Skattaskjól námsmannsins Árni Jakob Ólafsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Brottflutningur Íslendinga til útlanda hefur mikið verið til umræðu og þá sérstaklega í formi „spekileka“ – menntað fólk sem sér sér ekki fært að koma undir sig fótunum á Íslandi að loknu námi. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru ráðstöfunartekjur fólks með grunnmenntun 87,7% af ráðstöfunartekjum háskólamenntaðs fólks árið 2014 sem þýðir að menntun er lítið metin til launa á Íslandi. Námsmenn sem sækja háskólanám erlendis hafa því ekki ríka ástæðu til að flytja aftur til Íslands að námi loknu vegna lakra kjara og erfiðleika við að koma sér upp húsnæði. Sá sem lýkur námi hefur notið góðs af íslensku mennta- og velferðarkerfi frá barnæsku og það er töluvert tap fyrir þjóðfélagið af því að missa viðkomandi til annars lands þegar hann ætti loks að fara að skila einhverju aftur til samfélagsins. Hvernig getum við stuðlað að því að fleiri íslenskir námsmenn setjist að á landinu að loknu námi? Ein leið væri að leyfa námsmönnum að flytja með sér ónýttan persónuafslátt milli ára með svipuðum hætti og fyrirtæki geta fært tap milli ára til skattalækkunar. Námsmenn sem vinna einungis á sumrin ná almennt ekki að fullnýta persónuafslátt sinn, sem svo tapast ef þeir vinna ekki með námi.Smámunir miðað við tapaðar tekjur Sá sem stundar fimm ára framhaldsnám erlendis sem dæmi, á rétt á u.þ.b. fimmtíu þúsund króna persónuafslætti á mánuði. Ef persónuafslátturinn myndi ekki fyrnast um hver áramót söfnuðust upp þrjár milljónir króna á fimm ára háskólanámi, sem námsmaðurinn fengi svo að nýta eftir heimkomu. Hafi viðkomandi 500.000 krónur í mánaðarlaun, gæti hann eða hún t.d. unnið skattlaust í u.þ.b. eitt og hálft ár sem myndi þá hjálpa þessum einstaklingi að koma undir sig fótunum. Þessar þrjár milljónir sem ekki færu í ríkissjóð eru smámunir miðað við þær tekjur sem ríkissjóður tapaði ef umræddur námsmaður settist að erlendis til frambúðar. Þetta þyrfti þó að útfæra með einhverjum takmörkunum, svo sem með hámarks árafjölda á uppsöfnun og fyrningartíma persónuafsláttar við námslok. Raunverulega má hugsa þetta eins og lán. Ríkið leggur út grunnkostnað, sem það fengi svo til baka með árunum í formi hærri skatttekna þar sem færri háskólamenntaðir flyttust á brott. Önnur leið að sama markmiði fælist í því að hafa afborganir af námslánum frádráttarbærar frá skatti. Eitt er þó víst, að ef námsmanni sem lýkur framhaldsnámi erlendis býðst að koma til Íslands að námi loknu og vinna skattfrjálst eða á lágum sköttum í einhvern tíma mun sá væntanlega hugsa sig tvisvar um áður en hann afþakkar það boð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Brottflutningur Íslendinga til útlanda hefur mikið verið til umræðu og þá sérstaklega í formi „spekileka“ – menntað fólk sem sér sér ekki fært að koma undir sig fótunum á Íslandi að loknu námi. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru ráðstöfunartekjur fólks með grunnmenntun 87,7% af ráðstöfunartekjum háskólamenntaðs fólks árið 2014 sem þýðir að menntun er lítið metin til launa á Íslandi. Námsmenn sem sækja háskólanám erlendis hafa því ekki ríka ástæðu til að flytja aftur til Íslands að námi loknu vegna lakra kjara og erfiðleika við að koma sér upp húsnæði. Sá sem lýkur námi hefur notið góðs af íslensku mennta- og velferðarkerfi frá barnæsku og það er töluvert tap fyrir þjóðfélagið af því að missa viðkomandi til annars lands þegar hann ætti loks að fara að skila einhverju aftur til samfélagsins. Hvernig getum við stuðlað að því að fleiri íslenskir námsmenn setjist að á landinu að loknu námi? Ein leið væri að leyfa námsmönnum að flytja með sér ónýttan persónuafslátt milli ára með svipuðum hætti og fyrirtæki geta fært tap milli ára til skattalækkunar. Námsmenn sem vinna einungis á sumrin ná almennt ekki að fullnýta persónuafslátt sinn, sem svo tapast ef þeir vinna ekki með námi.Smámunir miðað við tapaðar tekjur Sá sem stundar fimm ára framhaldsnám erlendis sem dæmi, á rétt á u.þ.b. fimmtíu þúsund króna persónuafslætti á mánuði. Ef persónuafslátturinn myndi ekki fyrnast um hver áramót söfnuðust upp þrjár milljónir króna á fimm ára háskólanámi, sem námsmaðurinn fengi svo að nýta eftir heimkomu. Hafi viðkomandi 500.000 krónur í mánaðarlaun, gæti hann eða hún t.d. unnið skattlaust í u.þ.b. eitt og hálft ár sem myndi þá hjálpa þessum einstaklingi að koma undir sig fótunum. Þessar þrjár milljónir sem ekki færu í ríkissjóð eru smámunir miðað við þær tekjur sem ríkissjóður tapaði ef umræddur námsmaður settist að erlendis til frambúðar. Þetta þyrfti þó að útfæra með einhverjum takmörkunum, svo sem með hámarks árafjölda á uppsöfnun og fyrningartíma persónuafsláttar við námslok. Raunverulega má hugsa þetta eins og lán. Ríkið leggur út grunnkostnað, sem það fengi svo til baka með árunum í formi hærri skatttekna þar sem færri háskólamenntaðir flyttust á brott. Önnur leið að sama markmiði fælist í því að hafa afborganir af námslánum frádráttarbærar frá skatti. Eitt er þó víst, að ef námsmanni sem lýkur framhaldsnámi erlendis býðst að koma til Íslands að námi loknu og vinna skattfrjálst eða á lágum sköttum í einhvern tíma mun sá væntanlega hugsa sig tvisvar um áður en hann afþakkar það boð.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun