Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók við rúmlega þrjátíu þúsund undirskriftum Íslendinga sem kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.
Forsvarsmenn söfnunarinnar komu á Bessastaði klukkan 13 og settust á fund með Ólafi Ragnari Grímssyni. Í kjölfar fundarins ávarpaði Ólafur Ragnar blaðamenn og sagðist hafa tekið vel í listann. Hann fagnaði undirskriftasöfnuninni og sagði hann merki um að lýðræðið virki vel hér á landi. Þá sagði hann ánægjulegt að sjá að ekki þyrfti sterka stofnun eða samtök til þess að safna svo mörgum undirskriftum. Með fjölda undirskrifta sé undirstrikaður sá vilji þjóðarinnar til þess að Sigmundur fari frá, sem hann mun formlega gera í dag.
Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. Því segir Gunnar Jóhann Karlsson, einn forsvarsmanna undirskriftarlistann afhendingu hans ekki aðeins táknræna.
Ríkisráðsfundur verður haldinn á Bessastöðum klukkan 14 í dag. Stöð 2 verður í beinni.
Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð

Tengdar fréttir

Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent
Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag.

Afhenda forseta yfir 30.000 undirskriftir gegn Sigmundi Davíð
Forsvarsmenn undirskriftasöfnunar sem blásið var til gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fráfarandi forsætisráðherra, munu afhenda Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, undirskriftalistann á Bessastöðum klukkan 13 í dag.