Sameining sem sundrar er andhverfa sjálfrar sín Hjörleifur Stefánsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Nýlega skilaði vinnuhópur á vegum forsætisráðherra af sér tillögu til laga um sameiningu Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar Íslands. Við lestur athugasemda sem fylgja tillögunni virðist sem vinnuhópurinn hafi verið á einu máli um að sameining stofnananna sé æskileg en þó hefur komið í ljós að svo er alls ekki og víst er að meðal þeirra sem vinna að rannsóknum innan minjavörslunnar er mikil andstaða gegn þessum áformum. Fram undir lok 20. aldar fóru allar fornleifarannsóknir hér á landi fram á vegum Þjóðminjasafns Íslands og húsafriðunarmál heyrðu þá undir safnið. Fornleifafræði óx smám saman fiskur um hrygg og þegar einstaklingar og einkafyrirtæki voru orðin fær um að annast fornleifarannsóknir utan vébanda safnsins var þörf á breytingum. Nauðsynlegt varð þá að koma á fót stofnun til að annast leyfisveitingar til rannsókna og hafa með höndum eftirlit með þeim. Það þótti ekki samræmast góðum stjórnsýsluháttum að stofnun sem sjálf stundaði rannsóknir annaðist líka leyfisveitingar og eftirlit. Þannig varð til Fornleifavernd ríkisins, sem síðar var sameinuð Húsafriðunarnefnd og til varð Minjastofnun Íslands.Sameining óviturleg Sameining Þjóðminjasafns og Minjastofnunar er óviturleg og til þess liggja nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi ber að nefna að sameinuð stofnun sem á að bera heitið Þjóðminjastofnun Íslands og hafa Þjóðminjasafnið innanborðs verður stjórnsýslustofnun og þar með breytist eðli safnsins. Það fullnægir ekki lengur því grundvallarskilyrði að stunda rannsóknir til þess að geta kallast höfuðsafn. Í öðru lagi er óeining um sameininguna. Fornleifafræðingar sem vinna á vegum Minjastofnunar og einnig þeir sem eru utan hennar eru upp til hópa andvígir breytingunni vegna þess að los kemst á málaflokkinn sem langan tíma tekur að koma aftur í viðunandi skorður. Það umrót sem stafað hefur af endurteknum lagabreytingum um minjavörsluna hefur ítrekað kallað á vinnu við stefnumörkun sem tekið hefur drjúgan toll af starfsgetu stofnunarinnar og bitnað á þeim viðfangsefnum hennar. Hugmyndin um að flytja málefni húsafriðunar til forsætisráðuneytisins er líka varhugaverð. Innan Minjastofnunar hefur á undanförnum árum safnast fyrir reynsla og formfesta í umfjöllun um friðuð hús sem mikilvægt er að hlúa að og efla. Langan tíma mun taka að byggja upp sambærilega reynslu innan ráðuneytisins. Við þetta má bæta að nútímaviðhorf í varðveislumálum fornleifa og húsa leiða til þess að sjónum er í vaxandi mæli beint að víðara samhengi minja. Æskilegt er að sögulegt umhverfi sé metið frá ýmsum sjónarhornum; byggingarlistar, menningarsögu og fornleifafræði. Nýleg dæmi úr minjarannsóknum í miðbæ Reykjavíkur staðfesta þetta. Hætt er við að sameining af því tagi sem lagafrumvarpið boðar muni hafa sundrungu í för með sér og þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum. Vilji ráðuneytisins til þess að efla minjavörsluna er auðvitað af hinu góða og vafalítið getur ráðuneytið lagt henni margt til í því efni.Mikilvægt að stórefla samvinnu Mikilvægt er samt sem áður að stórefla samvinnu milli stofnananna. Þær gætu stutt hvor við aðra og eflst báðar af því. Sem dæmi má nefna að umsjón og rekstur húsasafns Þjóðminjasafnsins gæti auðveldlega flust til Minjastofnunar og ýmislegt bendir til þess að málaflokkurinn myndi eflast við að þeir fáu sérfræðingar sem við eigum á þessu sviði ynnu allir á sömu stofnun og hefðu faglegan styrk hver af öðrum. Engar lagalegar hindranir eru á því að það verði gert. Ástæða þess að samvinnan er jafn lítil milli Þjóðminjasafns og Minjastofnunar og raun ber vitni liggur ekki í gallaðri löggjöf heldur mannlegum breyskleika sem hamlar minjavörslunni að blómstra í þeim mæli sem efni standa annars til. Forsætisráðuneytið gerði vel í því að greiða götu samvinnu stofnananna án þess að reyna að sameina þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega skilaði vinnuhópur á vegum forsætisráðherra af sér tillögu til laga um sameiningu Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar Íslands. Við lestur athugasemda sem fylgja tillögunni virðist sem vinnuhópurinn hafi verið á einu máli um að sameining stofnananna sé æskileg en þó hefur komið í ljós að svo er alls ekki og víst er að meðal þeirra sem vinna að rannsóknum innan minjavörslunnar er mikil andstaða gegn þessum áformum. Fram undir lok 20. aldar fóru allar fornleifarannsóknir hér á landi fram á vegum Þjóðminjasafns Íslands og húsafriðunarmál heyrðu þá undir safnið. Fornleifafræði óx smám saman fiskur um hrygg og þegar einstaklingar og einkafyrirtæki voru orðin fær um að annast fornleifarannsóknir utan vébanda safnsins var þörf á breytingum. Nauðsynlegt varð þá að koma á fót stofnun til að annast leyfisveitingar til rannsókna og hafa með höndum eftirlit með þeim. Það þótti ekki samræmast góðum stjórnsýsluháttum að stofnun sem sjálf stundaði rannsóknir annaðist líka leyfisveitingar og eftirlit. Þannig varð til Fornleifavernd ríkisins, sem síðar var sameinuð Húsafriðunarnefnd og til varð Minjastofnun Íslands.Sameining óviturleg Sameining Þjóðminjasafns og Minjastofnunar er óviturleg og til þess liggja nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi ber að nefna að sameinuð stofnun sem á að bera heitið Þjóðminjastofnun Íslands og hafa Þjóðminjasafnið innanborðs verður stjórnsýslustofnun og þar með breytist eðli safnsins. Það fullnægir ekki lengur því grundvallarskilyrði að stunda rannsóknir til þess að geta kallast höfuðsafn. Í öðru lagi er óeining um sameininguna. Fornleifafræðingar sem vinna á vegum Minjastofnunar og einnig þeir sem eru utan hennar eru upp til hópa andvígir breytingunni vegna þess að los kemst á málaflokkinn sem langan tíma tekur að koma aftur í viðunandi skorður. Það umrót sem stafað hefur af endurteknum lagabreytingum um minjavörsluna hefur ítrekað kallað á vinnu við stefnumörkun sem tekið hefur drjúgan toll af starfsgetu stofnunarinnar og bitnað á þeim viðfangsefnum hennar. Hugmyndin um að flytja málefni húsafriðunar til forsætisráðuneytisins er líka varhugaverð. Innan Minjastofnunar hefur á undanförnum árum safnast fyrir reynsla og formfesta í umfjöllun um friðuð hús sem mikilvægt er að hlúa að og efla. Langan tíma mun taka að byggja upp sambærilega reynslu innan ráðuneytisins. Við þetta má bæta að nútímaviðhorf í varðveislumálum fornleifa og húsa leiða til þess að sjónum er í vaxandi mæli beint að víðara samhengi minja. Æskilegt er að sögulegt umhverfi sé metið frá ýmsum sjónarhornum; byggingarlistar, menningarsögu og fornleifafræði. Nýleg dæmi úr minjarannsóknum í miðbæ Reykjavíkur staðfesta þetta. Hætt er við að sameining af því tagi sem lagafrumvarpið boðar muni hafa sundrungu í för með sér og þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum. Vilji ráðuneytisins til þess að efla minjavörsluna er auðvitað af hinu góða og vafalítið getur ráðuneytið lagt henni margt til í því efni.Mikilvægt að stórefla samvinnu Mikilvægt er samt sem áður að stórefla samvinnu milli stofnananna. Þær gætu stutt hvor við aðra og eflst báðar af því. Sem dæmi má nefna að umsjón og rekstur húsasafns Þjóðminjasafnsins gæti auðveldlega flust til Minjastofnunar og ýmislegt bendir til þess að málaflokkurinn myndi eflast við að þeir fáu sérfræðingar sem við eigum á þessu sviði ynnu allir á sömu stofnun og hefðu faglegan styrk hver af öðrum. Engar lagalegar hindranir eru á því að það verði gert. Ástæða þess að samvinnan er jafn lítil milli Þjóðminjasafns og Minjastofnunar og raun ber vitni liggur ekki í gallaðri löggjöf heldur mannlegum breyskleika sem hamlar minjavörslunni að blómstra í þeim mæli sem efni standa annars til. Forsætisráðuneytið gerði vel í því að greiða götu samvinnu stofnananna án þess að reyna að sameina þær.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun