Erlent

Nafn leikkonunnar Emmu Watson í Panama-skjölunum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Emma Watson á aflandsfélag.
Emma Watson á aflandsfélag. Vísir/EPA
Nafn Emmu Watson leikkonu, sem þekktust er fyrir það að vera talskona HeforShe verkefnisins hjá UN Women og fyrir leik sinn sem Hermione Granger í Harry Potter kvikmyndunum, kemur fram í Panama-skjölunum.

Talsmaður leikkonunnar segir aflandsfélag hennar ekki hafa verið nýtt sem skattaskjól eða til þess að komast hjá myntstefnu yfirvalda. Nafn leikkonunnar fannst eftir að Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, ICIJ, birti gagnagrunn með um 200 þúsundum félaga.

Það eru þó ekki allar upplýsingarnar sem fram koma í skjölunum. Talsmaður Watson staðfesti að hún hefði stofnað aflandsfélag í sínu nafni. Hins vegar sagði talsmaður hennar að ekki fælist í fyrirkomulaginu nokkurt skattalegt hagræði eða annars konar slíkir kostir. Talsmaðurinn sagði hana nota félagið til þess að vernda einkalíf sitt.

„Emma, líkt og margir aðrir heimsfrægir einstaklingar, stofnaði aflandsfélag til þess eins og vernda nafnleynd sína og öryggi sitt,“ sagði talsmaðurinn í yfirlýsingu.

„Fyrirtæki í Bretlandi verða að birta opinberlega allar upplýsingar um viðskiptavini sína og því tryggja þau henni ekki nægilega nafnleynd sem er nauðsynleg til þess að vernda öryggi hennar sem hefur verið í hættu í fortíðinni vegna þess að slíkar upplýsingar voru öllum aðgengilegar. Aflandsfélög birta ekki slíkar upplýsingar. Kostirnir fyrir Emmu felast þó engan veginn í skattalegu hagræði á nokkurn hátt heldur fylgir þessu aðeins sá kostur að einkalíf hennar er verndað.“

Ekki er ólöglegt að stofna aflandsfélag. Fjölmargir heimsfrægir einstaklingar hafa verið nefndir í tengslum við Panama-skjölin. Þar má nefna nokkra leiðtoga í heiminum, svo sem forseti Úkraínu Petro Poroshenko, og fótboltastjarnan Lionel Messi. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×