Vranjes svarar Guðmundi fullum hálsi: „Snýst ekki bara um að taka heldur líka að gefa“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 10:00 Lítil ást ríkir á milli danska handknattleikssambandsins og þýska stórliðsins Flensburg eftir að síðarnefnda liðið neitaði að sleppa frá sér fimm dönskum leikmönnum í landsliðsverkefni á þeim degi sem Guðmundur Guðmundsson vildi fá þá. Danir eru að undirbúa sig fyrir forkeppni Ólympíuleikana þar sem þeir eru í riðli með Króatíu, Noregi og Bareil en riðillinn verður leikinn í Herning í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó. Formleg landsleikjavikja hefst 4. apríl en Guðmundur ætlaði að ná tveimur óopinberum æfingaleikjum áður en liðið mætir Þýskalandi á föstudaginn. Hann vildi fá allan hópinn saman 29. mars en í staðinn þurfti hann að aflýsa tveimur æfingaleikjum. Fimm leikmenn í danska landsliðshópnum leika með Flensburg sem neitar að sleppa þeim lausum fyrir 31. mars. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Anders Eggert, Henrik Toft Hansen, Kevin Möller, Rasmus Lauge Schmidt og Lasse Svan Hansen. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 um málið. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag [Skírdag]. Mér finnst þetta mjög undarlegt.“Kevin Möller, Rasmus Lauge, Anders Eggert, Henrik Toft Hansen og Lasse Svan Hansen.vísir/gettyLjubomir Vranjes, þjálfari Flensburg, gefur lítið fyrir ásakanir danska liðsins en Guðmundur gekk svo langt með að segja: „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“Sjá einnig:Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Vranjes viðurkennir fúslega að Flensburg hafi fengið dagskrána frá danska landsliðinu í júlí á síðasta ári en segir að á þeim tíma hafi hann ekkert vitað hvernig dagskrá síns eigins liðs væri. „Ég vil bara það besta fyrir danska landsliðið en það verður að upplýsa okkur betur. Ég er þjálfari Flensburg og hugsa bara um það sem er best fyrir mitt lið. Þess vegna vil ég núna að mínir menn fái frí. Danirnir eiga að fagna því þannig leikmennirnir verði í betra formi. Ég er ekki á móti þessari aukaæfingu danska liðsins. Ég skil hana mjög vel en þetta snýst ekki bara um að taka heldur líka að gefa,“ segir Ljubomir Vranjes í viðtali við þýska miðla. „Þessi vika sem um ræðir er ekki Alþjóðleg landsliðsvika. Hún hefst ekki fyrr en fjórða apríl en Danir vildu fá leikmennina 29. mars. Landsliðin hafa leyfi til að fá leikmennina í 60 daga á ári. Með öllum stórmótunum er dagskráin alveg nógu erfið þannig ég er bara að passa að mínir menn lendi ekki í meiðslum. Ég reyndi að finna lausn með danska sambandinu en það tók ekki vel í mínar hugmyndir. Samskiptin hafa ekki verið nógu góð,“ segir Ljubomir Vranjes. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur aflýsir tveimur æfingum | Flensburg með vesen Flensburg hefur sett stórt strik í undirbúning danska handboltalandsliðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana. 26. mars 2016 15:42 Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Guðmundur Guðmundsson þarf að aflýsa tveimur æfingum vegna þess að Flensburg neitar að sleppa fimm dönskum landsliðsmönnum. 27. mars 2016 15:15 Mest lesið Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Lítil ást ríkir á milli danska handknattleikssambandsins og þýska stórliðsins Flensburg eftir að síðarnefnda liðið neitaði að sleppa frá sér fimm dönskum leikmönnum í landsliðsverkefni á þeim degi sem Guðmundur Guðmundsson vildi fá þá. Danir eru að undirbúa sig fyrir forkeppni Ólympíuleikana þar sem þeir eru í riðli með Króatíu, Noregi og Bareil en riðillinn verður leikinn í Herning í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó. Formleg landsleikjavikja hefst 4. apríl en Guðmundur ætlaði að ná tveimur óopinberum æfingaleikjum áður en liðið mætir Þýskalandi á föstudaginn. Hann vildi fá allan hópinn saman 29. mars en í staðinn þurfti hann að aflýsa tveimur æfingaleikjum. Fimm leikmenn í danska landsliðshópnum leika með Flensburg sem neitar að sleppa þeim lausum fyrir 31. mars. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Anders Eggert, Henrik Toft Hansen, Kevin Möller, Rasmus Lauge Schmidt og Lasse Svan Hansen. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 um málið. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag [Skírdag]. Mér finnst þetta mjög undarlegt.“Kevin Möller, Rasmus Lauge, Anders Eggert, Henrik Toft Hansen og Lasse Svan Hansen.vísir/gettyLjubomir Vranjes, þjálfari Flensburg, gefur lítið fyrir ásakanir danska liðsins en Guðmundur gekk svo langt með að segja: „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“Sjá einnig:Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Vranjes viðurkennir fúslega að Flensburg hafi fengið dagskrána frá danska landsliðinu í júlí á síðasta ári en segir að á þeim tíma hafi hann ekkert vitað hvernig dagskrá síns eigins liðs væri. „Ég vil bara það besta fyrir danska landsliðið en það verður að upplýsa okkur betur. Ég er þjálfari Flensburg og hugsa bara um það sem er best fyrir mitt lið. Þess vegna vil ég núna að mínir menn fái frí. Danirnir eiga að fagna því þannig leikmennirnir verði í betra formi. Ég er ekki á móti þessari aukaæfingu danska liðsins. Ég skil hana mjög vel en þetta snýst ekki bara um að taka heldur líka að gefa,“ segir Ljubomir Vranjes í viðtali við þýska miðla. „Þessi vika sem um ræðir er ekki Alþjóðleg landsliðsvika. Hún hefst ekki fyrr en fjórða apríl en Danir vildu fá leikmennina 29. mars. Landsliðin hafa leyfi til að fá leikmennina í 60 daga á ári. Með öllum stórmótunum er dagskráin alveg nógu erfið þannig ég er bara að passa að mínir menn lendi ekki í meiðslum. Ég reyndi að finna lausn með danska sambandinu en það tók ekki vel í mínar hugmyndir. Samskiptin hafa ekki verið nógu góð,“ segir Ljubomir Vranjes.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur aflýsir tveimur æfingum | Flensburg með vesen Flensburg hefur sett stórt strik í undirbúning danska handboltalandsliðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana. 26. mars 2016 15:42 Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Guðmundur Guðmundsson þarf að aflýsa tveimur æfingum vegna þess að Flensburg neitar að sleppa fimm dönskum landsliðsmönnum. 27. mars 2016 15:15 Mest lesið Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Guðmundur aflýsir tveimur æfingum | Flensburg með vesen Flensburg hefur sett stórt strik í undirbúning danska handboltalandsliðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana. 26. mars 2016 15:42
Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Guðmundur Guðmundsson þarf að aflýsa tveimur æfingum vegna þess að Flensburg neitar að sleppa fimm dönskum landsliðsmönnum. 27. mars 2016 15:15