Innlent

Deiliskipulag fyrir nýtt hverfi á Kirkjusandi samþykkt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Borgarráð hefur samþykkt deiliskipulag fyrir nýtt hverfi með allt að 300 íbúðum sem mun rísa á Kirkjusandi.
Borgarráð hefur samþykkt deiliskipulag fyrir nýtt hverfi með allt að 300 íbúðum sem mun rísa á Kirkjusandi. Mynd/Reykjavíkurborg
Borgarráð hefur samþykkt deiliskipulag fyrir nýtt hverfi með allt að 300 íbúðum sem mun rísa á Kirkjusandi.

Stefnt er að því að nýja hverfið verði heildstætt og þétt með allt að 300 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis. Mun Reykjavíkurborg ráðstafa 150 íbúðum en hluti þeirra verður leiguíbúðir. Íbúðir verða misstórar og eiga að henta jafnt einstaklingum sem stærri fjölskyldum. Gott aðgengi verður tryggt til að fólk með skerta hreyfigetu geti búið á og ferðast um svæðið.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gert sé ráð fyrir góðri aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi. Lögð verði áhersla á að hjólastæði verði vel staðsett ofanjarðar, sem næst inngöngum.

Almenn bílastæði í götum verða gjaldskyld, en bílastæði íbúða og atvinnustarfsemi að mestu í bílageymslum en kjallarar verða undir öllum lóðum, með sameiginlega aðkomu og samnýtanlegum bílastæðum að hluta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×