Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2016 16:11 Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan forsætisráðherrann bað hann um að skrifa undir þingrofstillögu sína. Vísir/Anton Brink/Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra hefði þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óska eftir áritun forseta á hana til að hún teljist formleg. Þetta segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Ragnhildur Arnljótsdóttir, í svari við fyrirspurn Vísis um fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum á þriðjudag.Sjá einnig: Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetansSigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/AntonSagði Sigmund hafa óskað eftir undirskrift Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundi eftir fund hans með Sigmundi Davíð að sá síðarnefndi hefði komið á Bessastaði í þeirri von um að forsetinn myndi veita honum undirskrift á þingrofstillöguna. Ólafur Ragnar neitaði að verða við því og sagði Sigmund Davíð þá hafa óskað eftir loforði frá Ólafi Ragnari ef hann myndi bera þessa tillögu upp síðar. Ólafur Ragnar hafnaði því einnig og sagði það ekki við hæfi að veita Sigmundi Davíð undirskrift á þingrofstillögu sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í viðræðum um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.Neituðu að formleg tillaga hefði verið borin upp Síðar sama dag sendi forsætisráðuneytið tilkynningu á fjölmiðla þar sem fram kom að formleg tillaga hefði ekki verið borin upp á fundinum né kynnt forseta Íslands eins og skilja mátti af orðum hans á fundi með blaðamönnum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kom fram að Sigmundur Davíð hefði tjáð forsetanum að hann hygðist bera þingrofstillöguna formlega upp við forseta ef í ljós kæmi að að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundinum að hann teldi ekki rétt að skrifa upp á þingrofstillögu eða gefa loforð um að gera það síðar án þess að hafa rætt við formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði Ólafur eftir fundinn með Bjarna Benediktssyni að sú ályktun hans hefði styrkst að nota átti þingrofstillöguna sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og taldi hann ekki rétt að forseta embættið væri notað í þeim tilgangi.Sagði embættismenn og ríkisráðstöskuna sanna mál sitt Hann sagði jafnframt að allt sem hann sagði um fund sinn með Sigmundi Davíð hefði reynst rétt. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag nefndi hann því til sönnunar að ritari ríkisráðs, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins hefðu beðið með ríkisráðstöskuna, sem er notuð til að bera skjöl til undirritunar forseta, á meðan hann og Sigmundur Davíð funduðu.„Það að þessir embættismenn biður hér frammi í eldhúsi með skjalatösku ríkisráðsins er einfaldlega sönnun þess að ég fer með rétt mál í þessum efnum,“ sagði Ólafur Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.VísirSegir viðveru embættismanna og töskunnar veita enga sönnun Ragnhildur Arnljótsdóttir segir í svari við fyrirspurn Vísis að sú staðreynd að embættismenn forsætisráðuneytisins voru staddir á Bessastöðum, á sama tíma og forsetinn og þáverandi forsætisráðherra funduðu, veiti enga sönnun um það sem fram fór á þeim fundi eða að það hafi formlegt gildi. „Enda voru embættismennirnir ekki á umræddum fundi,“ segir Ragnhildur. Embættismennirnir biðu í eldhúsi Bessastaða á meðan Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð funduðu. Ragnhildur segir þá staðreynd að embættismennirnir hafi haft meðferðis skjalatösku veita heldur enga sönnun í þeim efnum. „Hlutaðeigandi embættismenn geta hins vegar staðfest að formleg tillaga um þingrof var ekki borin upp við forseta á fundinum en ef það hefði verið gert hefði forsætisráðherra þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óskað eftir áritun forseta á hana,“ segir Ragnhildur. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Nokkuð vel lá á fráfarandi forsætisráðherra þegar hann mætti á Bessastaði nú rétt í þessu. 7. apríl 2016 14:16 Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Forsætisráðherra hefði þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óska eftir áritun forseta á hana til að hún teljist formleg. Þetta segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Ragnhildur Arnljótsdóttir, í svari við fyrirspurn Vísis um fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum á þriðjudag.Sjá einnig: Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetansSigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/AntonSagði Sigmund hafa óskað eftir undirskrift Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundi eftir fund hans með Sigmundi Davíð að sá síðarnefndi hefði komið á Bessastaði í þeirri von um að forsetinn myndi veita honum undirskrift á þingrofstillöguna. Ólafur Ragnar neitaði að verða við því og sagði Sigmund Davíð þá hafa óskað eftir loforði frá Ólafi Ragnari ef hann myndi bera þessa tillögu upp síðar. Ólafur Ragnar hafnaði því einnig og sagði það ekki við hæfi að veita Sigmundi Davíð undirskrift á þingrofstillögu sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í viðræðum um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.Neituðu að formleg tillaga hefði verið borin upp Síðar sama dag sendi forsætisráðuneytið tilkynningu á fjölmiðla þar sem fram kom að formleg tillaga hefði ekki verið borin upp á fundinum né kynnt forseta Íslands eins og skilja mátti af orðum hans á fundi með blaðamönnum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kom fram að Sigmundur Davíð hefði tjáð forsetanum að hann hygðist bera þingrofstillöguna formlega upp við forseta ef í ljós kæmi að að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundinum að hann teldi ekki rétt að skrifa upp á þingrofstillögu eða gefa loforð um að gera það síðar án þess að hafa rætt við formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði Ólafur eftir fundinn með Bjarna Benediktssyni að sú ályktun hans hefði styrkst að nota átti þingrofstillöguna sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og taldi hann ekki rétt að forseta embættið væri notað í þeim tilgangi.Sagði embættismenn og ríkisráðstöskuna sanna mál sitt Hann sagði jafnframt að allt sem hann sagði um fund sinn með Sigmundi Davíð hefði reynst rétt. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag nefndi hann því til sönnunar að ritari ríkisráðs, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins hefðu beðið með ríkisráðstöskuna, sem er notuð til að bera skjöl til undirritunar forseta, á meðan hann og Sigmundur Davíð funduðu.„Það að þessir embættismenn biður hér frammi í eldhúsi með skjalatösku ríkisráðsins er einfaldlega sönnun þess að ég fer með rétt mál í þessum efnum,“ sagði Ólafur Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.VísirSegir viðveru embættismanna og töskunnar veita enga sönnun Ragnhildur Arnljótsdóttir segir í svari við fyrirspurn Vísis að sú staðreynd að embættismenn forsætisráðuneytisins voru staddir á Bessastöðum, á sama tíma og forsetinn og þáverandi forsætisráðherra funduðu, veiti enga sönnun um það sem fram fór á þeim fundi eða að það hafi formlegt gildi. „Enda voru embættismennirnir ekki á umræddum fundi,“ segir Ragnhildur. Embættismennirnir biðu í eldhúsi Bessastaða á meðan Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð funduðu. Ragnhildur segir þá staðreynd að embættismennirnir hafi haft meðferðis skjalatösku veita heldur enga sönnun í þeim efnum. „Hlutaðeigandi embættismenn geta hins vegar staðfest að formleg tillaga um þingrof var ekki borin upp við forseta á fundinum en ef það hefði verið gert hefði forsætisráðherra þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óskað eftir áritun forseta á hana,“ segir Ragnhildur.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Nokkuð vel lá á fráfarandi forsætisráðherra þegar hann mætti á Bessastaði nú rétt í þessu. 7. apríl 2016 14:16 Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Nokkuð vel lá á fráfarandi forsætisráðherra þegar hann mætti á Bessastaði nú rétt í þessu. 7. apríl 2016 14:16
Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27