Innflytjendur þurfa meiri stuðning í skólanum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2016 07:00 Í Tækniskólanum eru hundrað nemendur á svokallaðri nýbúabraut. Mynd/Anna Fjóla Gísladóttir Gögn Hagstofunnar sýna að rúm 95 prósent sextán ára ungmenna sóttu framhaldsskóla haustin 2012 og 2013. Skólasókn var minnst meðal innflytjenda, eða rúmlega 86 prósent, og tæp 65 prósent voru í skóla við 18 ára aldur. Þrátt fyrir að nemendum af erlendum uppruna hafi fjölgað hratt í íslensku skólakerfi er aðeins eitt skyldunámskeið í fimm ára kennaranámi HÍ sem kemur inn á málefni innflytjenda. Í námskeiðinu er fjallað um skóla án aðgreiningar og fjölbreyttan nemendahóp, og þar með innflytjendur. Þeir sem taka kennsluréttindi til framhaldsskólakennslu taka engin skyldunámskeið er varða innflytjendur sérstaklega. Þess má geta að nemendur geta tekið valnámskeið um innflytjendur og valið námsleiðir þar sem fjallað er ítarlegra um málefni þeirra.Þórdís Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í TækniskólanumÞórdís Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Tækniskólanum, hefur mikla reynslu af vinnu með innflytjendum í skólakerfinu og segir ýmsar ástæður að baki því að erfitt sé að halda þessum hópi ungmenna innan skólaveggjanna. „Margir unglingar búa í tveimur menningarheimum, einn er heima og hinn í skólanum. Því gilda ólíkar reglur og gildi um hvað skipti mestu máli og hvernig maður hagar sér. Einnig geta verið ólík viðhorf til menntunar.“ Þórdís nefnir dæmi um unglinga frá Asíu þar sem ungt fólk á ekki að ávarpa eldri manneskjur að fyrra bragði eða segja að maður skilji ekki eitthvað. „Þetta getur valdið vandræðum því þau taka ekki frumkvæði og biðja ekki um aðstoð. Á þessu þurfa kennarar að átta sig.“ Almennt segir Þórdís þurfa að veita innflytjendum meiri stuðning í framhaldsskólunum og að menntun kennara sé mikilvæg. „Kennarar eru lykilmanneskjur. Þeir eru oft einir með hóp nemenda og þar með nýbúana. Þeir setja tóninn í hópnum, þeirra viðhorf og samskipti skipta þar af leiðandi svo miklu máli.“ Nánar verður fjallað um málið í Battlað í borginni sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gögn Hagstofunnar sýna að rúm 95 prósent sextán ára ungmenna sóttu framhaldsskóla haustin 2012 og 2013. Skólasókn var minnst meðal innflytjenda, eða rúmlega 86 prósent, og tæp 65 prósent voru í skóla við 18 ára aldur. Þrátt fyrir að nemendum af erlendum uppruna hafi fjölgað hratt í íslensku skólakerfi er aðeins eitt skyldunámskeið í fimm ára kennaranámi HÍ sem kemur inn á málefni innflytjenda. Í námskeiðinu er fjallað um skóla án aðgreiningar og fjölbreyttan nemendahóp, og þar með innflytjendur. Þeir sem taka kennsluréttindi til framhaldsskólakennslu taka engin skyldunámskeið er varða innflytjendur sérstaklega. Þess má geta að nemendur geta tekið valnámskeið um innflytjendur og valið námsleiðir þar sem fjallað er ítarlegra um málefni þeirra.Þórdís Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í TækniskólanumÞórdís Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Tækniskólanum, hefur mikla reynslu af vinnu með innflytjendum í skólakerfinu og segir ýmsar ástæður að baki því að erfitt sé að halda þessum hópi ungmenna innan skólaveggjanna. „Margir unglingar búa í tveimur menningarheimum, einn er heima og hinn í skólanum. Því gilda ólíkar reglur og gildi um hvað skipti mestu máli og hvernig maður hagar sér. Einnig geta verið ólík viðhorf til menntunar.“ Þórdís nefnir dæmi um unglinga frá Asíu þar sem ungt fólk á ekki að ávarpa eldri manneskjur að fyrra bragði eða segja að maður skilji ekki eitthvað. „Þetta getur valdið vandræðum því þau taka ekki frumkvæði og biðja ekki um aðstoð. Á þessu þurfa kennarar að átta sig.“ Almennt segir Þórdís þurfa að veita innflytjendum meiri stuðning í framhaldsskólunum og að menntun kennara sé mikilvæg. „Kennarar eru lykilmanneskjur. Þeir eru oft einir með hóp nemenda og þar með nýbúana. Þeir setja tóninn í hópnum, þeirra viðhorf og samskipti skipta þar af leiðandi svo miklu máli.“ Nánar verður fjallað um málið í Battlað í borginni sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira