Enski boltinn

Mætir liðinu sem sparkaði honum í burtu sem enskur meistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kóngurinn kyssir bikarinn.
Kóngurinn kyssir bikarinn. vísir/getty
Andy King, leikmaður Leicester, spilaði með Chelsea á sínum yngri árum, en hann snýr til baka á Stamford Bridge á morgun sem enskur meistari.

Wales-verjinn spilaði á sínum yngri árum með chelsea, en hann var 16 ára þegar Roman Abramovich tók við stjórnartaumunum og var Andy þá látinn fara.

Leicester spilar við Chelsea á sunnudag, en Andy mætir þá á Stamford Bridge sem enskur meistari og spilar gegn liðinu sem lét hann fara.

„Að fá medalíuna og bikarinn síðasta laugardag var besti dagur lífs míns, en þessi helgi verður einnig sérstök," sagði King í viðtali við Daily Mail.

„Þetta var byrjunin hjá Abramovich og þeir sögðu að það væri ekki lengur nægilega gott að vera bestur í London eða Englandi."

„Þú þurftir að vera bestur í Evrópu og þeir sögðu að þeir væru að leita af einhverjum í mína stöðu. Þeir héldu einungis þremur eða fjórum leikmönnum."

Andy King hefur verið frábær á tímabilinu í lygilegri sögu Leicester og honum hlakkar til leiksins á sunnudag.

„Ég hef einungis góðar minningar frá Chelsea, en það er gaman að fara þangað sem enskur meistari til félagsins sem sparkaði þér í burtu þegar þú varst sextán ára," sagði King að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×