Innlent

Hendrix lokað í nótt vegna unglingadrykkju

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lögregla lokaði veitinga- og skemmtistaðnum Hendrix og stöðvaði rekstur hans.
Lögregla lokaði veitinga- og skemmtistaðnum Hendrix og stöðvaði rekstur hans. vísir/getty
Skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú var lokað upp úr miðnætti í nótt eftir að upp komst að nokkur fjöldi fólks inni á staðnum var undir aldri – og með áfengi við hönd. Rekstur staðarins var jafnframt stöðvaður, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu ungt fólk hafi verið að ræða, en Hendrix hefur verið nokkuð vinsæll staður á meðal menntaskólanema. Þegar framkvæmdastjóri staðarins, Haukur Vagnsson, var spurður í mars síðastliðnum hvort börn undir átján ára kæmust inn á staðinn vísaði hann því algjörlega á bug, og sömuleiðis því að ungmenni yngri en tuttugu ára geti keypt þar áfengi.

Ekki náðist í Hauk Vagnsson við vinnslu fréttarinnar.

Uppfært: Haukur Vagnsson segir aðgerðir lögreglu ólögmætar og hyggst leggja fram kæru vegna málsins. Hann fullyrðir að rekstur staðarins hafi ekki verið stöðvaður. Staðurinn verði opinn í kvöld, sem og önnur kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×