Það var ekki bara íslenska stuðningsfólkið á vellinum, á Ingólfstorgi eða heima í stofu sem missti sig þegar Birkir Bjarnason jafnaði metin.
Portúgal komst yfir í fyrri hálfleiknum en íslensku strákarnir komu sterkir til baka í seinni hálfleiknum og Birkir Bjarnason jafnaði metin á 50. mínútu.
Birkir Bjarnason afgreiddi boltann glæsilega eftir frábæra fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni frá hægri.
Gummi Ben er þekktur fyrir frábærar lýsingar á sportstöðvum 365 en menn fá vanalega bara að heyra í honum en ekki sjá hann lýsa. Síminn var hinsvegar með myndavél á kappanum þegar Birkir Bjarnason jafnaði metin í gær.
Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan.
Sjáið @GummiBen lýsa marki Íslands gegn Portúgal. Mælum með því að nota þetta sem hringitón. #EMÍsland pic.twitter.com/5K9n0j6Nqd
— Síminn (@siminn) June 15, 2016