Enski boltinn

Shearer: Rooney á ekki að byrja frammi í Frakklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Shearer hefur áhyggjur af varnarleiknum.
Shearer hefur áhyggjur af varnarleiknum. vísir/getty
Alan Shearer, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, segir að tímar Wayne Rooney sem fyrsti framherji enska landsliðsins séu liðnir. Shearer hefur áhyggjur af varnarleiknum.

„Það verður alltaf pláss fyrir fyrirliðann í liðinu og réttilega, en tímar Rooney sem fyrsti framherji eru liðnir,” sagði Shearer í samtali við BBC fréttaveituna.

„Hann hefur þó fullt að bjóða. Ég held að Harry Kane og Jamie Vardy eigi það skilið að vera frammi, en ég held að Rooney geti spilað eitthvað hlutverk, hvort sem það er á miðjunni eða í “tíunni”, fyrir aftan framherjann.”

Shearer hefur áhyggjur af varnarleik enska landsliðsins í sumar, en er bjartsýnn varðandi sóknarleik liðsins.

„Varnarleikurinn væri áhyggjuefni mitt. Ég væri ekki með miklar áhyggjur af miðjunni og sóknarleiknum, en akkilesarhællinn er varnarleikurinn. Sérstaklega miðvarðarstaðan sem hefur verið vandræði í nokkur ár. Mér finnst við ekki vera með ráð við því.”

Allan hóp Englendinga má sjá í hlekknum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×