Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 29. mars 2016 06:00 Uppbyggingu við Húsavík fylgir aukið eftirlit verkalýðsfélagsins Framsýnar. Mynd/Framsýn „Hér kemst enginn upp með svona lagað,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar sem hefur staðið í ströngu eftir að framkvæmdir við Húsavík hófust, um brot á kjörum verkafólks. Kjör á fimmta tug starfsmanna undirverktaka LNS Saga voru leiðrétt með aðkomu verkalýðsfélagsins á síðasta ári. Aðalsteinn segir þörf á miklu eftirliti því tugir fyrirtækja vinni að uppbyggingu við Húsavík. Stærstu verkkauparnir sem koma að uppbyggingu eru Landsvirkjun, Vegagerðin og Landsnet. „LNS Saga er stóri verktakinn á svæðinu. Svo eru aðrir smærri verktakar á öllu svæðinu sem heyra ýmist undir verkkaupana á svæðinu sem eru með vélar og tæki á svæðinu,“ segir Aðalsteinn. LNS Saga samdi við pólskt fyrirtæki um að reisa stöðvarhúsið á Þeistareykjum. „Það fyrirtæki kom með fimmtíu verkamenn til landsins sem var brotið á. Þessi stóri pólski verktaki fór ekki eftir reglum um lágmarkskjör. Við unnum það mál með Vinnumálastofnun og tókum þetta föstum tökum. Við gengum frá samningi við þetta fólk hjá fyrirtækinu að um að virða íslensk lög og reglur.“ Aðalsteinn segir stóran hóp starfsmanna pólska fyrirtækisins hafa verið fyrir neðan lágmarkskjör. „Þeir voru með á milli 1200 og 1300 krónur á tímann. Við gátum ekki ráðið af ráðningarsamningum að það væri verið að greiða yfirvinnu. Þeir unnu sextíu og átta tíma á viku.“ Ætla ekki að missa tökin 800 starfsmenn verða á svæðinu í vinnu þegar mest verður og Framsýn hefur bætt við manni í eftirlit. Aðalsteinn segir að auk undirverktaka á vegum stóru fyrirtækjanna séu mikill fjöldi verktaka og starfsmanna við vinnu frá höfuðborgarsvæðinu, Eyjafjarðarsvæðinu og víða um land. „Þetta kemur með tvöföldum þunga á okkur við erum að fá aukningu í ferðaþjónustunni sem var mikil fyrir og framkvæmdirnar kalla á átta hundrað starfsmenn sem verða á svæðinu við hafnargerð, gangnagerð, vegagerð, byggingu á vinnuhúsum úti á Bakka, sem eru 12-14 byggingar. Síðan er byggð öryggisgirðing í kringum svæðið. Þá eru framkvæmdir tengdar rafmagnslögn, háspennulínu frá Húsavík upp á Kröflu og Þeistareykjum, svo er bygging á stöðvarhúsi uppi í Þeistareykjum og lögnum frá borholum að stöðvarhúsinu. Þess má geta að það stendur til að bora nokkrar stórar holur í viðbót á næstu tveimur árum. Við reynum að fylgjast með þessu öllu og höfum lært af framkvæmd á borð við Kárahnjúka. Horfandi á ósköpin þar. Þetta er að takast hjá okkur og við ætlum ekki að missa tökin.“Ábyrgð stórfyrirtækja mikil Aðalsteinn segir ábyrgð stærstu verkkaupanna og verktakanna mikla. „Ábyrgð þeirra er mikil að tryggja það að allir undirverktakar fari að lögum og reglum. Og svo verktakar undirverktakanna. Ábyrgðin er víða.“Hafa fyrirtækin staðið undir ábyrgð? „Ég vil orða það þannig að við höfum átt gott samstarf um að hafa hlutina í lagi. En auðvitað greinir okkur á, við tökumst á og það hefur verið barið í borðið. Okkur hefur samt tekist að vinna saman. Mál sem hafa komið upp hafa verið leyst farsællega.“ Aðalsteinn bendir á að samfara þeirri vertíð sem nú er hafin við Húsavík sé full þörf á því að efla innviði samfélagsins, svo sem lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið skorið mikið niður til lögreglu síðustu ár, nú þarf að efla lögreglu og alla innviði samfélagsins. Framkvæmdir og aukinn ferðamannafjöldi krefst þess.“ Þá þurfi að gæta að því að fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér svigrúm í íslenskum lögum til þess að greiða ekki skatta. „Það er eitthvað um það að fyrirtæki greiði hér enga skatta með því að starfa í styttra tímabil en 183 daga. Það þarf að koma í veg fyrir þetta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Hér kemst enginn upp með svona lagað,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar sem hefur staðið í ströngu eftir að framkvæmdir við Húsavík hófust, um brot á kjörum verkafólks. Kjör á fimmta tug starfsmanna undirverktaka LNS Saga voru leiðrétt með aðkomu verkalýðsfélagsins á síðasta ári. Aðalsteinn segir þörf á miklu eftirliti því tugir fyrirtækja vinni að uppbyggingu við Húsavík. Stærstu verkkauparnir sem koma að uppbyggingu eru Landsvirkjun, Vegagerðin og Landsnet. „LNS Saga er stóri verktakinn á svæðinu. Svo eru aðrir smærri verktakar á öllu svæðinu sem heyra ýmist undir verkkaupana á svæðinu sem eru með vélar og tæki á svæðinu,“ segir Aðalsteinn. LNS Saga samdi við pólskt fyrirtæki um að reisa stöðvarhúsið á Þeistareykjum. „Það fyrirtæki kom með fimmtíu verkamenn til landsins sem var brotið á. Þessi stóri pólski verktaki fór ekki eftir reglum um lágmarkskjör. Við unnum það mál með Vinnumálastofnun og tókum þetta föstum tökum. Við gengum frá samningi við þetta fólk hjá fyrirtækinu að um að virða íslensk lög og reglur.“ Aðalsteinn segir stóran hóp starfsmanna pólska fyrirtækisins hafa verið fyrir neðan lágmarkskjör. „Þeir voru með á milli 1200 og 1300 krónur á tímann. Við gátum ekki ráðið af ráðningarsamningum að það væri verið að greiða yfirvinnu. Þeir unnu sextíu og átta tíma á viku.“ Ætla ekki að missa tökin 800 starfsmenn verða á svæðinu í vinnu þegar mest verður og Framsýn hefur bætt við manni í eftirlit. Aðalsteinn segir að auk undirverktaka á vegum stóru fyrirtækjanna séu mikill fjöldi verktaka og starfsmanna við vinnu frá höfuðborgarsvæðinu, Eyjafjarðarsvæðinu og víða um land. „Þetta kemur með tvöföldum þunga á okkur við erum að fá aukningu í ferðaþjónustunni sem var mikil fyrir og framkvæmdirnar kalla á átta hundrað starfsmenn sem verða á svæðinu við hafnargerð, gangnagerð, vegagerð, byggingu á vinnuhúsum úti á Bakka, sem eru 12-14 byggingar. Síðan er byggð öryggisgirðing í kringum svæðið. Þá eru framkvæmdir tengdar rafmagnslögn, háspennulínu frá Húsavík upp á Kröflu og Þeistareykjum, svo er bygging á stöðvarhúsi uppi í Þeistareykjum og lögnum frá borholum að stöðvarhúsinu. Þess má geta að það stendur til að bora nokkrar stórar holur í viðbót á næstu tveimur árum. Við reynum að fylgjast með þessu öllu og höfum lært af framkvæmd á borð við Kárahnjúka. Horfandi á ósköpin þar. Þetta er að takast hjá okkur og við ætlum ekki að missa tökin.“Ábyrgð stórfyrirtækja mikil Aðalsteinn segir ábyrgð stærstu verkkaupanna og verktakanna mikla. „Ábyrgð þeirra er mikil að tryggja það að allir undirverktakar fari að lögum og reglum. Og svo verktakar undirverktakanna. Ábyrgðin er víða.“Hafa fyrirtækin staðið undir ábyrgð? „Ég vil orða það þannig að við höfum átt gott samstarf um að hafa hlutina í lagi. En auðvitað greinir okkur á, við tökumst á og það hefur verið barið í borðið. Okkur hefur samt tekist að vinna saman. Mál sem hafa komið upp hafa verið leyst farsællega.“ Aðalsteinn bendir á að samfara þeirri vertíð sem nú er hafin við Húsavík sé full þörf á því að efla innviði samfélagsins, svo sem lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið skorið mikið niður til lögreglu síðustu ár, nú þarf að efla lögreglu og alla innviði samfélagsins. Framkvæmdir og aukinn ferðamannafjöldi krefst þess.“ Þá þurfi að gæta að því að fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér svigrúm í íslenskum lögum til þess að greiða ekki skatta. „Það er eitthvað um það að fyrirtæki greiði hér enga skatta með því að starfa í styttra tímabil en 183 daga. Það þarf að koma í veg fyrir þetta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira