Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2016 16:11 Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan forsætisráðherrann bað hann um að skrifa undir þingrofstillögu sína. Vísir/Anton Brink/Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra hefði þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óska eftir áritun forseta á hana til að hún teljist formleg. Þetta segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Ragnhildur Arnljótsdóttir, í svari við fyrirspurn Vísis um fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum á þriðjudag.Sjá einnig: Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetansSigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/AntonSagði Sigmund hafa óskað eftir undirskrift Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundi eftir fund hans með Sigmundi Davíð að sá síðarnefndi hefði komið á Bessastaði í þeirri von um að forsetinn myndi veita honum undirskrift á þingrofstillöguna. Ólafur Ragnar neitaði að verða við því og sagði Sigmund Davíð þá hafa óskað eftir loforði frá Ólafi Ragnari ef hann myndi bera þessa tillögu upp síðar. Ólafur Ragnar hafnaði því einnig og sagði það ekki við hæfi að veita Sigmundi Davíð undirskrift á þingrofstillögu sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í viðræðum um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.Neituðu að formleg tillaga hefði verið borin upp Síðar sama dag sendi forsætisráðuneytið tilkynningu á fjölmiðla þar sem fram kom að formleg tillaga hefði ekki verið borin upp á fundinum né kynnt forseta Íslands eins og skilja mátti af orðum hans á fundi með blaðamönnum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kom fram að Sigmundur Davíð hefði tjáð forsetanum að hann hygðist bera þingrofstillöguna formlega upp við forseta ef í ljós kæmi að að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundinum að hann teldi ekki rétt að skrifa upp á þingrofstillögu eða gefa loforð um að gera það síðar án þess að hafa rætt við formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði Ólafur eftir fundinn með Bjarna Benediktssyni að sú ályktun hans hefði styrkst að nota átti þingrofstillöguna sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og taldi hann ekki rétt að forseta embættið væri notað í þeim tilgangi.Sagði embættismenn og ríkisráðstöskuna sanna mál sitt Hann sagði jafnframt að allt sem hann sagði um fund sinn með Sigmundi Davíð hefði reynst rétt. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag nefndi hann því til sönnunar að ritari ríkisráðs, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins hefðu beðið með ríkisráðstöskuna, sem er notuð til að bera skjöl til undirritunar forseta, á meðan hann og Sigmundur Davíð funduðu.„Það að þessir embættismenn biður hér frammi í eldhúsi með skjalatösku ríkisráðsins er einfaldlega sönnun þess að ég fer með rétt mál í þessum efnum,“ sagði Ólafur Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.VísirSegir viðveru embættismanna og töskunnar veita enga sönnun Ragnhildur Arnljótsdóttir segir í svari við fyrirspurn Vísis að sú staðreynd að embættismenn forsætisráðuneytisins voru staddir á Bessastöðum, á sama tíma og forsetinn og þáverandi forsætisráðherra funduðu, veiti enga sönnun um það sem fram fór á þeim fundi eða að það hafi formlegt gildi. „Enda voru embættismennirnir ekki á umræddum fundi,“ segir Ragnhildur. Embættismennirnir biðu í eldhúsi Bessastaða á meðan Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð funduðu. Ragnhildur segir þá staðreynd að embættismennirnir hafi haft meðferðis skjalatösku veita heldur enga sönnun í þeim efnum. „Hlutaðeigandi embættismenn geta hins vegar staðfest að formleg tillaga um þingrof var ekki borin upp við forseta á fundinum en ef það hefði verið gert hefði forsætisráðherra þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óskað eftir áritun forseta á hana,“ segir Ragnhildur. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Nokkuð vel lá á fráfarandi forsætisráðherra þegar hann mætti á Bessastaði nú rétt í þessu. 7. apríl 2016 14:16 Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Forsætisráðherra hefði þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óska eftir áritun forseta á hana til að hún teljist formleg. Þetta segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Ragnhildur Arnljótsdóttir, í svari við fyrirspurn Vísis um fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum á þriðjudag.Sjá einnig: Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetansSigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/AntonSagði Sigmund hafa óskað eftir undirskrift Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundi eftir fund hans með Sigmundi Davíð að sá síðarnefndi hefði komið á Bessastaði í þeirri von um að forsetinn myndi veita honum undirskrift á þingrofstillöguna. Ólafur Ragnar neitaði að verða við því og sagði Sigmund Davíð þá hafa óskað eftir loforði frá Ólafi Ragnari ef hann myndi bera þessa tillögu upp síðar. Ólafur Ragnar hafnaði því einnig og sagði það ekki við hæfi að veita Sigmundi Davíð undirskrift á þingrofstillögu sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í viðræðum um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.Neituðu að formleg tillaga hefði verið borin upp Síðar sama dag sendi forsætisráðuneytið tilkynningu á fjölmiðla þar sem fram kom að formleg tillaga hefði ekki verið borin upp á fundinum né kynnt forseta Íslands eins og skilja mátti af orðum hans á fundi með blaðamönnum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kom fram að Sigmundur Davíð hefði tjáð forsetanum að hann hygðist bera þingrofstillöguna formlega upp við forseta ef í ljós kæmi að að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundinum að hann teldi ekki rétt að skrifa upp á þingrofstillögu eða gefa loforð um að gera það síðar án þess að hafa rætt við formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði Ólafur eftir fundinn með Bjarna Benediktssyni að sú ályktun hans hefði styrkst að nota átti þingrofstillöguna sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og taldi hann ekki rétt að forseta embættið væri notað í þeim tilgangi.Sagði embættismenn og ríkisráðstöskuna sanna mál sitt Hann sagði jafnframt að allt sem hann sagði um fund sinn með Sigmundi Davíð hefði reynst rétt. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag nefndi hann því til sönnunar að ritari ríkisráðs, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins hefðu beðið með ríkisráðstöskuna, sem er notuð til að bera skjöl til undirritunar forseta, á meðan hann og Sigmundur Davíð funduðu.„Það að þessir embættismenn biður hér frammi í eldhúsi með skjalatösku ríkisráðsins er einfaldlega sönnun þess að ég fer með rétt mál í þessum efnum,“ sagði Ólafur Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.VísirSegir viðveru embættismanna og töskunnar veita enga sönnun Ragnhildur Arnljótsdóttir segir í svari við fyrirspurn Vísis að sú staðreynd að embættismenn forsætisráðuneytisins voru staddir á Bessastöðum, á sama tíma og forsetinn og þáverandi forsætisráðherra funduðu, veiti enga sönnun um það sem fram fór á þeim fundi eða að það hafi formlegt gildi. „Enda voru embættismennirnir ekki á umræddum fundi,“ segir Ragnhildur. Embættismennirnir biðu í eldhúsi Bessastaða á meðan Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð funduðu. Ragnhildur segir þá staðreynd að embættismennirnir hafi haft meðferðis skjalatösku veita heldur enga sönnun í þeim efnum. „Hlutaðeigandi embættismenn geta hins vegar staðfest að formleg tillaga um þingrof var ekki borin upp við forseta á fundinum en ef það hefði verið gert hefði forsætisráðherra þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óskað eftir áritun forseta á hana,“ segir Ragnhildur.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Nokkuð vel lá á fráfarandi forsætisráðherra þegar hann mætti á Bessastaði nú rétt í þessu. 7. apríl 2016 14:16 Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Nokkuð vel lá á fráfarandi forsætisráðherra þegar hann mætti á Bessastaði nú rétt í þessu. 7. apríl 2016 14:16
Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent