Enski boltinn

Sjáðu hvernig rúta Man. Utd. leit út eftir aðkomuna að Upton Park | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brotin rúða eftir flöskukast.
Brotin rúða eftir flöskukast. vísir/afp
Eins og greint var frá fyrr í kvöld seinkaði leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um 45 mínútur en hann hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Ástæðan eru óeirðir fyrir utan Upton Park þar sem West Ham spilar síðasta heimaleik félagsins í sögunni í kvöld. Leikurinn er risastór fyrir Manchester United sem getur komist upp í fjórða sætið með sigri og verið með Meistaradeildarörlögin í eigin höndum.

Þegar rúta United-liðsins rann í hlaðið var hún grýtt með flöskum og öðru en rútan var ansi illa farin eftir aðkomuna að Upton Park eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, sagði við fréttamenn þegar hann steig úr rútunni að hún væri mjög illafarin og taldi að West Ham væri nú ekki ánægt með framkomu stuðningsmannanna.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af rútunni eins og hún leit út eftir lætin í kvöld.

Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu hér.

vísir/afp
vísir/afp
vísir/afp

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×