Enski boltinn

Shearer sér Benitez ekki fyrir sér í b-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez fagnar öðrum af tveimur sigrum sínum sem stjóri Newcastle.
Rafael Benitez fagnar öðrum af tveimur sigrum sínum sem stjóri Newcastle. Vísir/Getty
Alan Shearer, fyrrum framherji Newcastle, hefur enga trú á því að Rafael Benitez haldi áfram með liðið og stýri Newcastle í ensku b-deildinni.

Newcastle féll í gær úr ensku úrvalsdeildinni án þess að spila en liðið átti ekki lengur von um að bjarga sér eftir að nágrannar þeirra í Sunderland unnu sannfærandi sigur á Everton.

„Maður á þessum stalli, heimsþekktur og með þenann feril. Ég get ekki slíkan mann stýra liði í ensku b-deildinni," sagði Alan Shearer á BBC Radio 5 Live útvarpsstöðinni.

Rafael Benitez tók við liði Newcastle 11. mars síðastliðinn en náði ekki að bjarga liðinu frá falli. Síðustu sex liðin sem hann stýrði á undan Newcastle United voru Valencia, Liverpool, Internazionale, Chelsea, Napoli og Real Madrid.

„Ég myndi elska það ef ég hefði rangt fyrir mér. Þetta er risastór klúbbur og ég veit að hann hefur verið ánægður með móttökurnar hjá stuðningsmönnunum. Hann fær bara örugglega fullt af öðrum tilboðum ekki bara úr ensku úrvalsdeildinni heldur allstaðar af úr heiminum," sagði Alan Shearer.

Alan Shearer gagnrýndi eiganda Newcastle fyrir að taka ekki á vandamálum liðsins sem kostaði að hans mati félagið sætið í ensku úrvalsdeildinni.

„Þegar þú ert að daðra við fallið í svona langan tíma þá mun alltaf hið óhjákvæmilega gerast," sagði Alan Shearer.

„Þetta er skelfilegt fyrir stuðningsmennina en þetta hefur verið í býgerð í langan tíma," sagði Shearer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×