ASÍ neitar tengslum við aflandsfélög og óskar upplýsinga úr Panama-skjölum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. apríl 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði verkalýðsfélög hafa tengsl við aflandsfélög í viðtali við sænska sjónvarpið sem sýnt var í Kastljósi á sunnudaginn. Mynd/RÚV „Við könnumst ekki við þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ um þá fullyrðingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtali við fréttamann sænska ríkissjónvarpsins að verkalýðsfélög hafi tengsl við aflandsfélög.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Fréttablaðið/VilhelmGylfi kveðst ekki hafa hugmynd um hvað forsætisráðherra hafi átt við með orðum sínum um verkalýðsfélögin sem birt voru í sérstökum Kastljósþætti um svokölluð Panama-skjöl sem stafa úr gagnaleka frá lögfræðifyrirtækinum Mossack Fonseca. „Reyndar hef ég óskað eftir því, ef það er tækifæri til þess að skoða þessi gögn, Panamaskjölin, hvort að slíkt sé. Það er mjög mikilvægt að fá það fram," segir Gylfi sem kveðst hafa sett þessa ósk fram við fyrirtækið Reykjavík Media sem hefur gögnin í sínum höndum og vann umfjöllunina sem flutt var í Kastljósi á sunnudag. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður hjá Reykjavik Media, segir fjölmargar beiðnir um upplýsingar úr Panama-skjölunum hafa borist til Reykjavik Media. "Við höfum fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnum hvort við getum flett upp hinu og þess en við bara getum ekki gert það, megum það ekki samkvæmt samkomulagi við ICIJ [Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna] sem er með forræði yfir gögnunum," útskýrir Aðalsteinn. Fréttablaðið óskaði í gær eftir því við aðstoðarmenn forsætisráðherra og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar að ráðherrann upplýsti um hvaða verkalýðsfélög hefðu tengsl við aflandsfélög og um hvaða verkalýðsfélög og aflandsfélög væri að ræða og hver tengslin séu. Svar barst ekki en af orðum Sigmundar í umræðum á Alþingi í gær mátti ráða að hann hafi í raun jafnvel átt við lífeyrissjóði þegar hann nefndi verkalýðsfélög.Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður.Gylfi vekur í þessu sambandi athygli á að þannig hátti til á Íslandi að stéttarfélög séu ekki skattlögð. „Hvaða erindi þau ættu með sína fjármuni í skjól hef ég ekki nægilega þróað hugmyndaflug til þess að láta mér detta í hug hvers vegna ætti að vera. Ég tel hins vegar mikilvægt að fá það fram ef það er,“ segir hann. Forseti ASÍ segist aðspurður ekki enn að minnsta kosti hafa rætt fyrrnefnda fullyrðingu forsætisráðherra við fulltrúa annarra verkalýðsfélaga og - samtaka. Hins vegar hafi hann rætt þetta við tvo aðra forseta ASÍ og þeir kannist ekki við þá mynd sem Sigmundur hafi dregið upp. „Forsætisráðherra sagði þetta. Hvað hann hefur fyrir sér í því veit ég ekki. Það sem mér dettur helst í hug er að ástæðan til að nefna þetta sé bara að sleppa héra," segir Gylfi og á þá við að forsætisráðherra hafi þá verið að afvegleiða umræðuna. „En gott og vel, hann verður að standa fyrir þessu.“ Aðalsteinn kveðst ekki geta svarað því hvort Reykjavik Media hafi rekist á einhver íslensk verkalýðsfélög í Panama-skjölunum. „Ég get ekki sagt það, því miður, að minnsta kosti ekki á þessum tímapunkti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
„Við könnumst ekki við þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ um þá fullyrðingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtali við fréttamann sænska ríkissjónvarpsins að verkalýðsfélög hafi tengsl við aflandsfélög.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Fréttablaðið/VilhelmGylfi kveðst ekki hafa hugmynd um hvað forsætisráðherra hafi átt við með orðum sínum um verkalýðsfélögin sem birt voru í sérstökum Kastljósþætti um svokölluð Panama-skjöl sem stafa úr gagnaleka frá lögfræðifyrirtækinum Mossack Fonseca. „Reyndar hef ég óskað eftir því, ef það er tækifæri til þess að skoða þessi gögn, Panamaskjölin, hvort að slíkt sé. Það er mjög mikilvægt að fá það fram," segir Gylfi sem kveðst hafa sett þessa ósk fram við fyrirtækið Reykjavík Media sem hefur gögnin í sínum höndum og vann umfjöllunina sem flutt var í Kastljósi á sunnudag. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður hjá Reykjavik Media, segir fjölmargar beiðnir um upplýsingar úr Panama-skjölunum hafa borist til Reykjavik Media. "Við höfum fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnum hvort við getum flett upp hinu og þess en við bara getum ekki gert það, megum það ekki samkvæmt samkomulagi við ICIJ [Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna] sem er með forræði yfir gögnunum," útskýrir Aðalsteinn. Fréttablaðið óskaði í gær eftir því við aðstoðarmenn forsætisráðherra og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar að ráðherrann upplýsti um hvaða verkalýðsfélög hefðu tengsl við aflandsfélög og um hvaða verkalýðsfélög og aflandsfélög væri að ræða og hver tengslin séu. Svar barst ekki en af orðum Sigmundar í umræðum á Alþingi í gær mátti ráða að hann hafi í raun jafnvel átt við lífeyrissjóði þegar hann nefndi verkalýðsfélög.Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður.Gylfi vekur í þessu sambandi athygli á að þannig hátti til á Íslandi að stéttarfélög séu ekki skattlögð. „Hvaða erindi þau ættu með sína fjármuni í skjól hef ég ekki nægilega þróað hugmyndaflug til þess að láta mér detta í hug hvers vegna ætti að vera. Ég tel hins vegar mikilvægt að fá það fram ef það er,“ segir hann. Forseti ASÍ segist aðspurður ekki enn að minnsta kosti hafa rætt fyrrnefnda fullyrðingu forsætisráðherra við fulltrúa annarra verkalýðsfélaga og - samtaka. Hins vegar hafi hann rætt þetta við tvo aðra forseta ASÍ og þeir kannist ekki við þá mynd sem Sigmundur hafi dregið upp. „Forsætisráðherra sagði þetta. Hvað hann hefur fyrir sér í því veit ég ekki. Það sem mér dettur helst í hug er að ástæðan til að nefna þetta sé bara að sleppa héra," segir Gylfi og á þá við að forsætisráðherra hafi þá verið að afvegleiða umræðuna. „En gott og vel, hann verður að standa fyrir þessu.“ Aðalsteinn kveðst ekki geta svarað því hvort Reykjavik Media hafi rekist á einhver íslensk verkalýðsfélög í Panama-skjölunum. „Ég get ekki sagt það, því miður, að minnsta kosti ekki á þessum tímapunkti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira