Enski boltinn

Mourinho tekur við United verði Van Gaal rekinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho bíður starf í júlí, verði Van Gaal rekinn. Þetta hefur Sky Sports fréttastofan eftir heimildum.
Mourinho bíður starf í júlí, verði Van Gaal rekinn. Þetta hefur Sky Sports fréttastofan eftir heimildum. vísir/getty
Portúgalski knattspyrnustjórinn, Jose Mourinho, fær stjórastöðuna hjá Manchester United ef eigendur United ákveða að reka Louis van Gaal í sumar.

Mourinho staðfesti 13. maí að Mourinho hafi ekki gert neinn samning við United, en hann sagðist einfaldlega vera að njóta lífsins.

Heimildir Sky Sports fréttastofunar herma að Moruinho hafi fundað með umboðsmanni sínum og lögmanni í London í vikunni til að ræða sín næstu skref.

Sagan segir að ef núverandi stjóri Manchester United, Louis van Gaal, verði sagt upp störfum í sumar bíði starfið handa Mourinho.

Portúgalinn hefur einnig verið orðaður við PSG, en frönsku meistararnir vilja fá Mourinho til að taka við af Laurent Blanc.

Van Gaal á eitt ár eftir af samningi sínum og hefur hann sagt í viðtölum undanfarna daga og vikur að hann verði áfram. Mourinho sagði á dögunum að hann myndi taka við toppliði í júlí, en ekki vildi hann tjá sig frekar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×