Þingmenn Framsóknar ýmist í liði með formanni eða forsætisráðherra varðandi kosningar í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 24. maí 2016 19:57 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins og forsætisráðhera. vísir/ernir Þingmenn Framsóknarflokksins skiptast í fylkingar með formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eða forsætisráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni, varðandi það hvort kjósa eigi til þings í haust eða ekki. Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu en hún sagði á þingi í dag að það væri vanhugsað að hafa þingkosningar í haust. Í ræðu sinni minnti Silja Dögg á árangur ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi kjörtímabili: „Við hljótum að vera sammála um að þetta er einstakur árangur ríkisstjórnarinnar á aðeins þremur árum. Því er það mín skoðun að það hafi verið vanhugsað að samþykkja kosningar nú í haust. Hagsmunum okkar er best borgið með að leyfa núverandi ríkisstjórn að sitja út kjörtímabilið,“ sagði Silja Dögg. Þá sagði hún skuldalækkunaraðgerðirnar, losun hafta og vinnu við húsnæðiskerfið sýna það glöggt hversu vel hafi gengið á kjörtímabilinu.Sjá ræðu Silju hér að neðan.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sagði í viðtali á sunnudaginn að það væri ekkert ákveðið með kosningar í haust. Eru þau ummæli á skjön við það sem forsætisráðherra hefur haldið fram allt frá því hann settist í embættið en seinast í gær sagði Sigurður Ingi í samtali við Vísi að enn væri stefnt að kosningum í haust.Segir suma þingmenn stjórnarandstöðunnar ekkert sérstaklega spennta fyrir kosningum Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg aðspurð að það séu fleiri þingmenn Framsóknar á sömu skoðun og hún; að það eigi að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Einnig játar hún því að þingmenn séu að setja sig á bása með annað hvort formanni eða forsætisráðherra. „Já, menn eru svo sem að gera það," segir Silja Dögg. „Ég hef nú ekki farið í haustalningu innan þingflokksins en það eru margir sem eru sammála mér um að kosningar skulu fara fram næsta vor. Ég var nú bara að nýta þetta tækifæri til að tjá mína skoðun á málinu." Silja segir einnig hafa heyrt í þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna sem vilja ekki kjósa í haust. „Já þetta er það sem ég heyri á göngunum. Þingmenn flokka sem mælast lágir í skoðanakönnunum eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir kosningum eftir því sem ég heyri og telja þetta óðagot þegar uppi er staðið,“ segir Silja Dögg. „Mér finnst blóðugt í ljósti stöðunnar að hleypa öllu í uppnám með kosningum.“Björt framtíð og Samfylkingin vilja kosningar Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja þessi ummæli Silja Daggar vera langt frá sannleikanum. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn tilbúinn í kosningar sem allra fyrst. „Þingmönnum Bjartrar framtíðar finnst það mikilvægast að þjóðin fái að kjósa sem allra fyrst. Þessi ummæli eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Brynhildur. Valgerður Bjarnadóttir tekur í sama streng. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Við í Samfylkingunni viljum að það verði kosið í haust og að staðið verði við loforðið. Þó Framsóknarflookkur vilji ekki í kosningar þá finnur hann ekki bandamenn þeirrar skoðunar í okkar röðum,“ segir Valgerður. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins skiptast í fylkingar með formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eða forsætisráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni, varðandi það hvort kjósa eigi til þings í haust eða ekki. Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu en hún sagði á þingi í dag að það væri vanhugsað að hafa þingkosningar í haust. Í ræðu sinni minnti Silja Dögg á árangur ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi kjörtímabili: „Við hljótum að vera sammála um að þetta er einstakur árangur ríkisstjórnarinnar á aðeins þremur árum. Því er það mín skoðun að það hafi verið vanhugsað að samþykkja kosningar nú í haust. Hagsmunum okkar er best borgið með að leyfa núverandi ríkisstjórn að sitja út kjörtímabilið,“ sagði Silja Dögg. Þá sagði hún skuldalækkunaraðgerðirnar, losun hafta og vinnu við húsnæðiskerfið sýna það glöggt hversu vel hafi gengið á kjörtímabilinu.Sjá ræðu Silju hér að neðan.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sagði í viðtali á sunnudaginn að það væri ekkert ákveðið með kosningar í haust. Eru þau ummæli á skjön við það sem forsætisráðherra hefur haldið fram allt frá því hann settist í embættið en seinast í gær sagði Sigurður Ingi í samtali við Vísi að enn væri stefnt að kosningum í haust.Segir suma þingmenn stjórnarandstöðunnar ekkert sérstaklega spennta fyrir kosningum Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg aðspurð að það séu fleiri þingmenn Framsóknar á sömu skoðun og hún; að það eigi að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Einnig játar hún því að þingmenn séu að setja sig á bása með annað hvort formanni eða forsætisráðherra. „Já, menn eru svo sem að gera það," segir Silja Dögg. „Ég hef nú ekki farið í haustalningu innan þingflokksins en það eru margir sem eru sammála mér um að kosningar skulu fara fram næsta vor. Ég var nú bara að nýta þetta tækifæri til að tjá mína skoðun á málinu." Silja segir einnig hafa heyrt í þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna sem vilja ekki kjósa í haust. „Já þetta er það sem ég heyri á göngunum. Þingmenn flokka sem mælast lágir í skoðanakönnunum eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir kosningum eftir því sem ég heyri og telja þetta óðagot þegar uppi er staðið,“ segir Silja Dögg. „Mér finnst blóðugt í ljósti stöðunnar að hleypa öllu í uppnám með kosningum.“Björt framtíð og Samfylkingin vilja kosningar Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja þessi ummæli Silja Daggar vera langt frá sannleikanum. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn tilbúinn í kosningar sem allra fyrst. „Þingmönnum Bjartrar framtíðar finnst það mikilvægast að þjóðin fái að kjósa sem allra fyrst. Þessi ummæli eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Brynhildur. Valgerður Bjarnadóttir tekur í sama streng. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Við í Samfylkingunni viljum að það verði kosið í haust og að staðið verði við loforðið. Þó Framsóknarflookkur vilji ekki í kosningar þá finnur hann ekki bandamenn þeirrar skoðunar í okkar röðum,“ segir Valgerður.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00
Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00
Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58