Enski boltinn

Liðsrúta United grýtt og leiknum seinkað vegna óeirða

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Flöskum er hent í liðsrútu Manchester United er hún rennur í hlað.
Flöskum er hent í liðsrútu Manchester United er hún rennur í hlað. vísir/getty
Búið er að seinka leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem átti að hefjast klukkan 18.45. Hann hefst þess í stað klukkan 19.30.

Lögreglunni gengur illa að hafa hemil á óeirðum fyrir utan völlinn en West Ham spilar í kvöld í síðasta sinn á Upton Park.

Liðsrúta Manchester United var grýtt og sagði Wayne Rooney við fréttamann þegar hann steig loksins út úr rútunni að henni hefði verið rústað.

„Ég er viss um að félagið West Ham er svekkt með það sem stuðningsmennirnir hafa gert,“ sagði Wayne Rooney.

Leikurinn er í beinni textalýsingu hér og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×