Múslimar deila um Ýmishúsið: „Þessi félög eiga ekki samleið“ Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 16:15 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Vísir/Anton Marinó Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Stofnun múslima, eigandi húsnæðisins, lagði fram aðfararbeiðni í febrúar en málið er einn flötur á langvarandi deilum milli félaganna tveggja.Mbl.is greindi fyrst frá úrskurðinum. Stofnun múslima á og rekur Ýmishúsið þar sem Menningarsetrið hefur verið til húsa undanfarin ár. Að stærstu leyti sami hópur fólks skipaði stjórn beggja félaganna þar til í lok árs 2014 þegar ný stjórn tók við Menningarsetrinu í nokkurs konar hallarbyltingu.Ekki er um að ræða sömu hallarbyltingu og varð innan Félags íslenskra múslima árið 2015 og Vísir fjallaði um á sínum tíma.Segir félagið ekki hafa farið eftir samningi sem það taldi í gildi Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu. Húsaleigusamningur var útbúinn 20. desember 2012 en til er annar samningur, dagsettur daginn eftir, sem fellir þann fyrri úr gildi. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima, segir fyrri samninginn aðeins hafa verið hugsaðan sem drög og að aldrei hafi verið farið eftir honum. Það sjáist til dæmis á því að Menningarsetrið hafi ekki greitt krónu í leigu á húsnæðinu undanfarin ár, líkt og kveðið sé á um í samningnum.Frá Ýmishúsinu í lok Ramadan. Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu.Vísir/Andri Marinó„Það orkar auðvitað tvímælis að þú getir borið fyrir þig einhverjum samningi sem þú ferð síðan ekki eftir sjálfur,“ segir Gísli.Töldu yngri samninginn falsaðan Málatilbúnaður Menningarsetursins byggði hins vegar á því að leigusamningurinn frá 20. desember væri enn í gildi. Ekki náðist í lögmann Menningarsetursins við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt þeim málsástæðum sem reknar eru í úrskurði héraðsdóms, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Menningarsetrið telja að yngri samningurinn, „hin svokallaði samningur frá 21. desember,“ sé falsaður.Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima.Mynd/Karim AskariÞar segir meðal annars að sá samningur hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir að Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima, var vikið úr stjórn Menningarsetursins í hallarbyltingunni í desember 2014. Vill Menningarsetrið meina að einsýnt sé að ekki hafi verið skrifað undir þennan samning fyrr en eftir að Karim hætti störfum.Útvarpsþátturinn Harmageddon fjallaði um brottrekstur Karims úr stjórn Menningarseturs múslima og deilur hans við Ímam setursins í janúar síðastliðnum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Karim hefði útbúið yngri samninginn löngu eftir að sá fyrri var gerður og dagsett hann aftur í tíma. Ekki þótti heldur sannað að undirskriftir á yngri samningnum væru falsaðar. Mbl.is hafði eftir lögmanni Menningarsetursins í gær að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Gísli segir það nú til skoðunar hvort beðið verði eftir slíkri kæru áður en málið fer til sýslumanns. Ljóst er að deilum félaganna tveggja er hvergi nærri lokið. „Þessi tvö félög eiga ekki samleið,“ segir Gísli. „Fasteignareigandinn vill nýta fasteignina í annað en mosku fyrir einhvern fámennan hóp. Þeir vilja nýta þetta miklu meira í þágu arabasamfélagsins alls, ekki bara á trúarlegum grunni heldur líka menningarlegum.“ Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Stofnun múslima, eigandi húsnæðisins, lagði fram aðfararbeiðni í febrúar en málið er einn flötur á langvarandi deilum milli félaganna tveggja.Mbl.is greindi fyrst frá úrskurðinum. Stofnun múslima á og rekur Ýmishúsið þar sem Menningarsetrið hefur verið til húsa undanfarin ár. Að stærstu leyti sami hópur fólks skipaði stjórn beggja félaganna þar til í lok árs 2014 þegar ný stjórn tók við Menningarsetrinu í nokkurs konar hallarbyltingu.Ekki er um að ræða sömu hallarbyltingu og varð innan Félags íslenskra múslima árið 2015 og Vísir fjallaði um á sínum tíma.Segir félagið ekki hafa farið eftir samningi sem það taldi í gildi Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu. Húsaleigusamningur var útbúinn 20. desember 2012 en til er annar samningur, dagsettur daginn eftir, sem fellir þann fyrri úr gildi. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima, segir fyrri samninginn aðeins hafa verið hugsaðan sem drög og að aldrei hafi verið farið eftir honum. Það sjáist til dæmis á því að Menningarsetrið hafi ekki greitt krónu í leigu á húsnæðinu undanfarin ár, líkt og kveðið sé á um í samningnum.Frá Ýmishúsinu í lok Ramadan. Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu.Vísir/Andri Marinó„Það orkar auðvitað tvímælis að þú getir borið fyrir þig einhverjum samningi sem þú ferð síðan ekki eftir sjálfur,“ segir Gísli.Töldu yngri samninginn falsaðan Málatilbúnaður Menningarsetursins byggði hins vegar á því að leigusamningurinn frá 20. desember væri enn í gildi. Ekki náðist í lögmann Menningarsetursins við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt þeim málsástæðum sem reknar eru í úrskurði héraðsdóms, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Menningarsetrið telja að yngri samningurinn, „hin svokallaði samningur frá 21. desember,“ sé falsaður.Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima.Mynd/Karim AskariÞar segir meðal annars að sá samningur hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir að Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima, var vikið úr stjórn Menningarsetursins í hallarbyltingunni í desember 2014. Vill Menningarsetrið meina að einsýnt sé að ekki hafi verið skrifað undir þennan samning fyrr en eftir að Karim hætti störfum.Útvarpsþátturinn Harmageddon fjallaði um brottrekstur Karims úr stjórn Menningarseturs múslima og deilur hans við Ímam setursins í janúar síðastliðnum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Karim hefði útbúið yngri samninginn löngu eftir að sá fyrri var gerður og dagsett hann aftur í tíma. Ekki þótti heldur sannað að undirskriftir á yngri samningnum væru falsaðar. Mbl.is hafði eftir lögmanni Menningarsetursins í gær að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Gísli segir það nú til skoðunar hvort beðið verði eftir slíkri kæru áður en málið fer til sýslumanns. Ljóst er að deilum félaganna tveggja er hvergi nærri lokið. „Þessi tvö félög eiga ekki samleið,“ segir Gísli. „Fasteignareigandinn vill nýta fasteignina í annað en mosku fyrir einhvern fámennan hóp. Þeir vilja nýta þetta miklu meira í þágu arabasamfélagsins alls, ekki bara á trúarlegum grunni heldur líka menningarlegum.“
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira