Enski boltinn

Ki missir af leiknum gegn City vegna herskyldu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ki spilar ekki á Liberty á morgun.
Ki spilar ekki á Liberty á morgun. vísir/getty
Ki Sung-yeung, miðjumaður Swansea, mun missa af síðasta leik tímabilsins hjá Swansea þegar liðið spilar við Manchester City af heldur óhefðbundni ástæðu.

Suður-Kóreumenn þurfa að sinna tveimur árum í herskyldu áður en þeir verða 29 ára eða þeir eiga í hættu að vera gerðir útlægðir. Því þarf Ki nú að halda til síns heima og sinna skyldu sinnu.

Eftir að Ki og félagar unnu brons á Ólympíuleikunum 2012 í London þá var herskyldan minnkuð í fjórar vikur, en Ki kom til Swansea frá Celtic á 5.5 milljónir punda eftir Ólympíuleikana.

„Við vildum að hann fengi meiri tíma í frí,” sagði Francesco Guidolin, þjálfari Swansea, en Gylfi Þór Sigurðsson spilar ekki með Swansea á morgun vegna meiðsla í öxl. Gylfi er farinn í frí.

Ki er væntanlegur aftur til Wales snemma í júlí þegar liðið byrjar að undirbúa sig fyrir tímabilið 2016-17, en Guidolin segir að liðið gæti reynt að klófesta Leroy Fer, frá QPR, en hann hefur verið á láni hjá Swansea á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×