Enski boltinn

West Ham vann síðasta heimaleikinn á Upton Park og gerði United mikinn grikk | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það var mikil harka og fjör í leiknum.
Það var mikil harka og fjör í leiknum. vísir/getty
Manchester United mistókst að komast upp fyrir samborgara sína í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni kvöld þegar liðið tapaði leiknum sem það átti til góða gegn West Ham, 3-2.

Leikurinn var mikil skemmtun en honum seinkaði um 45 mínútur vegna óeirða fyrir utan völlinn þar sem liðsrútu Manchester United var rústað.

Leikmenn gestanna virkuðu enn þá skelkaðir þegar þeir mættu til leiks því West Ham var miklu betra liðið og komst í 1-0 á tíundu mínútu með marki Diafra Sakho. Þannig var staðan í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum voru skoruðu fjögur mörk. Anthony Martial virtist ætla að vera hetja Manchester United þegar hann jafnaði metin á 51. mínútu og kom liðinu yfir á 72. mínútu. Hann er nú búinn að skora ellefu deildarmörk fyrir United á tímabilinu.

Með sigri hefði Manchester United aðeins þurft að leggja nýliða Bournemouth í lokaumferðinni til að tryggja sér Meistaradeildarsæti og skilja Manchester City eftir en United-menn fóru illa að ráði sínu.

Michail Antonio jafnaði metin á 76. mínútu og miðvörðurinn Winston Reid skoraði svo sigurmark heimamanna í lokaleik liðsins á Upton Park á 80. mínútu, 3-2. David De Gea varði skalla hans í netið.

Frábær lokaleikur fyrir West Ham en reiðarslag fyrir Manchester United sem þarf nú að vinna Bournemouth og treysta á að Swansea vinni Manchester City í lokaumferðinni. Annars verður United ekki í Meistaradeildinni næsta vetur.

Diafra Sakho kemur West Ham í 1-0: Anthony Martial jafnar í 1-1 fyrir United: Anthony Martial kemur United í 1-2: Michail Antonio jafnar í 2-2 fyrir West Ham: Winston Reid kemur West Ham í 3-2:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×