Fótbolti

Klopp: Betra að vera hér en í Norður-Kóreu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blaðamannafundur Klopp í gær var þaulsetinn.
Blaðamannafundur Klopp í gær var þaulsetinn. Vísir/Getty
Dortmund tekur á móti Jürgen Klopp og hans mönnum í Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildar í kvöld. Spennan er gríðarleg fyrir leikinn, ekki síst hjá stuðningsmönnum þýska liðsins.

Klopp var stjóri Dortmund í sjö ár og naut mikillar velgengni. Hann hætti síðastliðið sumar og tók svo við Liverpool í október.

Mikill fjöldi ljósmyndara tók á móti Klopp í gær en þá hélt hann blaðamannafund á heimavelli Dortmund auk þess sem að lið hans æfði á vellinum. En Klopp lét ekki plata sig út í neinar lofræður um hans gamla félagið fyrir leik liðanna.

„Ég velti mínum aðstæðum ekki fyrir mér í eina sekúndu. Ég undirbý lið mitt og þess vegna er hingað kominn, á þennan stað þar sem ég átti svo frábær ár.“

„Jú, það er líklega betra að vera hérna [á Signal Iduna Park] en í Norður-óreu eða eitthvað slíkt. Það er góð tilfinning,“ sagði hann.

Dortmund hefur enn ekki tapað leik á árinu og sló Tottenham úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar.

„Dortmund er á betri stað en við, þó svo að við höfum átt okkar augnablik. Ef við eigum góðan leik á morgun [í kvöld] þá verður þetta erfitt fyrir bæði lið [á Anfield] í næstu viku. Ef við verðum slakir í leiknum þá verður þetta auðveldara fyrir Dortmund í næstu viku.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×