Enski boltinn

Moyes við Howard: Þegar þú labbar í gegnum þessar dyr verðuru ástfanginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Howard í leik með Everton.
Howard í leik með Everton. vísir/getty
Tim Howard leikur í dag sinn síðasta leik fyrir Everton, en hann hefur ákveðið að snúa til síns heima, Bandaríkjana, eftir tímabilið.

Howard, sem leikur í dag með Everton og lék á árum áður með Manchester United, leikur í dag sinn 414. leik fyrir Everton, en hann hefur verið meira og minna aðalmarkvörður liðsins síðustu tíu ár.

Hann skrifaði færslu á samfélagsmiðla sína þar sem hann þakkar Everton fyrir árin tíu hjá þeim, en hann minnist meðal annars á David Moyes í þakkarræðu sinni.

„Ég man loforðið sem Moyes gaf mér fyrir tíu árum síðan: Þegar þú labbar í gegnum þessar dyr, þá muntu verða ástfanginn. Í dag, mun ég labba í gegnum þessar dyr og svo mun ég fara,” sagði Howard og hélt áfram:

„Ég mun fara með ást í hjarta frá stórkostlegu knattspyrnufélagi, félagi fólksins (People’s club), Everton FC.”

Howard heldur áfram og þakkar meðal annars helstu samherjum sínum og Roberto Martinez, eigandanum Bill Kenwright sem seldi félagið þó á dögunum og fleirum.

„Ég elska ykkur öll og er svo þakklátur fyrir hvað klúbburinn og allir tengdir honum hafa gefið mér. Everton, þú hefur orðið hluti af sál minni. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. COYB!!!”

Alla færsluna má lesa hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×