Enski boltinn

Coutinho sópaði að sér verðlaunum á lokahófi Liverpool | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Philippe Coutinho fékk fern verðlaun í gær.
Philippe Coutinho fékk fern verðlaun í gær. mynd/liverpool
Philippe Couthinho sópaði að sér verðlaunum á lokahófi Liverpool sem fram fór í gærkvöldi. Brasilíumaðurinn hirti fern verðlaun.

Coutinho var kosinn besti leikmaður tímabilsins að mati liðsfélaga sinna og stuðningsmanna auk þess sem hann fékk verðlaun fyrir mark ársins og frammistöðu ársins.

Þessi 23 ára gamli Brassi gekk í raðir Liverpool frá Inter fyrir þremur árum síðan. Hann kostaði 8,5 milljónir punda og er lykilmaður í liði Jürgens Klopp sem á fyrir höndum úrslitaleik í Evrópudeildinni gegn Sevilla.

Coutinho skoraði átta mörk í 26 leikjum fyrir Liverpol á tímabilinu en gullfallegt mark hans gegn Manchester United í Evrópudeildinni var valið það fallegasta á tíambilinu.

„Ég vil þakka öllum stuðningsmönnunum,“ sagði Coutinho sem vann einnig fern verðlaun á lokahófi Liverpool á síðustu leiktíð.

„Markið var fínt en það mikilvæga er að við unnum Manchester United og erum nú komnir í úrslitaleik,“ bætti Philippe Coutinho við.

Flottasta mark tímabilsins hjá Liverpool:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×