Enski boltinn

Svona var ástandið inn í rútu Manchester United | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesse Lingard og rútan.
Jesse Lingard og rútan. Vísir/Getty
Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, var með símann á lofti í gærkvöldi þegar liðsrúta Manchester United var að reyna að komast á Upton Park þar sem United-liðið átti að spila einn mikilvægasta leik tímabilsins.

Það varð að seinka leiknum um 45 mínútur vegna atburðanna fyrir leikinn og svo fór á endanum að Manchester United missti niður 2-1 forystu og tapaði 3-2 í leik sem liðið varð helst að vinna til að eiga möguleika á því að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Stuðningsmenn West Ham voru í hundraða tali á götunni fyrir framan Upton Park og það gekk mjög illa hjá rútubílstjóranum að komast í gegnum mannfjöldann. Það sem verra er þó var að fjölmargir stuðningsmanna West Ham hentu öllu lauslegu í rútuna og margar rúður brotnuðu.

Sjá einnig:Sjáðu hvernig rúta Man. Utd. leit út eftir aðkomuna að Upton Park

Bjórflöskur og bjórdósir skullu hver á fætur annarri á rúðum rútunnar og hún var ekki að komast neitt vegna alls mannfjöldans sem gerði upplifun þeirra sem voru í rútunni enn verri.

Eina leiðin fyrir Manchester United-liðið að komast í leikinn var að koma rútunni alla leið því skiljanlega hætti enginn United-maður sé út á meðal æstra stuðningsmanna West Ham.

Ástandið inn í rútunni var skiljanlega ekki gott og það má sjá í myndbandi Jesse Lingard að leikmenn Manchester United voru búnir að leita sér skjóls á miðju gólfi rútunnar.  Leikmennirnir missa út úr sé allskonar blótsyrði og þá má heyra einhvern kalla ítrekað á mömmu sína sem var örugglega meira grín en alvara.

Sjá einnig:West Ham setur rútu-bullurnar í ævilangt bann

Myndbandið hans Jesse Lingard komst á flug á Twitter og hefur verið birt á flestum enskum miðlum í framhaldinu.

Í myndbandi Jesse Lingard hér fyrir neðan má einnig sjá aðra leikmenn Manchester United taka upp myndband af ástandinu inn í rútunni sem og öllum mannfjöldanum fyrir utan rútuna. Þarna má sjá leikmenn eins og þá Cameron Borthwick-Jackson, Michael Carrick, Phil Jones og Adnan Januzaj auk Jesse Lingard.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×