Múslimar deila um Ýmishúsið: „Þessi félög eiga ekki samleið“ Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 16:15 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Vísir/Anton Marinó Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Stofnun múslima, eigandi húsnæðisins, lagði fram aðfararbeiðni í febrúar en málið er einn flötur á langvarandi deilum milli félaganna tveggja.Mbl.is greindi fyrst frá úrskurðinum. Stofnun múslima á og rekur Ýmishúsið þar sem Menningarsetrið hefur verið til húsa undanfarin ár. Að stærstu leyti sami hópur fólks skipaði stjórn beggja félaganna þar til í lok árs 2014 þegar ný stjórn tók við Menningarsetrinu í nokkurs konar hallarbyltingu.Ekki er um að ræða sömu hallarbyltingu og varð innan Félags íslenskra múslima árið 2015 og Vísir fjallaði um á sínum tíma.Segir félagið ekki hafa farið eftir samningi sem það taldi í gildi Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu. Húsaleigusamningur var útbúinn 20. desember 2012 en til er annar samningur, dagsettur daginn eftir, sem fellir þann fyrri úr gildi. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima, segir fyrri samninginn aðeins hafa verið hugsaðan sem drög og að aldrei hafi verið farið eftir honum. Það sjáist til dæmis á því að Menningarsetrið hafi ekki greitt krónu í leigu á húsnæðinu undanfarin ár, líkt og kveðið sé á um í samningnum.Frá Ýmishúsinu í lok Ramadan. Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu.Vísir/Andri Marinó„Það orkar auðvitað tvímælis að þú getir borið fyrir þig einhverjum samningi sem þú ferð síðan ekki eftir sjálfur,“ segir Gísli.Töldu yngri samninginn falsaðan Málatilbúnaður Menningarsetursins byggði hins vegar á því að leigusamningurinn frá 20. desember væri enn í gildi. Ekki náðist í lögmann Menningarsetursins við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt þeim málsástæðum sem reknar eru í úrskurði héraðsdóms, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Menningarsetrið telja að yngri samningurinn, „hin svokallaði samningur frá 21. desember,“ sé falsaður.Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima.Mynd/Karim AskariÞar segir meðal annars að sá samningur hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir að Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima, var vikið úr stjórn Menningarsetursins í hallarbyltingunni í desember 2014. Vill Menningarsetrið meina að einsýnt sé að ekki hafi verið skrifað undir þennan samning fyrr en eftir að Karim hætti störfum.Útvarpsþátturinn Harmageddon fjallaði um brottrekstur Karims úr stjórn Menningarseturs múslima og deilur hans við Ímam setursins í janúar síðastliðnum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Karim hefði útbúið yngri samninginn löngu eftir að sá fyrri var gerður og dagsett hann aftur í tíma. Ekki þótti heldur sannað að undirskriftir á yngri samningnum væru falsaðar. Mbl.is hafði eftir lögmanni Menningarsetursins í gær að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Gísli segir það nú til skoðunar hvort beðið verði eftir slíkri kæru áður en málið fer til sýslumanns. Ljóst er að deilum félaganna tveggja er hvergi nærri lokið. „Þessi tvö félög eiga ekki samleið,“ segir Gísli. „Fasteignareigandinn vill nýta fasteignina í annað en mosku fyrir einhvern fámennan hóp. Þeir vilja nýta þetta miklu meira í þágu arabasamfélagsins alls, ekki bara á trúarlegum grunni heldur líka menningarlegum.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Stofnun múslima, eigandi húsnæðisins, lagði fram aðfararbeiðni í febrúar en málið er einn flötur á langvarandi deilum milli félaganna tveggja.Mbl.is greindi fyrst frá úrskurðinum. Stofnun múslima á og rekur Ýmishúsið þar sem Menningarsetrið hefur verið til húsa undanfarin ár. Að stærstu leyti sami hópur fólks skipaði stjórn beggja félaganna þar til í lok árs 2014 þegar ný stjórn tók við Menningarsetrinu í nokkurs konar hallarbyltingu.Ekki er um að ræða sömu hallarbyltingu og varð innan Félags íslenskra múslima árið 2015 og Vísir fjallaði um á sínum tíma.Segir félagið ekki hafa farið eftir samningi sem það taldi í gildi Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu. Húsaleigusamningur var útbúinn 20. desember 2012 en til er annar samningur, dagsettur daginn eftir, sem fellir þann fyrri úr gildi. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima, segir fyrri samninginn aðeins hafa verið hugsaðan sem drög og að aldrei hafi verið farið eftir honum. Það sjáist til dæmis á því að Menningarsetrið hafi ekki greitt krónu í leigu á húsnæðinu undanfarin ár, líkt og kveðið sé á um í samningnum.Frá Ýmishúsinu í lok Ramadan. Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu.Vísir/Andri Marinó„Það orkar auðvitað tvímælis að þú getir borið fyrir þig einhverjum samningi sem þú ferð síðan ekki eftir sjálfur,“ segir Gísli.Töldu yngri samninginn falsaðan Málatilbúnaður Menningarsetursins byggði hins vegar á því að leigusamningurinn frá 20. desember væri enn í gildi. Ekki náðist í lögmann Menningarsetursins við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt þeim málsástæðum sem reknar eru í úrskurði héraðsdóms, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Menningarsetrið telja að yngri samningurinn, „hin svokallaði samningur frá 21. desember,“ sé falsaður.Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima.Mynd/Karim AskariÞar segir meðal annars að sá samningur hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir að Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima, var vikið úr stjórn Menningarsetursins í hallarbyltingunni í desember 2014. Vill Menningarsetrið meina að einsýnt sé að ekki hafi verið skrifað undir þennan samning fyrr en eftir að Karim hætti störfum.Útvarpsþátturinn Harmageddon fjallaði um brottrekstur Karims úr stjórn Menningarseturs múslima og deilur hans við Ímam setursins í janúar síðastliðnum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Karim hefði útbúið yngri samninginn löngu eftir að sá fyrri var gerður og dagsett hann aftur í tíma. Ekki þótti heldur sannað að undirskriftir á yngri samningnum væru falsaðar. Mbl.is hafði eftir lögmanni Menningarsetursins í gær að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Gísli segir það nú til skoðunar hvort beðið verði eftir slíkri kæru áður en málið fer til sýslumanns. Ljóst er að deilum félaganna tveggja er hvergi nærri lokið. „Þessi tvö félög eiga ekki samleið,“ segir Gísli. „Fasteignareigandinn vill nýta fasteignina í annað en mosku fyrir einhvern fámennan hóp. Þeir vilja nýta þetta miklu meira í þágu arabasamfélagsins alls, ekki bara á trúarlegum grunni heldur líka menningarlegum.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira