Fótbolti

Íslensku landsliðsstrákarnir buðu upp á „dab“ í myndatöku fyrir EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna hér sigri í undankeppninni.
Íslensku strákarnir fagna hér sigri í undankeppninni. Vísir/EPA
Nú eru bara 34 dagar í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi og þegar orðið ljóst hvaða 23 leikmenn fá það verkefni að taka þátt í fyrsta stórmóti karlalandsliðsins í sögunni.

Í tengslum við mótið þurfa strákarnir að fara í allskonar myndatökur og auglýsingagerð enda gera fyrirtæki landsins sér vel grein fyrir því að öll þjóðin mun fylgjast með strákunum okkar á EM.

Ljósmyndarinn Snorri Björns fékk það verkefni að mynda strákana í Danmörku á dögunum en hann var þá að vinna að gerða auglýsinga fyrir Coca Cola.  

Íslenska liðið var komið til Danmerkur til að spila æfingaleik við heimamenn en auk þess að mæta á æfingar og spila leikinn þá fóru strákarnir líka í keppnisgallann í stúdíóinu hjá Snorri Björns.

„Dagana fyrir leik fengum við nokkra leikmenn til okkar í stúdíómyndatöku og mynduðum þá bak og fyrir. Þær myndir hanga nú í bestu auglýsingaplássum bæjarins en ein mynd hefur ekki drifið svo langt og fær í staðinn frumsýningu hér á gramminu - í tilefni þess að allir leikmennirnir á myndinni voru valdir í hóp íslenska landsliðsins til þátttöku EM í sumar," segir Snorri Björns á Instragram en þar birtir hann þessa skemmtilegu mynd af fimm leikmönnum íslenska liðsins.

Leikmennirnir sem voru til að bregða á leik og fóru létt með „dab“ stellinguna eru Ragnar Sigurðsson, Hannes Þór Halldórsson, Aron Einar Gunnarsson, Jón Daði Böðvarsson og Ari Freyr Skúlason.

Í mars fór ég til Herning, Danmörku, að mynda íslenska landsliðið fyrir Coca Cola þar sem þeir áttu vináttuleik við það danska. Dagana fyrir leik fengum við nokkra leikmenn til okkar í stúdíómyndatöku og mynduðum þá bak og fyrir. Þær myndir hanga nú í bestu auglýsingaplássum bæjarins en ein mynd hefur ekki drifið svo langt og fær í staðinn frumsýningu hér á gramminu - í tilefni þess að allir leikmennirnir á myndinni voru valdir í hóp íslenska landsliðsins til þáttöku EM í sumar. Við fórum út í mikilli óvissu um hvernig, og hvort, þetta færi fram en að leikslokum voru fótboltamennirnir meira en viljugir til þess að gera þetta vel og ræða við mig um önnur málefni en fótbolta á meðan myndatökum stóð (ásamt því að pósa í the dab). Skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið að mér, takk fyrir fáránlega góða ferð @fannaringi og @jensoffersen - Til hamingju með valið í EM hópinn @ariskulason23 @hanneshalldorsson @arongunnarsson @jondadib og Raggi sem á ekki Instagram.

A photo posted by Snorri Björns (@snorribjorns) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×