Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. apríl 2016 11:26 „Þessa umræðu er mikilvægt að taka af yfirvegun og það er ekki svo að ég sé að reyna að skapa einhverjum öðrum skjól. Ég ætla bara að meta það fyrir mig hvernig ég geri upp mína hluti, alveg eins og háttvirtur þingmaður hefur gert fyrir sig,“ sagði Bjarni vísir/anton brink „Ég mun bara fyrir mitt leyti meta þörfina fyrir frekari upplýsingagjöf til að fylgja eftir því sem ég hef sagt. Það kemur þá bara í ljós, mér finnst lang best að láta verkin tala, hvernig það verður gert,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, um hvort hann ætli að gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega. Árni Páll birti skattframtal sitt í gær og á þingi í morgun hvatti hann Bjarna til þess að gera slíkt hið sama. „Eigum við kannski að bindast höndum saman um að birta þessar upplýsingar og kannski ekki bara fyrir þessi tvö ár, heldur líka fyrir öll þau ár sem skipta máli, til þess að hægt sé að taka af allan vafa um að skattskil vegna aflandsfélaga í eigu forystumanna í stjórnmálum hafi verið með fullnægjandi hætti og í samræmi við yfirlýsingar þeirra sjálfra,“ sagði Árni Páll.„Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar?“vísir/pjeturBjarni sagði það hafa verið rætt í fjölda ára með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við kröfuna um skráningu hagsmuna – og að úr hafi orðið að reglu voru settar um hagsmunaskráningu á þingi. Vilji menn að gerðar séu breytingar á því fyrirkomulagi verði það að gerast á þverpólitískum vettvangi. „Undir lok máls vakti háttvirtur þingmaður athygli á því að hann taldi mikilvægt að menn gætu gert grein fyrir því sem sagt hefur verið um möguleg tengsl við aflandsfélög og það gerir bara hver og einn með þeim hætti sem hann kýs að gera, þar á meðal ég,“ sagði Bjarni.Sakar Bjarna um að reyna að hlífa Sigmundi Árni Páll sagði ljóst að miðað við túlkun forystumanna ríkisstjórnarinnar á hagsmunaskráningunni, sé hún ófullnægjandi. Þá líti það út fyrir að Bjarni sé að hlífa Sigmundi með því að gera ekki grein fyrir sínum fjármálum. „Mér finnst svolítið skrítið að hæstvirtur fjármálaráðherra segist ekkert hafa að fela um skattskil sín vegna aflandsfélags sem ætlar að verða skálkaskjól fyrir fyrrverandi forsætisráðherra í þessu efni. Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar? Í hvaða skollaleik erum við komin, virðulegur forseti? Er ekkert að marka yfirlýsingar um að menn hafi ekkert að fela?“Metur það sjálfur hvernig hann gerir upp sína hluti Bjarni sagðist þeirrar skoðunar að ekki sé ósanngjarnt að lagðar séu sérstakar kröfur á þá sem séu í fyrirsvari fyrir til dæmis forsætisráðuneytið og eftir atvikum fjármála- og efnahagsráðuneyti. „En þessa umræðu er mikilvægt að taka af yfirvegun og það er ekki svo að ég sé að reyna að skapa einhverjum öðrum skjól. Ég ætla bara að meta það fyrir mig hvernig ég geri upp mína hluti, alveg eins og háttvirtur þingmaður hefur gert fyrir sig,“ sagði Bjarni við fyrirspurn Árna Páls. Tengdar fréttir Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
„Ég mun bara fyrir mitt leyti meta þörfina fyrir frekari upplýsingagjöf til að fylgja eftir því sem ég hef sagt. Það kemur þá bara í ljós, mér finnst lang best að láta verkin tala, hvernig það verður gert,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, um hvort hann ætli að gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega. Árni Páll birti skattframtal sitt í gær og á þingi í morgun hvatti hann Bjarna til þess að gera slíkt hið sama. „Eigum við kannski að bindast höndum saman um að birta þessar upplýsingar og kannski ekki bara fyrir þessi tvö ár, heldur líka fyrir öll þau ár sem skipta máli, til þess að hægt sé að taka af allan vafa um að skattskil vegna aflandsfélaga í eigu forystumanna í stjórnmálum hafi verið með fullnægjandi hætti og í samræmi við yfirlýsingar þeirra sjálfra,“ sagði Árni Páll.„Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar?“vísir/pjeturBjarni sagði það hafa verið rætt í fjölda ára með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við kröfuna um skráningu hagsmuna – og að úr hafi orðið að reglu voru settar um hagsmunaskráningu á þingi. Vilji menn að gerðar séu breytingar á því fyrirkomulagi verði það að gerast á þverpólitískum vettvangi. „Undir lok máls vakti háttvirtur þingmaður athygli á því að hann taldi mikilvægt að menn gætu gert grein fyrir því sem sagt hefur verið um möguleg tengsl við aflandsfélög og það gerir bara hver og einn með þeim hætti sem hann kýs að gera, þar á meðal ég,“ sagði Bjarni.Sakar Bjarna um að reyna að hlífa Sigmundi Árni Páll sagði ljóst að miðað við túlkun forystumanna ríkisstjórnarinnar á hagsmunaskráningunni, sé hún ófullnægjandi. Þá líti það út fyrir að Bjarni sé að hlífa Sigmundi með því að gera ekki grein fyrir sínum fjármálum. „Mér finnst svolítið skrítið að hæstvirtur fjármálaráðherra segist ekkert hafa að fela um skattskil sín vegna aflandsfélags sem ætlar að verða skálkaskjól fyrir fyrrverandi forsætisráðherra í þessu efni. Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar? Í hvaða skollaleik erum við komin, virðulegur forseti? Er ekkert að marka yfirlýsingar um að menn hafi ekkert að fela?“Metur það sjálfur hvernig hann gerir upp sína hluti Bjarni sagðist þeirrar skoðunar að ekki sé ósanngjarnt að lagðar séu sérstakar kröfur á þá sem séu í fyrirsvari fyrir til dæmis forsætisráðuneytið og eftir atvikum fjármála- og efnahagsráðuneyti. „En þessa umræðu er mikilvægt að taka af yfirvegun og það er ekki svo að ég sé að reyna að skapa einhverjum öðrum skjól. Ég ætla bara að meta það fyrir mig hvernig ég geri upp mína hluti, alveg eins og háttvirtur þingmaður hefur gert fyrir sig,“ sagði Bjarni við fyrirspurn Árna Páls.
Tengdar fréttir Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49