Enski boltinn

EM í hættu hjá Welbeck

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Welbeck hefur skorað 14 mörk í 35 landsleikjum fyrir England.
Welbeck hefur skorað 14 mörk í 35 landsleikjum fyrir England. vísir/getty
Óvíst er hvort Danny Welbeck, framherji Arsenal, verði með á EM í Frakklandi í sumar vegna hnémeiðsla.

Welbeck fór meiddur af velli í 2-2 jafntefli Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og eftir leikinn sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, stöðuna á framherjanum óljósa.

„Hann er svekktur og hann er ekki leikmaður sem fer svo glatt af velli. Ég hef smá áhyggjur en vil ekkert segja um EM,“ sagði Wenger.

Welbeck sneri aftur í lið Arsenal í febrúar eftir að hafa verið frá í 10 mánuði vegna hnémeiðsla. Hann hefur skorað fjögur mörk í 11 deildarleikjum fyrir Arsenal á tímabilinu.

Í síðustu viku kom í ljós að annar Arsenal-maður, Alex Oxlade-Chamberlain, missir af EM vegna hnémeiðsla. Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnir lokahóp sinn fyrir mótið á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir

Wenger: Þurfum að bæta við okkur varnarlega

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að liðið þurfi að bæta við sig varnarmönnum fyrir næsta tímabil og sé þörf á að styrkja liðið á aftasta hluta vallarins.

Wenger vill fá Sturridge

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sagður hafa augastað á Daniel Sturridge og ætli sér að klófesta leikmanninn í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×