Erlent

Meintir vígamenn handteknir í Þýskalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar að störfum í Þýskalandi.
Lögregluþjónar að störfum í Þýskalandi. Vísir/EPA
Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið þrjá menn frá Sýrlandi. Þeir eru sagðir hafa ætlað sér að gera sjálfsmorðsárásir í Düsseldorf á vegum Íslamska ríkisins. Samkvæmt saksóknurum ætluðu tveir þeirra að sprengja sig í loft upp og sá þriðji átti að skjóta á vegfarendur.

Tveir þeirra eru sagðir hafa gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi árið 2014 en þeir munu hafa ferðast til Þýskaland í gegnum Tyrkland í fyrra. Sá þriðji var þegar í Þýskalandi og er einn maður til viðbótar sagður vera í haldi lögreglu í Frakklandi. Hann er sagður hafa tengst skipulagningu árásarinnar.

Samkvæmt BBC gaf maðurinn sem handtekinn var í Frakklandi upp upplýsingar um hina þrjá í Þýskalandi. Þeir ætluðu sér að gera árásina á fjölmenni götu í miðborg Düsseldorf.

Í þýskum miðlum er haft eftir lögreglu að árásin sem mennirnir eru sagðir hafa skipulagt, tengist Evrópumótinu í Frakklandi ekki á nokkurn hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×