Innlent

Sakhæfur þrátt fyrir mikla skerðingu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Tveir sálfræðingar og geðlæknir gerðu mat á Angelo. Niðurstaðan er að hann sé verulega greindarskertur en þó sakhæfur.
Tveir sálfræðingar og geðlæknir gerðu mat á Angelo. Niðurstaðan er að hann sé verulega greindarskertur en þó sakhæfur. Fréttablaðið/Ernir
Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati sálfræðinga og geðlæknis, sem gert var á Hollendingnum Angelo Uyleman, er sú að hann sé sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur. Angelo er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Þá kemur fram að hann sé með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann sé ekki jafn fær og aðrir í að meðtaka, vinna úr og draga rökréttar ályktanir.

 

Angelo sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur en sú vist var harðlega gagnrýnd vegna andlegrar fötlunar hans. Þá hafði fjölskylda hans ekki verið látin vita af handtökunni fyrst um sinn og lét móðir hans því lýsa eftir honum á netinu.

Angelo hefur verið í farbanni og dvalið á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur í tæpa sex mánuði. Fyrirtaka í málinu var í gær en ekki er búið að festa tíma á aðalmeðferð málsins. 



Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×