Sagan skrifuð í Saint-Étienne Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júní 2016 06:00 Birkir Bjarnason fagnar markinu sínu. Vísir/Vilhelm „Ég er gríðarlega stoltur af að hafa skorað þetta mark. Ég mun minnast þess alla ævi,“ sagði kampakátur Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir 1-1 jafntefli strákanna okkar gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í fótbolta. Birkir skoraði jöfnunarmarkið í byrjun seinni hálfleiks eftir frábæra sendingu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Þetta er fyrsta markið sem karlalandsliðið skorar á stórmóti og það verður aldrei tekið af Birki. Strákarnir okkar stimpluðu sig inn með látum á EM í gær með því að ná þessu magnaða jafntefli gegn stórliði Portúgals. Það var nánast erfitt að fylgjast með sorgmæddum leikmönnum Portúgala ganga í gegnum viðtalssvæðið eftir leik. Þeim datt aldrei í hug að jafntefli yrðu lokaúrslitin. Eflaust voru þeir ekki einir um það. „Ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem höfðu trú á að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er bara virkilega stoltur af að ná þessum úrslitum,“ sagði Birkir. Þessir sömu Íslendingar mættu 8.000 talsins á Stade Geoffroy-Guichard í gærkvöldi og gerðu kvöldið ógleymanlegt. Þeir áttu stúkuna gegn 16.000 Portúgölum. Stundin eftir leik þegar strákarnir fóru og þökkuðu fyrir stuðninginn er eitthvað sem allir 8.000 plús 23 og þjálfararnir eiga eftir að muna lengi.Hannes Þór Halldórsson í baráttunni við Cristiano Ronaldo.Vísir/VilhelmVelkomnir aftur! Þó Birkir hafi á endanum verið hetja íslenska liðsins og spilaði frábærlega í seinni hálfleik átti hann erfitt uppdráttar í þeim fyrri. Strákarnir voru búnir að bíða eftir leiknum í sjö mánuði eða síðan dregið var í byrjun desember á síðasta ári. Það fór ekki á milli mála að stress var í okkar mönnum þó þeir fengju eitt dauðafæri til að byrja með sem Gylfi Þór klúðraði. Íslenska liðið náði ekki að vinna sig inn í leikinn í fyrri hálfleik og þorði varla að vera með boltann. Sumir leikmanna liðsins misstu smá trú á eigin getu og treystu hvorki fyrstu né annarri snertingu. Varnarleikurinn var misjafn og fékk Portúgal færi til að skora fleiri en þetta eina mark sem Nani setti. Eftir hálft ár af frekar döprum vináttuleikjum var spurning margra til strákanna: Hvenær ætlið þið að ýta á „ON“-takkann? Svarið fengu allir í seinni hálfleik. Frá og með 46. mínútu í Saint-Étienne í gær sáu öll álfan af hverju þessir strákar eru komnir í lokakeppni EM í fyrsta sinn og að það var engin heppni. Vissulega voru Portúgalar meira með boltann en varnarleikurinn var nánast óaðfinnanlegur frá fremsta manni til þess aftasta. Hannes Þór var magnaður í markinu og sópaði upp það sem til þurfti. Allir börðust fyrir hvorn annan og gerðu Portúgölunum erfitt fyrir. Samvinna er samasem vinna söng góður maður og þannig vinnur íslenska landsliðið fótboltaleiki. Vináttuleikjunum er lokið. Þessir strákar þrífast á alvöru leikjum og þetta var einn slíkur. Skilaboðin skýr: Strákarnir eru mættir hingað til að gera hluti.Cristiano Ronaldo var ekki sáttur í leikslok.Vísir/EPAEnginn höfðatölusigur „Við vorum búnir að spila marga æfingaleiki sem voru ekki nógu góðir en að spila á svona stórmóti er auðvitað allt annar hlutur. Hugarfar leikmanna er allt annað þó það sé skrítið að segja það. Við spiluðum frábærlega þó þeir pressuðu okkur vel og lengi,“ sagði markaskorarinn Birkir eftir leikinn. Einhvern tíma hefðu svona úrslit verið kölluð höfðatölusigur eins og þegar Ísland „vann“ Frakkland 1-1 á Laugardalsvellinum fyrir sextán árum. Höfðatölusigrar hentuðu okkur þegar við vorum litlir og slakir. Við erum enn þá litlir en langt frá því að vera slakir. Þessir strákar þurfa enga höfðatölusigra. Á síðustu 20 mánuðum er liðið búið að leggja Tyrki, Tékka og Hollendinga tvisvar á leið á stórmót og ná svo í þetta gríðarlega flotta og mikilvæga stig gegn Portúgal. Þetta var enginn höfðatölusigur. Þetta er bara stig í lok dagsins sem gerir ekkert nema strákarnir haldi áfram og vinni Ungverja. Það besta er að þeir vita það sjálfir. Söguleg stund í Saint-Étienne að baki. Íslenska þjóðin fagnar næstu daga en strákarnir voru komnir í endurheimt strax eftir leik og byrjaðir að hugsa um Ungverja. Þannig hugsa sigurvegarar og sigurvegarar ná úrslitum.Fagnað með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. 14. júní 2016 22:33 Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Maður leiksins segist hafa grunað að þetta yrði góður dagur. 14. júní 2016 22:33 Strákarnir okkar stóðust prófið og gott betur eins og þessar myndir sanna Vilhelm Gunnarsson fangaði allt það besta utan vallar sem innan í Saint-Étienne í kvöld. 14. júní 2016 22:39 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Birkir um markið: „Á eftir að minnast þess alla ævi" Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:40 Ari Freyr: Erum ekki eins lélegir og allir halda Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, segir að Ísland sé ekki eins lélegt og allir halda. Þetta sagði Ari eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi í kvöld. 14. júní 2016 22:48 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
„Ég er gríðarlega stoltur af að hafa skorað þetta mark. Ég mun minnast þess alla ævi,“ sagði kampakátur Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir 1-1 jafntefli strákanna okkar gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í fótbolta. Birkir skoraði jöfnunarmarkið í byrjun seinni hálfleiks eftir frábæra sendingu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Þetta er fyrsta markið sem karlalandsliðið skorar á stórmóti og það verður aldrei tekið af Birki. Strákarnir okkar stimpluðu sig inn með látum á EM í gær með því að ná þessu magnaða jafntefli gegn stórliði Portúgals. Það var nánast erfitt að fylgjast með sorgmæddum leikmönnum Portúgala ganga í gegnum viðtalssvæðið eftir leik. Þeim datt aldrei í hug að jafntefli yrðu lokaúrslitin. Eflaust voru þeir ekki einir um það. „Ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem höfðu trú á að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er bara virkilega stoltur af að ná þessum úrslitum,“ sagði Birkir. Þessir sömu Íslendingar mættu 8.000 talsins á Stade Geoffroy-Guichard í gærkvöldi og gerðu kvöldið ógleymanlegt. Þeir áttu stúkuna gegn 16.000 Portúgölum. Stundin eftir leik þegar strákarnir fóru og þökkuðu fyrir stuðninginn er eitthvað sem allir 8.000 plús 23 og þjálfararnir eiga eftir að muna lengi.Hannes Þór Halldórsson í baráttunni við Cristiano Ronaldo.Vísir/VilhelmVelkomnir aftur! Þó Birkir hafi á endanum verið hetja íslenska liðsins og spilaði frábærlega í seinni hálfleik átti hann erfitt uppdráttar í þeim fyrri. Strákarnir voru búnir að bíða eftir leiknum í sjö mánuði eða síðan dregið var í byrjun desember á síðasta ári. Það fór ekki á milli mála að stress var í okkar mönnum þó þeir fengju eitt dauðafæri til að byrja með sem Gylfi Þór klúðraði. Íslenska liðið náði ekki að vinna sig inn í leikinn í fyrri hálfleik og þorði varla að vera með boltann. Sumir leikmanna liðsins misstu smá trú á eigin getu og treystu hvorki fyrstu né annarri snertingu. Varnarleikurinn var misjafn og fékk Portúgal færi til að skora fleiri en þetta eina mark sem Nani setti. Eftir hálft ár af frekar döprum vináttuleikjum var spurning margra til strákanna: Hvenær ætlið þið að ýta á „ON“-takkann? Svarið fengu allir í seinni hálfleik. Frá og með 46. mínútu í Saint-Étienne í gær sáu öll álfan af hverju þessir strákar eru komnir í lokakeppni EM í fyrsta sinn og að það var engin heppni. Vissulega voru Portúgalar meira með boltann en varnarleikurinn var nánast óaðfinnanlegur frá fremsta manni til þess aftasta. Hannes Þór var magnaður í markinu og sópaði upp það sem til þurfti. Allir börðust fyrir hvorn annan og gerðu Portúgölunum erfitt fyrir. Samvinna er samasem vinna söng góður maður og þannig vinnur íslenska landsliðið fótboltaleiki. Vináttuleikjunum er lokið. Þessir strákar þrífast á alvöru leikjum og þetta var einn slíkur. Skilaboðin skýr: Strákarnir eru mættir hingað til að gera hluti.Cristiano Ronaldo var ekki sáttur í leikslok.Vísir/EPAEnginn höfðatölusigur „Við vorum búnir að spila marga æfingaleiki sem voru ekki nógu góðir en að spila á svona stórmóti er auðvitað allt annar hlutur. Hugarfar leikmanna er allt annað þó það sé skrítið að segja það. Við spiluðum frábærlega þó þeir pressuðu okkur vel og lengi,“ sagði markaskorarinn Birkir eftir leikinn. Einhvern tíma hefðu svona úrslit verið kölluð höfðatölusigur eins og þegar Ísland „vann“ Frakkland 1-1 á Laugardalsvellinum fyrir sextán árum. Höfðatölusigrar hentuðu okkur þegar við vorum litlir og slakir. Við erum enn þá litlir en langt frá því að vera slakir. Þessir strákar þurfa enga höfðatölusigra. Á síðustu 20 mánuðum er liðið búið að leggja Tyrki, Tékka og Hollendinga tvisvar á leið á stórmót og ná svo í þetta gríðarlega flotta og mikilvæga stig gegn Portúgal. Þetta var enginn höfðatölusigur. Þetta er bara stig í lok dagsins sem gerir ekkert nema strákarnir haldi áfram og vinni Ungverja. Það besta er að þeir vita það sjálfir. Söguleg stund í Saint-Étienne að baki. Íslenska þjóðin fagnar næstu daga en strákarnir voru komnir í endurheimt strax eftir leik og byrjaðir að hugsa um Ungverja. Þannig hugsa sigurvegarar og sigurvegarar ná úrslitum.Fagnað með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. 14. júní 2016 22:33 Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Maður leiksins segist hafa grunað að þetta yrði góður dagur. 14. júní 2016 22:33 Strákarnir okkar stóðust prófið og gott betur eins og þessar myndir sanna Vilhelm Gunnarsson fangaði allt það besta utan vallar sem innan í Saint-Étienne í kvöld. 14. júní 2016 22:39 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Birkir um markið: „Á eftir að minnast þess alla ævi" Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:40 Ari Freyr: Erum ekki eins lélegir og allir halda Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, segir að Ísland sé ekki eins lélegt og allir halda. Þetta sagði Ari eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi í kvöld. 14. júní 2016 22:48 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. 14. júní 2016 22:33
Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Maður leiksins segist hafa grunað að þetta yrði góður dagur. 14. júní 2016 22:33
Strákarnir okkar stóðust prófið og gott betur eins og þessar myndir sanna Vilhelm Gunnarsson fangaði allt það besta utan vallar sem innan í Saint-Étienne í kvöld. 14. júní 2016 22:39
Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47
Birkir um markið: „Á eftir að minnast þess alla ævi" Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:40
Ari Freyr: Erum ekki eins lélegir og allir halda Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, segir að Ísland sé ekki eins lélegt og allir halda. Þetta sagði Ari eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi í kvöld. 14. júní 2016 22:48