrunnur nr. 33-35 og nr. 130-134. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa á lóðunum 53 íbúðir. Lóðirnar eru byggingarhæfar • Móavegur nr. 2-4. Breyting á deiliskipulagi í skipulagsferli. Áætlað er að heimilt verði að reisa á lóðarhlutanum um 50 íbúðir. Lóðin er byggingarhæf þegar breyting á deiliskipulagi hefur verið staðfest. • Nauthólsvegur nr. 79. Breyting á deiliskipulagi í skipulagsferli. Áætlað er að heimilt verði að reisa á lóðarhlutanum um 40 íbúðir. Mín fyrsta aðkoma að málinu var í stjórn VR árið 2011 þegar fyrstu skrefin voru tekin í þessa átt. Síðan hef ég unnið ötullega að þessu máli innan VR, ASÍ og borgarstjórnar. Hyggst ég beita mér áfram í húsnæðismálum ásamt öðrum framfararmálum innan verkalýðshreyfingarinnar. Má þar nefna jafnrétti og baráttuna gegn óútskýrðum launamun kynjanna, að efla og tryggja aukinn kaupmátt í framtíðinni og styttingu vinnuvikunnar, starfsmenntun og sveiganleg starfslok svo eitthvað sé nefnt. Þó vissulega beri að fagna þessum góða áfanga er margt óunnið í húsnæðismálum. Aðgengi að góðu húsnæði á viðráðanlegum kjörum eru mannréttindi sem öllum þurfa að vera tryggð - það er í eðli sínu kjaramál og því úrlausnarefni verkalýðshreyfingarinnar, stjórnmálanna og þjóðarinnar allrar. Nauðsynlegt er að valmöguleikar á húsnæðismarkaði séu sem fjölbreyttastir. Í raun er það svo að öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum er ein forsenda byggðar hér á landi. Ef þörfum ungs fólks fyrir hagstæðu húsnæði er ekki mætt er hætt við áframhaldandi brottflutningi ungs menntaðs hæfileikafólks. Það mun draga úr möguleikum okkar til að byggja upp fjölbreytt og skapandi atvinnulíf, skapa neikvæðan þrýsting á lífeyris- og velferðarkerfi framtíðarinnar og ógna frekari uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Tryggjum að svo verði ekki. Því er nauðsynlegt að huga að frekari uppbyggingu á leigumarkaði til að mæta vaxandi þörf og fjölga einnig valmöguleikum annarra tekjuhópa á húsnæðismarkaði. Fjölbreyttir valmöguleikar útiloka ekki hvern annan heldur stuðla að heilbrigðum markaði með eðlilegri verðmyndun öllum til hagsbóta. Til að vinna áfram að þessu brýna hagsmunamáli VR félaga, og öðrum, þarf ég endurnýjað umboð þeirra og trúnað. Ég hef því boðið mig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í VR. Kosningarnar standa yfir núna. Sért þú félagi í VR hvet ég þig til að nýta atkvæðisréttinn og vonandi á ég stuðning þinn vísan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um helgina hélt ASÍ upp á aldarafmæli sitt. Við það tækifæri var kynnt nýtt samkomulag um uppbyggingu 1000 leiguíbúða á næstu árum. Á þessu ári hafa borgaryfirvöld skuldbundið sig til að úthluta lóðum fyrir 150 íbúðir, 250 árið 2017, og svo 300 íbúðir á hvoru ári fyrir sig 2018 og 2019. Það er skemmtilegt frá því að segja að verkefnið er komið svo langt að þegar liggja fyrir tillögur um eftirfarandi: • Urðarbrunnur nr. 33-35 og nr. 130-134. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa á lóðunum 53 íbúðir. Lóðirnar eru byggingarhæfar • Móavegur nr. 2-4. Breyting á deiliskipulagi í skipulagsferli. Áætlað er að heimilt verði að reisa á lóðarhlutanum um 50 íbúðir. Lóðin er byggingarhæf þegar breyting á deiliskipulagi hefur verið staðfest. • Nauthólsvegur nr. 79. Breyting á deiliskipulagi í skipulagsferli. Áætlað er að heimilt verði að reisa á lóðarhlutanum um 40 íbúðir. Mín fyrsta aðkoma að málinu var í stjórn VR árið 2011 þegar fyrstu skrefin voru tekin í þessa átt. Síðan hef ég unnið ötullega að þessu máli innan VR, ASÍ og borgarstjórnar. Hyggst ég beita mér áfram í húsnæðismálum ásamt öðrum framfararmálum innan verkalýðshreyfingarinnar. Má þar nefna jafnrétti og baráttuna gegn óútskýrðum launamun kynjanna, að efla og tryggja aukinn kaupmátt í framtíðinni og styttingu vinnuvikunnar, starfsmenntun og sveiganleg starfslok svo eitthvað sé nefnt. Þó vissulega beri að fagna þessum góða áfanga er margt óunnið í húsnæðismálum. Aðgengi að góðu húsnæði á viðráðanlegum kjörum eru mannréttindi sem öllum þurfa að vera tryggð - það er í eðli sínu kjaramál og því úrlausnarefni verkalýðshreyfingarinnar, stjórnmálanna og þjóðarinnar allrar. Nauðsynlegt er að valmöguleikar á húsnæðismarkaði séu sem fjölbreyttastir. Í raun er það svo að öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum er ein forsenda byggðar hér á landi. Ef þörfum ungs fólks fyrir hagstæðu húsnæði er ekki mætt er hætt við áframhaldandi brottflutningi ungs menntaðs hæfileikafólks. Það mun draga úr möguleikum okkar til að byggja upp fjölbreytt og skapandi atvinnulíf, skapa neikvæðan þrýsting á lífeyris- og velferðarkerfi framtíðarinnar og ógna frekari uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Tryggjum að svo verði ekki. Því er nauðsynlegt að huga að frekari uppbyggingu á leigumarkaði til að mæta vaxandi þörf og fjölga einnig valmöguleikum annarra tekjuhópa á húsnæðismarkaði. Fjölbreyttir valmöguleikar útiloka ekki hvern annan heldur stuðla að heilbrigðum markaði með eðlilegri verðmyndun öllum til hagsbóta. Til að vinna áfram að þessu brýna hagsmunamáli VR félaga, og öðrum, þarf ég endurnýjað umboð þeirra og trúnað. Ég hef því boðið mig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í VR. Kosningarnar standa yfir núna. Sért þú félagi í VR hvet ég þig til að nýta atkvæðisréttinn og vonandi á ég stuðning þinn vísan.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun