Fjöldi látinna er á einhverju reiki, en Reuters fréttaveitan segir minnst hundrað og hefur það eftir Syrian Observatory for Human Rights. Ríkismiðlar Sýrlands gefa lægri tölur.
Vígamenn eru sagðir hafa sprengt sig í loft upp meðal annars nærri bensínstöð, rútustöð og sjúkrahúsi.