Hársbreidd munaði að umdeildur þjóðernissinni yrði forseti Austurríkis Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. maí 2016 07:00 Sigurvegarinn Alexander van der Bellen eftir að úrslit lágu fyrir síðdegis í gær. Vísir/EPA Alexander Van der Bellen vann í gær nauman sigur í seinni umferð forsetakosninga í Austurríki á hinum umdeilda þjóðernissinna Norbert Hofer, frambjóðanda Frelsisflokksins. Van der Bellen er 72 ára gamall hagfræðiprófessor og fyrrverandi leiðtogi austurríska Græningjaflokksins. Hofer viðurkenndi ósigur sinn í gær, en leiðtogi Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache, sakar fjölmiðla um að hafa birt villandi upplýsingar um talningu atkvæða. Talningin reyndist æsispennandi. Á sunnudagskvöld, þegar búið var að telja allt nema utankjörstaðaratkvæði, hafði Hofer vinninginn með 51,9 prósent á móti 48,1 prósenti til Van der Bellens. Þetta snerist svo við á mánudeginum.Lokatölur urðu þær að Van der Bellen hlaut 50,3 prósent atkvæða en Hofer 49,7 prósent. Á milli þeirra skildu aðeins 31.026 atkvæði. Hofer hlaut engu að síður atkvæði frá nærri helmingi allra kjósenda, meira en 2,2 milljónir atkvæða samtals. Það er nærri fjórðungur þjóðarinnar og meira en þriðjungur atkvæðisbærra manna. Hofer er frambjóðandi Frelsisflokksins, sem er yst á hægri væng stjórnmálanna í Austurríki. Flokkurinn á rætur að rekja til nasista og hefur áratugum saman barist gegn því að útlendingar komi í stórum stíl til Austurríkis, af ótta við að það muni ríða austurrískri menningu og mannlífi að fullu. Sjálfur hefur Hofer þó forðast að taka sterkt til orða gegn flóttafólki og innflytjendum. Á síðasta ári komu 90 þúsund flóttamenn til Austurríkis. Íbúar landsins hafa margir hverjir fyllst ótta og reiði í garð flóttafólks og fylgi Frelsisflokksins hefur í kjölfarið aukist verulega samkvæmt skoðanakönnunum. Hann mælist nú með um þriðjungs fylgi. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða í Evrópu, þar sem þjóðernisflokkar yst á hægri vængnum hafa sópað að sér fylgi í hverju landinu á fætur öðru. Sigur Hofers í forsetakosningunum um helgina hefði vafalaust orðið skoðanasystkinum hans í öðrum Evrópulöndum hvatning til frekari dáða. Sigurvegarinn, Van der Bellen, sagðist í ræðu sinni í gær, stuttu eftir að úrslitin lágu fyrir, ætla að hlusta vel á þá sem fyllst hafa reiði og ótta vegna flóttafólksins. Hann ætlist síðan einnig til þess á móti að hinir reiðu og hræddu hlusti á sig: „Það mætti segja: Þú ert jafn mikilvægur og ég, og ég er jafn mikilvægur og þú.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum Hafði betur gegn frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 14:18 Hnífjafnt í Austurríki Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot. 22. maí 2016 15:54 Jafntefli í austurrísku kosningunum Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundaratkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin. 23. maí 2016 07:00 Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. 21. maí 2016 07:00 Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 19:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Alexander Van der Bellen vann í gær nauman sigur í seinni umferð forsetakosninga í Austurríki á hinum umdeilda þjóðernissinna Norbert Hofer, frambjóðanda Frelsisflokksins. Van der Bellen er 72 ára gamall hagfræðiprófessor og fyrrverandi leiðtogi austurríska Græningjaflokksins. Hofer viðurkenndi ósigur sinn í gær, en leiðtogi Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache, sakar fjölmiðla um að hafa birt villandi upplýsingar um talningu atkvæða. Talningin reyndist æsispennandi. Á sunnudagskvöld, þegar búið var að telja allt nema utankjörstaðaratkvæði, hafði Hofer vinninginn með 51,9 prósent á móti 48,1 prósenti til Van der Bellens. Þetta snerist svo við á mánudeginum.Lokatölur urðu þær að Van der Bellen hlaut 50,3 prósent atkvæða en Hofer 49,7 prósent. Á milli þeirra skildu aðeins 31.026 atkvæði. Hofer hlaut engu að síður atkvæði frá nærri helmingi allra kjósenda, meira en 2,2 milljónir atkvæða samtals. Það er nærri fjórðungur þjóðarinnar og meira en þriðjungur atkvæðisbærra manna. Hofer er frambjóðandi Frelsisflokksins, sem er yst á hægri væng stjórnmálanna í Austurríki. Flokkurinn á rætur að rekja til nasista og hefur áratugum saman barist gegn því að útlendingar komi í stórum stíl til Austurríkis, af ótta við að það muni ríða austurrískri menningu og mannlífi að fullu. Sjálfur hefur Hofer þó forðast að taka sterkt til orða gegn flóttafólki og innflytjendum. Á síðasta ári komu 90 þúsund flóttamenn til Austurríkis. Íbúar landsins hafa margir hverjir fyllst ótta og reiði í garð flóttafólks og fylgi Frelsisflokksins hefur í kjölfarið aukist verulega samkvæmt skoðanakönnunum. Hann mælist nú með um þriðjungs fylgi. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða í Evrópu, þar sem þjóðernisflokkar yst á hægri vængnum hafa sópað að sér fylgi í hverju landinu á fætur öðru. Sigur Hofers í forsetakosningunum um helgina hefði vafalaust orðið skoðanasystkinum hans í öðrum Evrópulöndum hvatning til frekari dáða. Sigurvegarinn, Van der Bellen, sagðist í ræðu sinni í gær, stuttu eftir að úrslitin lágu fyrir, ætla að hlusta vel á þá sem fyllst hafa reiði og ótta vegna flóttafólksins. Hann ætlist síðan einnig til þess á móti að hinir reiðu og hræddu hlusti á sig: „Það mætti segja: Þú ert jafn mikilvægur og ég, og ég er jafn mikilvægur og þú.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum Hafði betur gegn frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 14:18 Hnífjafnt í Austurríki Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot. 22. maí 2016 15:54 Jafntefli í austurrísku kosningunum Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundaratkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin. 23. maí 2016 07:00 Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. 21. maí 2016 07:00 Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 19:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum Hafði betur gegn frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 14:18
Hnífjafnt í Austurríki Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot. 22. maí 2016 15:54
Jafntefli í austurrísku kosningunum Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundaratkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin. 23. maí 2016 07:00
Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. 21. maí 2016 07:00
Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 19:30