Enski boltinn

Ekkert lið betra en West Ham á móti bestu liðunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll og Mark Noble eftir leikinn í gær.
Andy Carroll og Mark Noble eftir leikinn í gær. Vísir/Getty
West Ham vann í gær 3-2 sigur á Manchester United í síðasta heimaleik sínum á Upton Park en sigurinn kom Lundúnaliðinu á toppinn á athyglisverðum lista í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

West Ham hefur nú unnið öll "stóru" liðin á þessu tímabili og er það lið í ensku úrvalsdeildinni í vetur sem hefur fengið flest stig á móti liðunum sem eru í efri hluta deildarinnar.

West Ham hefur unnið 8 af 17 leikjum sínum á móti liðum í efri hlutanum og aðeins tapað þremur leikjum. Liðið hefur náð í samtals 30 stig út úr þessum 17 leikjum eða tveimur meira en Leiceseter City.

Tapleikirnir þrír hafa komið á móti Englandsmeisturum Leicester City, silfurliði Tottenham Hotspur og Southampton.

Englandsmeistarar Leicester City virðast vera tiltölulega jafngóðir á móti efri (2. sæti) eða neðri hluta (1. sæti) og það er því ekkert skrýtið að Leicester City sé með tíu stiga forskot í deildinni.

Það vekur líka athygli að Manchester City liðið hefur aðeins náð að vinna 4 af 18 leikjum sínum á móti efri hlutanum en liðið er samt á góðri leið í Meistaradeildina þökk sé því að City hefur unnið 15 af 19 leikjum á móti liðunum fyrir neðan tíunda sæti.



Flest stig á móti liðum í efri hlutanum:

1. West Ham United    30

2. Leicester City    28

3. Southampton    27

4. Manchester United    27

5. Tottenham Hotspur    26

6. Liverpool    23

7. Arsenal    23

8. Swansea City    19

9. West Bromwich Albion    19

10. Crystal Palace 18

11. Stoke City     17

12. Manchester City    16

12. Newcastle United    16

12. Everton    16

15. Chelsea    15



Gengi West Ham á móti efri hlutanum á þessu tímabili

1. Leicester City

(1-2 tap og 2-2 jafntefli)

2. Tottenham Hotspur

(1-0 sigur og 1-4 tap)

3. Arsenal

(3-3 jafntefli og 2-0 sigur)

4. Manchester City

(2-2 jafnefli og 2-1 sigur)

5. Manchester United

(3-2 sigur og 0-0 jafntefli)

6. West Ham United

            

7. Southampton

(2-1 sigur og 0-1 tap)

8. Liverpool

(2-0 sigur og 3-0 sigur)

9. Chelsea    

(2-1 sigur og 2-2 jafntefli)

10. Stoke City

(0-0 jafntefli + lokaleikur um helgina)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×