Er þetta í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. maí 2016 18:00 Werdum með sitt fræga "trollface“ Vísir/Getty Fabrcio Werdum mætir Stipe Miocic í kvöld á UFC 198. Ferillinn hans hefur verið sigursæll en er hann í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Fabricio Werdum varð svo kallaður bráðabirgðarmeistari UFC í nóvember 2014. Þáverandi meistari, Cain Velasquez, gat þá ekki varið beltið sitt vegna meiðsla og tókst Werdum að rota Mark Hunt í 1. lotu. Beltin voru svo sameinuð í Mexíkó í fyrra þegar Werdum hengdi Cain Velasquez í 2. lotu. Þar með varð Fabricio Werdum óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Það er eiginlega hálf skrítið að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag. Fyrir nokkrum árum var hann ekkert nema einhæfur glímumaður með skemmtilegan persónuleika. Það er ávallt stutt í grínið hjá Werdum og er hann hálfgerður trúður oft á tíðum. Ekki láta trúðinn blekkja ykkur því innan búrsins er hann frábær bardagamaður. Ekki nóg með að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag, þá má færa rök fyrir því að trúðurinn sé besti þungavigtarmaður sögunnar. Werdum hefur sigrað þrjá af sigursælustu þungavigtarmönnum sögunnar og klárað þá alla með uppgjafartaki.Fedor Emelianenko, Antonio ‘Big Nog’ Nogueira og Cain Velasquez eru allir á meðal bestu þungavigtarmanna sögunnar (og er Emelianenko fremstur meðal jafningja) en Werdum hefur sigrað þá alla. Það er afrek sem enginn hefur leikið eftir. Það er oft skrítið að þessi trúður skuli vera talinn einn besti þungavigtarmaður sögunnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hann er ekki lengur bara einhæfur glímumaður með brandara. Hann er orðinn stórhættulegur á öllum vígstöðum bardagans. Með sigri á Stipe Miocic í kvöld getur þessi 38 ára Brasilíumaður sannað það að hann sé besti þungavigtarmaður heims og sérstaklega ef hann klárar Miocic. Stipe Miocic skal þó ekki vanmeta og fáum við eflaust hörku bardaga í kvöld. UFC 198 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe MiocicMillivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor BelfortHentivigt: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Leslie SmithLéttþungavigt: Mauricio ‘Shogun’ Rua gegn Corey AndersonVeltivigt: Warlley Alves gegn Bryan Barbarena Aðrar íþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Fabrcio Werdum mætir Stipe Miocic í kvöld á UFC 198. Ferillinn hans hefur verið sigursæll en er hann í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Fabricio Werdum varð svo kallaður bráðabirgðarmeistari UFC í nóvember 2014. Þáverandi meistari, Cain Velasquez, gat þá ekki varið beltið sitt vegna meiðsla og tókst Werdum að rota Mark Hunt í 1. lotu. Beltin voru svo sameinuð í Mexíkó í fyrra þegar Werdum hengdi Cain Velasquez í 2. lotu. Þar með varð Fabricio Werdum óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Það er eiginlega hálf skrítið að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag. Fyrir nokkrum árum var hann ekkert nema einhæfur glímumaður með skemmtilegan persónuleika. Það er ávallt stutt í grínið hjá Werdum og er hann hálfgerður trúður oft á tíðum. Ekki láta trúðinn blekkja ykkur því innan búrsins er hann frábær bardagamaður. Ekki nóg með að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag, þá má færa rök fyrir því að trúðurinn sé besti þungavigtarmaður sögunnar. Werdum hefur sigrað þrjá af sigursælustu þungavigtarmönnum sögunnar og klárað þá alla með uppgjafartaki.Fedor Emelianenko, Antonio ‘Big Nog’ Nogueira og Cain Velasquez eru allir á meðal bestu þungavigtarmanna sögunnar (og er Emelianenko fremstur meðal jafningja) en Werdum hefur sigrað þá alla. Það er afrek sem enginn hefur leikið eftir. Það er oft skrítið að þessi trúður skuli vera talinn einn besti þungavigtarmaður sögunnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hann er ekki lengur bara einhæfur glímumaður með brandara. Hann er orðinn stórhættulegur á öllum vígstöðum bardagans. Með sigri á Stipe Miocic í kvöld getur þessi 38 ára Brasilíumaður sannað það að hann sé besti þungavigtarmaður heims og sérstaklega ef hann klárar Miocic. Stipe Miocic skal þó ekki vanmeta og fáum við eflaust hörku bardaga í kvöld. UFC 198 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe MiocicMillivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor BelfortHentivigt: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Leslie SmithLéttþungavigt: Mauricio ‘Shogun’ Rua gegn Corey AndersonVeltivigt: Warlley Alves gegn Bryan Barbarena
Aðrar íþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira