Borgin krefur ríkið um afsal flugvallarlands í Skerjafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2016 19:30 Borgarlögmaður telur hæstaréttardóm, sem féll í síðustu viku um lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar, knýja ríkið jafnframt til að afsala borginni stóru landssvæði í Skerjafirði. Þar er borgin búin að skipuleggja nýtt íbúðahverfi fyrir áttahundruð íbúðir. Valsmenn hf. geta nú sett byggingaframkvæmdir á Hlíðarenda á fullt eftir að ríkið var skikkað til efna samning við borgina um að loka flugbrautinni umdeilu. En það eru tveir endar á brautinni; hinn snýr að Skerjafirði, og nú vaknar sú spurning hvort hæstaréttardómurinn hafi rutt brautina fyrir borgina að hún fái einnig Skerjafjarðarlandið undir nýtt íbúðahverfi.Það var skömmu fyrir síðustu þingkosningar sem þau Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, undirrituðu samning um að borgin keypti flugvallarland ríkisins í Skerjafirði, alls 112 þúsund fermetra svæði. Á sama tíma kynnti borgin skipulag sem gerði ráð fyrir að þar risu 800 íbúðir, í þéttri byggð fjögurra hæða fjölbýlishúsa. Afsal skyldi gefið út þegar fyrir lægi formleg tilkynning um lokun flugbrautarinnar en samningurinn var gerður á grundvelli heimildargreinar í fjárlögum til ráðherra um að ganga til samninga um landið. Eftir ríkisstjórnarskipti hafnaði nýr stjórnarmeirihluti fjárlaganefndar að bæta inn í fjárlagafrumvarp heimild um að ríkið seldi Skerjafjarðarlandið. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, sagði þá í viðtali í fréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrlega bara fyrst og fremst þannig að það var Samfylkingin í ríkisstjórn sem samdi við Samfylkinguna í borgarstjórn um þennan gjörning og við erum bara að vinda ofan af því,” sagði Vigdís fyrir þremur árum.Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir handsala samkomulag um sölu flugvallarlandsins.Ráðamenn borgarinnar telja hins vegar rökstuðning Hæstaréttar í síðustu viku vísa veginn varðandi Skerjafjarðarlandið. „Ég get ekki betur séð en að Hæstiréttur sé mjög afdráttarlaus með það, beinlínis segir að Alþingi hafi heimilað þessa sölu, og að í þeim samningi sem gerður var í framhaldinu hafi falist skuldbinding um það að gera kaupsamning og gefa svo út afsal að því loknu. Þannig að í mínum huga er enginn vafi á því,“ segir Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður. Hvernig borgin muni fylgja þessu máli eftir svarar Kristbjörg: „Ég reikna með að þegar liggur fyrir að flugbrautinni hafi verið lokað, sem eru þau tímamörk sem miðað er við í samningnum, þá muni Reykjavíkurborg bara ganga í það að efna þann samning.“ Ekki þýði fyrir Alþingi að koma núna og hafna sölu Skerjafjarðarlandsins. „Nei, því það var nú beinlínis kveðið á um það í þessum dómi, sem nú féll, að samninga beri að efna. Og það er búið að gera samning um þetta. Og ríkið hlýtur að sjálfsögðu að efna þann samning,“ segir borgarlögmaður. Tengdar fréttir Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09 Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Borgarlögmaður telur hæstaréttardóm, sem féll í síðustu viku um lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar, knýja ríkið jafnframt til að afsala borginni stóru landssvæði í Skerjafirði. Þar er borgin búin að skipuleggja nýtt íbúðahverfi fyrir áttahundruð íbúðir. Valsmenn hf. geta nú sett byggingaframkvæmdir á Hlíðarenda á fullt eftir að ríkið var skikkað til efna samning við borgina um að loka flugbrautinni umdeilu. En það eru tveir endar á brautinni; hinn snýr að Skerjafirði, og nú vaknar sú spurning hvort hæstaréttardómurinn hafi rutt brautina fyrir borgina að hún fái einnig Skerjafjarðarlandið undir nýtt íbúðahverfi.Það var skömmu fyrir síðustu þingkosningar sem þau Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, undirrituðu samning um að borgin keypti flugvallarland ríkisins í Skerjafirði, alls 112 þúsund fermetra svæði. Á sama tíma kynnti borgin skipulag sem gerði ráð fyrir að þar risu 800 íbúðir, í þéttri byggð fjögurra hæða fjölbýlishúsa. Afsal skyldi gefið út þegar fyrir lægi formleg tilkynning um lokun flugbrautarinnar en samningurinn var gerður á grundvelli heimildargreinar í fjárlögum til ráðherra um að ganga til samninga um landið. Eftir ríkisstjórnarskipti hafnaði nýr stjórnarmeirihluti fjárlaganefndar að bæta inn í fjárlagafrumvarp heimild um að ríkið seldi Skerjafjarðarlandið. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, sagði þá í viðtali í fréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrlega bara fyrst og fremst þannig að það var Samfylkingin í ríkisstjórn sem samdi við Samfylkinguna í borgarstjórn um þennan gjörning og við erum bara að vinda ofan af því,” sagði Vigdís fyrir þremur árum.Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir handsala samkomulag um sölu flugvallarlandsins.Ráðamenn borgarinnar telja hins vegar rökstuðning Hæstaréttar í síðustu viku vísa veginn varðandi Skerjafjarðarlandið. „Ég get ekki betur séð en að Hæstiréttur sé mjög afdráttarlaus með það, beinlínis segir að Alþingi hafi heimilað þessa sölu, og að í þeim samningi sem gerður var í framhaldinu hafi falist skuldbinding um það að gera kaupsamning og gefa svo út afsal að því loknu. Þannig að í mínum huga er enginn vafi á því,“ segir Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður. Hvernig borgin muni fylgja þessu máli eftir svarar Kristbjörg: „Ég reikna með að þegar liggur fyrir að flugbrautinni hafi verið lokað, sem eru þau tímamörk sem miðað er við í samningnum, þá muni Reykjavíkurborg bara ganga í það að efna þann samning.“ Ekki þýði fyrir Alþingi að koma núna og hafna sölu Skerjafjarðarlandsins. „Nei, því það var nú beinlínis kveðið á um það í þessum dómi, sem nú féll, að samninga beri að efna. Og það er búið að gera samning um þetta. Og ríkið hlýtur að sjálfsögðu að efna þann samning,“ segir borgarlögmaður.
Tengdar fréttir Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09 Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09
Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58
Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04