Segir auglýsingar ríkisstjórnarinnar augljósa flokkspólitíska ímyndarherferð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Vísir Fullyrðingar forsætisráðherra á þingi í gær um kostnað við auglýsingar ríkisstjórnarinnar eru vafasamar að mati Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svari ráðherra við fyrirspurn Katrínar segir að ríkisstjórnin hafi birt tvær auglýsingar á síðustu þremur árum. Þær hafi kostað rúmar 2,5 milljónir króna. Fyrri auglýsingin hafi verið til að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem skiluðu lækkunum eða niðurfellingu opinberra gjalda. Hin hafi verið til að „vekja athygli almennings á þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi við samþykkt fjárlaga um að verja bæri tekjum sem rynnu í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlaga föllnu bankanna, á grundvelli nauðasamninga þeirra, til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og ná þannig fram lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs.“ Katrín segir vafasamt að fullyrða að seinni auglýsingin hafi varðað almannahagsmuni. „Það er mjög villandi að segja að þeir hafi verið að vekja athygli á einhverri þverpólitískri samstöðu um ráðstöfun fjármagns í fjárlagagerðinni,“ segir hún. Þá sé skrítið að ríkisstjórnin hafi talið sig þurfa að auglýsa fyrir skattfé hvernig hún verji fjármunum þegar hún var í erfiðri stöðu. „Mér finnst þetta vafasöm ráðstöfun á fénu og mér finnst þetta mjög villandi framsetning í svarinu.“ „Auglýsingin var augljóslega ímyndarherferð sem þjónaði flokkspólitískum tilgangi,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Mest greitt til Fréttablaðsins vegna auglýsinga. 9. mars 2016 17:06 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira
Fullyrðingar forsætisráðherra á þingi í gær um kostnað við auglýsingar ríkisstjórnarinnar eru vafasamar að mati Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svari ráðherra við fyrirspurn Katrínar segir að ríkisstjórnin hafi birt tvær auglýsingar á síðustu þremur árum. Þær hafi kostað rúmar 2,5 milljónir króna. Fyrri auglýsingin hafi verið til að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem skiluðu lækkunum eða niðurfellingu opinberra gjalda. Hin hafi verið til að „vekja athygli almennings á þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi við samþykkt fjárlaga um að verja bæri tekjum sem rynnu í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlaga föllnu bankanna, á grundvelli nauðasamninga þeirra, til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og ná þannig fram lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs.“ Katrín segir vafasamt að fullyrða að seinni auglýsingin hafi varðað almannahagsmuni. „Það er mjög villandi að segja að þeir hafi verið að vekja athygli á einhverri þverpólitískri samstöðu um ráðstöfun fjármagns í fjárlagagerðinni,“ segir hún. Þá sé skrítið að ríkisstjórnin hafi talið sig þurfa að auglýsa fyrir skattfé hvernig hún verji fjármunum þegar hún var í erfiðri stöðu. „Mér finnst þetta vafasöm ráðstöfun á fénu og mér finnst þetta mjög villandi framsetning í svarinu.“ „Auglýsingin var augljóslega ímyndarherferð sem þjónaði flokkspólitískum tilgangi,“ segir Katrín Júlíusdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Mest greitt til Fréttablaðsins vegna auglýsinga. 9. mars 2016 17:06 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira
Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Mest greitt til Fréttablaðsins vegna auglýsinga. 9. mars 2016 17:06