Enski boltinn

Þjálfaramálin hjá Swansea komin á hreint

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guidolin stýrir Swansea næstu tvö árin.
Guidolin stýrir Swansea næstu tvö árin. vísir/getty
Francesco Guidolin skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Swansea City sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með.

Guidolin tók við Swansea um miðjan janúar þegar liðið var aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Ítalinn reyndi hefur stýrt Swansea í 15 leikjum en sjö þeirra hafa unnist, fimm tapast og þremur lyktað með jafntefli. Velska liðið bjargaði sér endanlega frá falli með sigri á Liverpool um þarsíðustu helgi.

Fyrir lokaumferðina er Swansea í 11. sæti úrvalsdeildarinnar með 46 stig og með sigri á Manchester City á sunnudaginn bætir liðið sinn næstbesta árangur í úrvalsdeildinni.

Áður en Guidolin tók við Swansea var hann við stjórnvölinn hjá Udinese í sex ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×