Skipt um þjóð Guðmundur Sighvatsson skrifar 11. mars 2016 07:00 Frá árinu 2000 hafa 10.499 Íslendingar flutt af landi brott umfram Íslendinga sem hafa flust til landsins. Á sama tíma fjölgar erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði og eru orðnir fleiri en árið 2007 eða 17.700 manns. Slæm kjör almennings eru helsta orsök þess að fólk flýr land. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði. Okurleiga er viðvarandi og ekkert gert til að stemma stigu við henni. Verkalýðshreyfingin gerir ótrúlega litlar kröfur á atvinnurekendur. Í síðustu samningum var samið um að lágmarkslaun næðu 300 þúsundum 2018 á sama tíma og velferðarráðuneytið gefur út að lágmarksframfærsla einstaklings sé kr. 236.581 á mánuði og hjóna með 2 börn er 507.908 án húsnæðiskostnaðar. Þess ber að geta að 300 þúsundin eru laun fyrir skatt og gjöld. Iðnaðarmenn fóru sérlega illa út úr hruninu. Fjöldi manna missti vinnu þegar byggingaframkvæmdir stöðvuðust. Öðrum var gefinn kostur á lágmarkslaunum sem nú rétt slefa yfir 300 þúsund á mánuði fyrir fulla vinnu. Iðnaðarmenn fluttu í stórum hópum til Noregs og annarra Norðurlanda þar sem þeir eru eftirsótt vinnuafl vegna þekkingar sinnar, dugnaðar og menntunar. Þessir iðnaðarmenn eru ekki að koma heim því launum er markvisst haldið hér niðri með innfluttu vinnuafli eins og tölurnar hér að ofan sýna. Það er verið að skipta út íslenskum iðnaðarmönnum fyrir suður- og austur-evrópska verkamenn, færanlegt vinnuafl. Nú fjölgar aftur starfsmönnum sem hingað koma á vegum svonefndra starfsmannaleiga og kallast það þjónustukaup af Evrópska efnahagssvæðinu. Hvaða menntun hefur það fólk sem hingað er leigt eða ræður sig hér í störf iðnaðarmanna? Þeir eru ekki iðnsveinar og hafa í fæstum tilfellum tilskilin réttindi eins og krafist var hér og við þekkjum frá nágrannalöndum. Því miður er menntun flestra líkari því sem sagt er frá í Grimms-ævintýrum, þ.e.a.s. einhver takmörkuð verkþekking en lítil sem engin skólaganga eða önnur nauðsynleg grunnmenntun. Ýmis samtök, t.d. Samtök verslunar og þjónustu, hafa sótt stíft og lagt til við stjórnvöld að afnema lögverndun iðngreina. Iðnlöggjöfin og lögverndun iðngreina hefur verið þyrnir í augum þeirra sem vilja eyðileggja iðnmenntun í landinu.Skipt út fyrir ódýrt vinnuafl Íslenskum launþegum sem vilja sanngjarnan skerf af kökunni er nú skipt út fyrir erlent ódýrt vinnuafl sem ekki gerir kröfur. Á Reykjavíkursvæðinu er skóli einn þar sem 75% nemenda eru af erlendum uppruna og hafa annað mál en íslensku að móðurmáli. Skóli þessara krakka kemur endurtekið afar illa út úr svonefndum PISA-könnunum og samræmdum prófum. Brottfall unglinga af erlendum uppruna úr framhaldsskólum er allt að 90%, og ný kynslóð ódýrs vinnuafls vex úr grasi. Svona er íslenskt samfélag í dag þegar bankar og stórfyrirtæki mergsjúga almenning í landinu með samþykki stjórnvalda. Arði af auðlindum þjóðarinnar og fyrirtækjum í eigu ríkisins hefur verið komið á fárra hendur sem kreppast fast utan um aurinn, þegar stór hluti þjóðarinnar býr við fátækt og innviðir samfélagsins eru í molum. Svona er þrælahaldið endurvakið í breyttri mynd og svona eru vistarböndin endurvakin með eiginlegu eignarhaldi fyrirtækja á erlendu vinnuafli og fjölskyldum þeirra sem ekki þora eða geta ekki sótt rétt sinn. Koma verður í veg fyrir að gróðabraskarar geti nýtt sér eymd fólks frá löndum þar sem allt aðrar kröfur eru til almennra lífsgæða á sama tíma og grafið er undan þeim ávinningi sem almenningur hér á landi hefur barist fyrir áratugum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2000 hafa 10.499 Íslendingar flutt af landi brott umfram Íslendinga sem hafa flust til landsins. Á sama tíma fjölgar erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði og eru orðnir fleiri en árið 2007 eða 17.700 manns. Slæm kjör almennings eru helsta orsök þess að fólk flýr land. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði. Okurleiga er viðvarandi og ekkert gert til að stemma stigu við henni. Verkalýðshreyfingin gerir ótrúlega litlar kröfur á atvinnurekendur. Í síðustu samningum var samið um að lágmarkslaun næðu 300 þúsundum 2018 á sama tíma og velferðarráðuneytið gefur út að lágmarksframfærsla einstaklings sé kr. 236.581 á mánuði og hjóna með 2 börn er 507.908 án húsnæðiskostnaðar. Þess ber að geta að 300 þúsundin eru laun fyrir skatt og gjöld. Iðnaðarmenn fóru sérlega illa út úr hruninu. Fjöldi manna missti vinnu þegar byggingaframkvæmdir stöðvuðust. Öðrum var gefinn kostur á lágmarkslaunum sem nú rétt slefa yfir 300 þúsund á mánuði fyrir fulla vinnu. Iðnaðarmenn fluttu í stórum hópum til Noregs og annarra Norðurlanda þar sem þeir eru eftirsótt vinnuafl vegna þekkingar sinnar, dugnaðar og menntunar. Þessir iðnaðarmenn eru ekki að koma heim því launum er markvisst haldið hér niðri með innfluttu vinnuafli eins og tölurnar hér að ofan sýna. Það er verið að skipta út íslenskum iðnaðarmönnum fyrir suður- og austur-evrópska verkamenn, færanlegt vinnuafl. Nú fjölgar aftur starfsmönnum sem hingað koma á vegum svonefndra starfsmannaleiga og kallast það þjónustukaup af Evrópska efnahagssvæðinu. Hvaða menntun hefur það fólk sem hingað er leigt eða ræður sig hér í störf iðnaðarmanna? Þeir eru ekki iðnsveinar og hafa í fæstum tilfellum tilskilin réttindi eins og krafist var hér og við þekkjum frá nágrannalöndum. Því miður er menntun flestra líkari því sem sagt er frá í Grimms-ævintýrum, þ.e.a.s. einhver takmörkuð verkþekking en lítil sem engin skólaganga eða önnur nauðsynleg grunnmenntun. Ýmis samtök, t.d. Samtök verslunar og þjónustu, hafa sótt stíft og lagt til við stjórnvöld að afnema lögverndun iðngreina. Iðnlöggjöfin og lögverndun iðngreina hefur verið þyrnir í augum þeirra sem vilja eyðileggja iðnmenntun í landinu.Skipt út fyrir ódýrt vinnuafl Íslenskum launþegum sem vilja sanngjarnan skerf af kökunni er nú skipt út fyrir erlent ódýrt vinnuafl sem ekki gerir kröfur. Á Reykjavíkursvæðinu er skóli einn þar sem 75% nemenda eru af erlendum uppruna og hafa annað mál en íslensku að móðurmáli. Skóli þessara krakka kemur endurtekið afar illa út úr svonefndum PISA-könnunum og samræmdum prófum. Brottfall unglinga af erlendum uppruna úr framhaldsskólum er allt að 90%, og ný kynslóð ódýrs vinnuafls vex úr grasi. Svona er íslenskt samfélag í dag þegar bankar og stórfyrirtæki mergsjúga almenning í landinu með samþykki stjórnvalda. Arði af auðlindum þjóðarinnar og fyrirtækjum í eigu ríkisins hefur verið komið á fárra hendur sem kreppast fast utan um aurinn, þegar stór hluti þjóðarinnar býr við fátækt og innviðir samfélagsins eru í molum. Svona er þrælahaldið endurvakið í breyttri mynd og svona eru vistarböndin endurvakin með eiginlegu eignarhaldi fyrirtækja á erlendu vinnuafli og fjölskyldum þeirra sem ekki þora eða geta ekki sótt rétt sinn. Koma verður í veg fyrir að gróðabraskarar geti nýtt sér eymd fólks frá löndum þar sem allt aðrar kröfur eru til almennra lífsgæða á sama tíma og grafið er undan þeim ávinningi sem almenningur hér á landi hefur barist fyrir áratugum saman.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun