Stórslysalegur samningur Ólafur Arnalds skrifar 26. maí 2016 05:00 Nýr búvörusamningur liggur fyrir Alþingi. Til stendur að greiða marga tugi milljarða á komandi árum til að styrkja landbúnaðarframleiðslu. Drjúgur hluti fjárins fer til sauðfjárframleiðslu. Síst af öllu ber að draga úr mikilvægi þess að halda landinu í byggð og framleiða matvæli heima fyrir; það er almenn sátt um að styrkja þurfi landbúnað á Íslandi. En ég efa að almenn sátt ríki um að flytja þriðjung dilkakjötsframleiðslunnar út á meðan við sem þjóð leggjum 10-20 milljarða króna, jafnvel meira, með útflutningnum næstu 10 árin í gegnum styrkjagreiðslur nýs samnings. Hluti milljarðanna fer í að styrkja nýtingu á landi sem alfarið ætti að friða fyrir beit, m.a. á auðnum og rofsvæðum gosbeltisins. Ekki er litið til ástands lands að fullu, því svokallaður landnýtingarþáttur gæðastýringar tekur ekki á stóru landnýtingarmálunum sem fylgja sauðfjárbeit. Fjallað er um einkennilega stöðu sauðfjárræktarinnar í samnefndri grein á visir.is (19. maí). Þar eru talin upp mörg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en búvörusamningurinn verður festur í lög. Ekki verður séð að stefnumótun hafi farið fram um í hvaða byggðarlögum er nauðsynlegt að styrkja dilkakjötsframleiðslu út frá byggðarlegum sjónarmiðum, eða hvar slíkir styrkir eru óþarfir þar sem nóg önnur atvinna er í boði, eða jafnvel hvar sauðfjárframleiðsla er hamlandi fyrir eðlilega uppbyggingu fjölþættari atvinnuvega. Eða að tillit sé tekið til hvar draga ætti úr framleiðslunni út frá náttúruverndarsjónarmiðum (en þær upplýsingar hafa þó legið fyrir lengi). Hefur verið gerð greining á þörfum landsmanna fyrir kjötið? Líklega ekki. Engu að síður stendur til að eyða milljörðum króna af skattpeningum til að auka framleiðsluna. Er það okkar að leggja til lúxusvöru á matardiska erlendra heimila? Ekki er laust við að „samningsgerðin“ beri keim af því að bændur hafa samið við sjálfa sig – og almenningur borgar. Aðferðafræðin er fjandsamleg umhverfissjónarmiðum og markar skref áratugi aftur í tímann. Að lokum: það er mikilvægt að fresta eða falla frá sauðfjárhluta búvörusamningsins og hefja stefnumótunarvinnu um stuðning við þá atvinnugrein á breiðum grunni, sem m.a. miðar að aðlögun framleiðslunnar að landkostum, þörfum landsmanna sjálfra á framleiðslunni og að beit á illa gróna afrétti verði aflögð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýr búvörusamningur liggur fyrir Alþingi. Til stendur að greiða marga tugi milljarða á komandi árum til að styrkja landbúnaðarframleiðslu. Drjúgur hluti fjárins fer til sauðfjárframleiðslu. Síst af öllu ber að draga úr mikilvægi þess að halda landinu í byggð og framleiða matvæli heima fyrir; það er almenn sátt um að styrkja þurfi landbúnað á Íslandi. En ég efa að almenn sátt ríki um að flytja þriðjung dilkakjötsframleiðslunnar út á meðan við sem þjóð leggjum 10-20 milljarða króna, jafnvel meira, með útflutningnum næstu 10 árin í gegnum styrkjagreiðslur nýs samnings. Hluti milljarðanna fer í að styrkja nýtingu á landi sem alfarið ætti að friða fyrir beit, m.a. á auðnum og rofsvæðum gosbeltisins. Ekki er litið til ástands lands að fullu, því svokallaður landnýtingarþáttur gæðastýringar tekur ekki á stóru landnýtingarmálunum sem fylgja sauðfjárbeit. Fjallað er um einkennilega stöðu sauðfjárræktarinnar í samnefndri grein á visir.is (19. maí). Þar eru talin upp mörg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en búvörusamningurinn verður festur í lög. Ekki verður séð að stefnumótun hafi farið fram um í hvaða byggðarlögum er nauðsynlegt að styrkja dilkakjötsframleiðslu út frá byggðarlegum sjónarmiðum, eða hvar slíkir styrkir eru óþarfir þar sem nóg önnur atvinna er í boði, eða jafnvel hvar sauðfjárframleiðsla er hamlandi fyrir eðlilega uppbyggingu fjölþættari atvinnuvega. Eða að tillit sé tekið til hvar draga ætti úr framleiðslunni út frá náttúruverndarsjónarmiðum (en þær upplýsingar hafa þó legið fyrir lengi). Hefur verið gerð greining á þörfum landsmanna fyrir kjötið? Líklega ekki. Engu að síður stendur til að eyða milljörðum króna af skattpeningum til að auka framleiðsluna. Er það okkar að leggja til lúxusvöru á matardiska erlendra heimila? Ekki er laust við að „samningsgerðin“ beri keim af því að bændur hafa samið við sjálfa sig – og almenningur borgar. Aðferðafræðin er fjandsamleg umhverfissjónarmiðum og markar skref áratugi aftur í tímann. Að lokum: það er mikilvægt að fresta eða falla frá sauðfjárhluta búvörusamningsins og hefja stefnumótunarvinnu um stuðning við þá atvinnugrein á breiðum grunni, sem m.a. miðar að aðlögun framleiðslunnar að landkostum, þörfum landsmanna sjálfra á framleiðslunni og að beit á illa gróna afrétti verði aflögð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun