Endurupptökunefnd – hvað er nú það? Ragnar Halldór Hall skrifar 10. mars 2016 07:00 Með lögum nr. 15/2013 var bætt inn í dómstólalög kafla um sérstaka nefnd sem taka skyldi ákvarðanir um hvort mál sem lokið hefur verið fyrir dómstólum skuli endurupptekin. Tilsvarandi ákvæðum var bætt inn í lög um meðferð einkamála og sakamálalög. Nefndin sem hér var sett á fót heitir endurupptökunefnd. Í lögunum segir að hún sé sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Þar segir enn fremur að fallist nefndin á að mál skuli endurupptekið sé viðkomandi dómur fallinn úr gildi og að nýr dómur skuli þá ganga í málinu, en hafni nefndin beiðni sé sú úrlausn endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Með dómi Hæstaréttar 25. febrúar 2016 voru lagareglur um endurupptökuefnd til skoðunar í máli þar sem nefndin hafði fallist á endurupptökubeiðni. Niðurstöður dómsins voru afdráttarlausar um eftirfarandi atriði: Ákvæðin um að endurupptökunefnd ákveði hvort mál skuli endurupptekin fara í bága við ákvæði 60. gr. stjórnarskrárinnar. Hvað sem liði niðurstöðu nefndarinnar um hvort skilyrði endurupptöku væru uppfyllt tæki dómurinn það sjálfstætt til skoðunar hvort lög hefðu „með réttu“ staðið til þeirrar niðurstöðu sem nefndin hafði komist að í málinu. Dómurinn taldi að svo hefði ekki verið, og er sú niðurstaða rökstudd í alllöngu máli í dóminum.Lagaákvæði sem kveða á um að nefnd sem heyrir undir framkvæmdarvald ríkisins geti fellt úr gildi úrlausnir dómstóla séu einnig andstæð meginreglu 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins og séu þess vegna ekki gild réttarheimild. Lagaákvæðum um endurupptökunefnd var á sínum tíma ætlað að taka þann kaleik frá dómstólum að þeir taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Sú viðleitni hefur farið út um þúfur og lagaákvæðin um nefndina eru því hreinn bastarður. Hér var því verr af stað farið en heima setið. Spurningunni í fyrirsögn hér að ofan hljóta menn að svara þannig að endurupptökunefnd sé eingöngu umsagnaraðili um hvort rétt sé að fallast á endurupptökubeiðni. Jafnframt sýnist ljóst af efnistökum Hæstaréttar að fallist nefndin ekki á slíka beiðni geti viðkomandi aðili látið reyna á synjunina í almennu dómsmáli með vísan til 60. gr. stjórnarskrárinnar.Samkvæmt þessu öllu er ljóst að tilraunabúskapurinn með endurupptökunefnd hefur algerlega farið út um þúfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason Skoðun Skoðun Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Með lögum nr. 15/2013 var bætt inn í dómstólalög kafla um sérstaka nefnd sem taka skyldi ákvarðanir um hvort mál sem lokið hefur verið fyrir dómstólum skuli endurupptekin. Tilsvarandi ákvæðum var bætt inn í lög um meðferð einkamála og sakamálalög. Nefndin sem hér var sett á fót heitir endurupptökunefnd. Í lögunum segir að hún sé sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Þar segir enn fremur að fallist nefndin á að mál skuli endurupptekið sé viðkomandi dómur fallinn úr gildi og að nýr dómur skuli þá ganga í málinu, en hafni nefndin beiðni sé sú úrlausn endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Með dómi Hæstaréttar 25. febrúar 2016 voru lagareglur um endurupptökuefnd til skoðunar í máli þar sem nefndin hafði fallist á endurupptökubeiðni. Niðurstöður dómsins voru afdráttarlausar um eftirfarandi atriði: Ákvæðin um að endurupptökunefnd ákveði hvort mál skuli endurupptekin fara í bága við ákvæði 60. gr. stjórnarskrárinnar. Hvað sem liði niðurstöðu nefndarinnar um hvort skilyrði endurupptöku væru uppfyllt tæki dómurinn það sjálfstætt til skoðunar hvort lög hefðu „með réttu“ staðið til þeirrar niðurstöðu sem nefndin hafði komist að í málinu. Dómurinn taldi að svo hefði ekki verið, og er sú niðurstaða rökstudd í alllöngu máli í dóminum.Lagaákvæði sem kveða á um að nefnd sem heyrir undir framkvæmdarvald ríkisins geti fellt úr gildi úrlausnir dómstóla séu einnig andstæð meginreglu 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins og séu þess vegna ekki gild réttarheimild. Lagaákvæðum um endurupptökunefnd var á sínum tíma ætlað að taka þann kaleik frá dómstólum að þeir taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Sú viðleitni hefur farið út um þúfur og lagaákvæðin um nefndina eru því hreinn bastarður. Hér var því verr af stað farið en heima setið. Spurningunni í fyrirsögn hér að ofan hljóta menn að svara þannig að endurupptökunefnd sé eingöngu umsagnaraðili um hvort rétt sé að fallast á endurupptökubeiðni. Jafnframt sýnist ljóst af efnistökum Hæstaréttar að fallist nefndin ekki á slíka beiðni geti viðkomandi aðili látið reyna á synjunina í almennu dómsmáli með vísan til 60. gr. stjórnarskrárinnar.Samkvæmt þessu öllu er ljóst að tilraunabúskapurinn með endurupptökunefnd hefur algerlega farið út um þúfur.
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar