Þverpólitísk sátt um breytingar á útlendingalögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2016 14:00 Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér heildarendurskoðun á öllum núgildandi lögum um útlendinga. Formaður þverpólitískrar nefndar sem samdi frumvarpið segir að það veki athygli útfyrir landsteinana að frumvarp sem þetta hafi orðið til í sátt ólíkra stjórnmálaafla. Vorið 2014 skipaði þáverandi innanríkisráðherra þverpólitíska þingnefnd til að endurskoða öll lög í landinu um útlendinga, bæði þá sem koma hingað til atvinnu- og skammtíma dvalar vegna náms, sem og flóttamenn og hælisleitendur. Nefndin er skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi undir formennsku Óttarrs Proppé formanns Bjartrar framtíðar. Ólöf Nordal mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag sem er upp á 125 greinar og er 190 blaðsíður með greinargerðum. Óttarr segir frumvarpið fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum. „Sem hafa verið ansi mikill bútasaumur í raun og veru. Grunnlögin eru orðin ansi gömul og búið að breyta og laga smotteríi hingað og þangað. Þannig að þetta er endurskoðun og grundvallarbeyting á uppsetningu á lögunum,“ segir Óttarr. Það sé samt ekki verið að kollvarpa þeim lagaramma sem nú er í gildi. Lagagreinar sé uppfærðar og samræmdar bæði skyldum og þörfum. Vinnan við frumvarpið hafi verið sérstök fyrir það að allir flokkar komi að samningu þess. Nefndin hafi í upphafi sett sér ákveðnar grundvallarreglur um að uppfylla alla alþjóðlega samninga og gæta að samkeppnisstöðu Íslands varðandi möguleika útlendinga á að koma hingað til dvalar, atvinnu og náms. „Stóru fréttirnar eru að annars vegar erum við að uppfæra lögin til að uppfylla mannréttindasáttmála, barnasáttmál, við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svo kölluðu hælisleitendur,“ segir Óttarrr. Þá séu reglur um dvalar- og atvinnuleyfi hins vegar uppfærðar vegna sérfræðinga og annarra sem koma hingað til landsins. Afgreiðsla allra mála varðandi útlendinga verði færð á einn stað til að stytta þann tíma sem taki að afgreiða mál hvers og eins án þess þó að fækka stofnunum í málaflokknum. Óttar segir að þó sé hvorki verið að galopna né loka landamærum með frumvarpinu. Ein breytingin feli í sér að þeir sem komi hingað til náms en fari að því loknu að vinna á Íslandi eða vilji flytja hingað vegna þess að þeir hafi gifst Íslendingi, þurfi ekki að byrja upp á nýtt í kerfinu. Óttar segir að mörgu leyti sögulegt að tekist hafi að afgreiða frumvarpið í þverpólitískri sátt. „Þegar maður segir fólki í Evrópu frá þessu galopnast aukun á fólki vegna þess að það er ekki vaninn annars staðar. Þannig að veganestið sem þetta frumvarp fær alla vega inn í þingið fyllir mann bjartsýni,“ segir Óttarr Próppé. Alþingi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér heildarendurskoðun á öllum núgildandi lögum um útlendinga. Formaður þverpólitískrar nefndar sem samdi frumvarpið segir að það veki athygli útfyrir landsteinana að frumvarp sem þetta hafi orðið til í sátt ólíkra stjórnmálaafla. Vorið 2014 skipaði þáverandi innanríkisráðherra þverpólitíska þingnefnd til að endurskoða öll lög í landinu um útlendinga, bæði þá sem koma hingað til atvinnu- og skammtíma dvalar vegna náms, sem og flóttamenn og hælisleitendur. Nefndin er skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi undir formennsku Óttarrs Proppé formanns Bjartrar framtíðar. Ólöf Nordal mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag sem er upp á 125 greinar og er 190 blaðsíður með greinargerðum. Óttarr segir frumvarpið fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum. „Sem hafa verið ansi mikill bútasaumur í raun og veru. Grunnlögin eru orðin ansi gömul og búið að breyta og laga smotteríi hingað og þangað. Þannig að þetta er endurskoðun og grundvallarbeyting á uppsetningu á lögunum,“ segir Óttarr. Það sé samt ekki verið að kollvarpa þeim lagaramma sem nú er í gildi. Lagagreinar sé uppfærðar og samræmdar bæði skyldum og þörfum. Vinnan við frumvarpið hafi verið sérstök fyrir það að allir flokkar komi að samningu þess. Nefndin hafi í upphafi sett sér ákveðnar grundvallarreglur um að uppfylla alla alþjóðlega samninga og gæta að samkeppnisstöðu Íslands varðandi möguleika útlendinga á að koma hingað til dvalar, atvinnu og náms. „Stóru fréttirnar eru að annars vegar erum við að uppfæra lögin til að uppfylla mannréttindasáttmála, barnasáttmál, við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svo kölluðu hælisleitendur,“ segir Óttarrr. Þá séu reglur um dvalar- og atvinnuleyfi hins vegar uppfærðar vegna sérfræðinga og annarra sem koma hingað til landsins. Afgreiðsla allra mála varðandi útlendinga verði færð á einn stað til að stytta þann tíma sem taki að afgreiða mál hvers og eins án þess þó að fækka stofnunum í málaflokknum. Óttar segir að þó sé hvorki verið að galopna né loka landamærum með frumvarpinu. Ein breytingin feli í sér að þeir sem komi hingað til náms en fari að því loknu að vinna á Íslandi eða vilji flytja hingað vegna þess að þeir hafi gifst Íslendingi, þurfi ekki að byrja upp á nýtt í kerfinu. Óttar segir að mörgu leyti sögulegt að tekist hafi að afgreiða frumvarpið í þverpólitískri sátt. „Þegar maður segir fólki í Evrópu frá þessu galopnast aukun á fólki vegna þess að það er ekki vaninn annars staðar. Þannig að veganestið sem þetta frumvarp fær alla vega inn í þingið fyllir mann bjartsýni,“ segir Óttarr Próppé.
Alþingi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira