Enski boltinn

Kane markahæstur og Özil stoðsendingarkóngur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane þakkar stuðningsmönnum Tottenham fyrir tímabilið.
Kane þakkar stuðningsmönnum Tottenham fyrir tímabilið. vísir/getty
Harry Kane varð markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2015/16 og Mesut Özil varð stoðsendingarhæstur, en öllum leikjum nema einum er lokið í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið.

Kane var magnaður á tímabilinu. Hann skoraði 25 mörk fyrir Tottenham sem endaði í þriðja sætinu, en í næstu sætum fyrir neðan voru þeir Sergio Aguero hjá Manchester City og Jamie Vardy hjá Leicester. Þeir voru báðir með 24 mörk.

Mesut Özil var lang stoðsendingarhæstur, en hann gaf alls nítján stoðsendingar. Flestar stoðsendingar á einu tímabili á Thierre Henry, en hann gaf 20 stoðsendingar tímabilið 2002/03. Özil var nálægt því að bæta það núna.

Christian Eriksen úr Tottenham kom næstur með þrettán stoðsendingar, en þeir Dusan Tadic og Dimitri Payet deildu þriðja til fjórða sætinu - báðir með tólf hvor.

Enn er óvíst hver hlýtur gullna hanskann, en hann hirðir sá markvörður sem heldur oftast hreinu. Petr Cech, Joe Hart, Kasper Scmeichel og David de Gea hafa allir haldið hreinu fimmtán sinnum, en United á eftir einn leik þannig de Gea getur tryggt sér titilinn.

Arsenal varð prúðasta lið deildarinnar, en þeir fengu aðeins 52 refsistig (40 gul spjöld og 4 rauð), en rautt spjald gefur þrjú stig. Grófasta liðið var Watford með 85 refsistig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×