Fótbolti

Þrjú félög til í að kaupa Neymar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neymar hefur verið á ferð og flugi í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Hann fór meðal annars í teiti hjá Michael Jordan.
Neymar hefur verið á ferð og flugi í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Hann fór meðal annars í teiti hjá Michael Jordan. vísir/getty
Framtíð brasilíska knattspyrnusnillingsins Neymar er enn ekki á hreinu enda ganga samningaviðræður hans og Barcelona ekki vel.

Neymar á tvö ár eftir af fimm ára samningi sínum við Barcelona og gylliboð annarra félaga hjálpa eflaust ekki til.

Hermt er að PSG, Man. Utd og Real Madrid séu öll til í að greiða þá 26 milljarða króna sem þarf til þess að losa hann undan samningi við Spánarmeistarana.

„Það eru þrjú félög til í að greiða þá upphæð sem þarf til að losa hann undan samningi en ég má ekki segja meira. Ég get þó sagt að Neymar er engu að síður mjög hamingjusamur hjá Barcelona,“ sagði umboðsmaður Neymar, Wagner Ribeiro.

Neymar kom til Barcelona frá brasilíska félaginu Santos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×